Annasöm helgi

FermingarveislaÞetta ætlar að verða annasöm helgi ... fermingarveisla nú á eftir, já, á laugardegi. Peter, fóstursonur Hildu systur, fermist í Landakoti í dag. Held að Hildu gruni að ég hafi gert mér upp þursabit til að sleppa við að hjálpa henni við undirbúninginn ...

Svo fékk ég líka þetta dásamlega símtal áðan frá Boggu vinkonu. Við kynntumst þegar við vorum c.a. fimm ára og bjuggum báðar í “nýju” blokkinni á Akranesi, við hliðina á himnaríkinu mínu. Við höfum alltaf haldið sambandi og það var svo skemmtileg tilviljun að þegar ég bauð henni með mér á árshátíð DV í eldgamla daga kynntist hún samstarfsmanni mínum og er gift honum í dag. Yngri dóttir þeirra heitir næstum því Guðríður!

LandnámssetriðBogga ætlar að bjóða mér til Borgarness annað kvöld í mat og síðan á sýningu/tónleika á Landnámssetrinu. Ekki mjög leiðinlegt! Hlakka til að hitta þau hjónin. Hef ekki séð þau síðan í ágúst í fyrra. Það er svona að flytja út á land! Bæði kostir og gallar.

En nú er að sletta á sig málningu, spartla upp í þessar ósýnilegu hrukkur og vona að Tommi sé að keyra strætó núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

það er tilboð á sparsli í Byko

Gunna-Polly, 28.4.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða skemmtun!  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.4.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heldur systir að þú sért að gera þér eitthvað upp kannski?  Hehe ég hef heyrt fullyrt að engin þekki mann betur en eigin systkini

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 17:37

4 identicon

Nú er Tommi Hættur að keyra strætó  Hann er að fara keyra olíubíl á Vesturlandi. Viss um að margir sakna hans...held samt í vonina að þú verðir mákona mín einn góðan verðurdag,

Magga (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 19:28

5 identicon

Jamm og já... Íslandsmálning er með gott verð á 10 lítra fötum - ansi drjúgt þegar um stóra fleti er að ræða..

P.s. Ég er sko ekki að segja að þú sért feit!

Jónsi (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er að fara í fimmtu fermingarveisluna í mai, reyndar eru það 2 barnabörn og svo er restin  skyldmenni.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2007 kl. 19:49

7 Smámynd: Karolina

já Gurrý mín, gott að eiga góða vini.  Er einmitt að fara í megapakka í að mála og alles þegar maður loksins flytur.

Karolina , 28.4.2007 kl. 20:58

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"En nú er að sletta á sig málningu, spartla..."   Þetta er akkúrat það sama og ég hef verið að gera í dag.   Hér í sveitinni hefur verið hið besta veður og ég auðvitað úti að mála nýju geymslyna. 

Takk fyrir ánægjuleg skrif. Ég laumast oft á síðuna þína í skjóli myrkurs, þannig að þú verður lítið vör við mig. Hvernig fer ég að nú þegar bjart fer að verða allan sólarhringinn?

Ágúst H Bjarnason, 28.4.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ágúst minn. Síðan mín er sko ekki glæpsamleg og allt í lagi að kíkja á hana þótt bjart sé úti! Og Magga mágkona!!! Þetta eru hræðilegar fréttir! Mikið eigum við eftir að sakna Tomma. Skilaðu kærri kveðju til hans frá okkur Ástu! Við elskuðum hann mest, held ég! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 1506026

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband