28.4.2007 | 22:33
Af tertum, gjöfum og girnilegri Bolungarvík ...
Mikið var þetta góð og dásamleg fermingarveisla! Ég var fyrir fram dómhörð gagnvart tertununum (en mætti samt) því að ég vissi að sjálf fermingartertan væri með döðlum í botninum og stóra ávaxtamarengstertan með súkkulaðirúsínum. Hilda sá við dekruðu systur sinni og bjó til sérstaka perutertu með súkkulaðifrómas ... og svo voru náttúrlega brauðtertur, of kors! Gleymdi myndavélinni en Ellen frænka ætlaði að senda mér myndir sem ekkert bólar á! Amma Peters kom alla leið frá New York og brast í grát af gleði þegar hann fór að taka upp glæsilegar fermingargjafirnar og eiginlega trylltist af gleði þegar hann fékk óvænt Play Station 3. Hilda hafði boðið fjölda fólks svo að Peter fengi alvörufermingarveislu.
Ef það er eitthvað sem Hilda kann þá er það að hrekkja fólk gjafalega séð ... en hún sagði Peter að ákveðinn pakki á borðinu væri hluti af borðskreytingu, svona upphækkun, þannig að Peter átti ekki von á tölvunni (þótt hún væri efst á óskalistanum), svo rétti hún honum borðskreytinguna og bað hann um að opna hana.
Peter er tímabundið fósturbarn hjá Hildu og er samt með ættarhúmorinn! Hann sagði mér blákalt þegar ég argaði af hrifningu yfir veisluborðinu að hann hefði verið að baka alla síðustu nótt. Peter hefur átt erfitt að ýmsan hátt og er m.a. næstum því blindur. Hann getur horft á sjónvarp með því að vera næstum því upp við það og getur því notið þess að vera í Play Station-leikjum. Þessi elska.
Frú Soffía Vagnsdóttir frá Bolungarvík var í veislunni, enda þekkir hún Peter síðan hann bjó í Bolungarvík um tíma. Hún keyrði mig heim á Skagann og kíkti aðeins á himnaríki áður en hún hélt áleiðis vestur með æðislegum syni sínum sem á þann flotta afmælisdag 11. september. Soffía er virðulegur skólastjóri í grunnskólanum þar og er auk þess í bæjarstjórn. Náfrændi minn (við erum bræðrabörn) er sýslumaðurinn á staðnum og svo þekki ég bæjarstjórafrúna. Ég er alvarlega að hugsa um að flytja til Bolungarvíkur þar sem ég þekki allt fína fólkið á staðnum ... þar sem ég sæti stöðugt í veislum, hugsið ykkur samkvæmislífið á minni ... múahahhahahaha! Svo ef ég færi t.d. á brjálað fyllerí og bryti allt og bramlaði yrði það þaggað snarlega niður af því að ég væri í klíkunni og þyrfti ekki að sitja í steininum! Svo finnst mér líka visst öryggi í því að fá pottþétt ástarviku á hverju ári!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Frábært að heyra að Peter átti góðan dag
SigrúnSveitó, 28.4.2007 kl. 22:49
Til hamó með ástarvikuna og Bolungavík og svo slefar þessi sykursjúka (sko diabetes ekki svona geðveik löngun í sykur) yfir öllum krásarlýsingunum og fer og fæ mér jarðaber.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 22:52
Gaman að sjá að þú áttir líka svona yndislegan dag í dag.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.4.2007 kl. 22:55
Skelfilegt að lesa bloggið þitt og Jórunnar! Kökur og aftur kökur. Ég er með vatn í munninum og fer að sofa með vatn í munninum ( skal fara að sofa með vatn í munninum) , er komin með annan fótinn í buxnaskálmina ( var háttuð) og á leiðina í sjoppuna að kaupa súkkulaði..verð að standast þetta !
Hló mig máttlausa af gjafahrekknum hennar Hildu, þvílík SNILLDARhugmynd!!
Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 23:03
Svo fékk ég hálfa veisluna með mér í töpperverdollum (mínus döðlur og rúsínur) ... gott að vera með þeim síðustu út, múahahahhaha! Hilda var líka með dásamlegt kaffi frá Kaffitári, nýju espressóblönduna sem kom svona líka vel út í venjulegri uppáhellingu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:06
Mér líst vel á þessa ástarviku á Boló.... Ég flyt bara með þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 23:10
PS - ég er ekki að segja að ég sé ástfangin af þér
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 23:11
Ekki það að mér líki neitt illa við þig.......
hætta núna?
ok
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 23:12
Þú mátt alveg halda áfram eins og þú vilt! Hahhahaha!
Ég held að það sé passað upp á í Bolungarvík að allir fái sitt þessa viku ... hmmm, ekki amalegt það! Múahahahahha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:14
Er þetta þá bara eins og hjá sauðfénu - þ.e.a.s. leitt undir í eina viku...
P.s. Hvort kynið er leitt undir?
Jónsi (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:42
Helgarkvitt eftir langt rot
Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:43
Þetta heitir víst að hleypa til, Jónsi minn, og mikið fjör þessa ástarviku! Fullt af börnum og barnabörnum koma undir, skilst mér, en aðalatriðið er samt skemmtunin við þetta allt saman!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 23:49
Börnum og barnabörnum...????? Ertu þá að meina að afi og amma eru líka að gera "bíb bíb" ???
Jónsi (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:52
Vó ! þekkirðu bara allan aðalinn í Boló ? Frábært að fermingardagurinn gekk svona vel og piltur ánægður með sitt.
Ragnheiður , 28.4.2007 kl. 23:53
Ég fattaði ekki hvað ég networkaði við Bolungarvík fyrr en í bílnum áðan ... heheheh.
Já, Jónsi, afar og ömmur fá sko sitt líka! Hvernig heldur þú annars að barnabörnin verði til, ég bara spyr?!!?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2007 kl. 00:21
Nú náttúrlega Þegar börnin eru að leika sér - þess vegna má ekki fara í læknisleik!!! Ég hélt að allir vissu þetta
Að barnið geti barnað barn
barnaskap má kalla,
að halda að barnið barni barn
barnið getur varla.
Jónsi (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:01
Jæja já, Pálína systir Sossu leiðir lista Íslandshreyfingarinnar í kjördæminu góða mín, og svo þekki ég sýslumannsfrúna, við erum skólasystur (sýsli hélt reyndar langa ræðu yfir Ómari mínum um vegagerð um Arnkötludal í síðustu reunion, en það er önnur saga). Kveðjur vestur á Skaga, (við þurfum að fara að drekka kaffibolla saman, skrepp á Skagann við fyrsta tækifæri, erum að plana fund)
Sigríður Jósefsdóttir, 29.4.2007 kl. 20:40
Frú Sigríður!!! Alltaf hjartanlega velkomin í kaffi!!! Flytur þú ekki bara með mér vestur?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.