KK, Einar, Didda, Mæja, Ragna, Bogga og Guðjón

Komið inn í BorgarnesMikið rosalega var sýningin í Borgarnesi skemmtileg! Þetta var ævisaga KK sögð af Einari Kárasyni og svo tók KK lagið inn á milli! Allir virtust skemmta sér konunglega, engin furða, þetta var mjög vel heppnað á allan hátt.  

Guðjón, Bogga og KjartanÆvi KK hefur verið ansi litrík og nú langar mig til að endurlesa bókina um hann sem kom út 2002. Hitti KK aðeins eftir sýninguna og við töluðum illa um ákveðinn kennara í Vörðuskóla sem sagði m.a. við mig einu sinni: „Guðríður, helltu úr þinni andlegu ruslatunnu og segðu okkur hvað andlag er!“ KK fékk svipaða meðferð. Ég var fegin að ég brast ekki í grát þegar eitt fallegasta lag í heimi I think of Angels var flutt en yfirleitt tárast ég út í eitt þegar ég heyri það. Samið um Inger, systur KK og Ellenar (sem var í bekk með Hildu systur). Mikið rosalega hefur pabbi þeirra systkina verið skemmtilegur og skrautlegur karakter. Mæli hiklaust með ferð til Borgarness! 
Við vorum snemma á ferðinni því að við fengum okkur ljúffengan mat á undan sýningunni.

Mæja og Didda frá HvammstangaÍ miðri máltíð þustu inn í salinn og upp á loft fjöldi glæsilegra kvenna úr Vestur-Húnavatnssýslu.

Fyrrum tengdamamma Hildu, hún Didda, besta kona í heimi, Ragna, dóttir hennar, Mæja snillingur og fleiri sem var mjög gaman að hitta.

Frábær kvöldstund!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvernig gat ég misst af þessu, brunandi gegnum Borgarne tvisvar í dag? Enginn vandi, en kannski maður fari að fletta upp meiru um þetta mál, takk fyrir ábendinguna, Gurrí mín!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.4.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí Keli, þetta var svona hviss, bang! Vorum frekar sein í matinn og svo drífa sig heim ... sýningin var alveg til 11! Þú býrð í miklum menningarbæ!

Anna, þú ættir að kíkja á þetta við tækifæri, snilldarsýning þarna í Landnámssetrinu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

almáttugur ! didda og ragna og líka maría, eitthvað hefur nú heyrst í þeim þessum ef ég þekki þær rétt :) alltaf hressar stelpurnar.

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.4.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Ester Júlía

Trúi því að þetta hafi verið frábær skemmtun!  KK klikkar ekki og sammála þér með "Angel"  ..það kemur tárunum fram. 

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:19

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 08:28

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh ég vildi fá tækifæri til að sjá og heyra þessa söng og sögustund. Angels lagið er jamm guðfómlegt. Og allar þessar konur og góður matur. Bara Himnaríki Gurrí mín..ertu bara alltaf þar????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband