Velferðarþjóðfélag hvað!

Óska öllum vinnandi stéttum innilega til hamingju með daginn!

Fyrsta frétt á Stöð 2 í hádeginu: Lokað verður fyrir innlagnir á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum í sumar vegna manneklu.
SjúkrahúsÉg sé hvað er að, við sjáum það öll en af hverju er ekkert gert? Það þarf að hækka laun í heilbrigðisþjónustunni til að fá fólk í vinnu. Það er ekkert flóknara!

Hætta þarf við byggingu hátæknisjúkrahúss sem hvort eð er verður ekki hægt að starfrækja almennilega vegna manneklu og hefja endurbyggingu á heilbrigðiskerfinu sem hefur verið brotið niður harkalega á síðustu árum. Okkur er alltaf sagt að við búum við „besta heilbrigðiskerfi í heimi“. Ég man ekki alveg hvænær aðför að sjúklingum sjálfum hófst en til að byrja með var það kallað að verið væri að auka kostnaðarvitund þeirra (okkar allra).
Sjúklingar liggja á göngum sjúkrahúsanna, deildum er lokað, sjúklingar þurfa sjálfir að undirbúa sig fyrir aðgerðir, m.a. sprauta sig með blóðþynningarlyfi (alla vega á Kvennadeild LHS), eitthvað sem sjúkraliðar mega t.d. ekki gera því að þeir hafa ekki menntun til þess. Fólk er útskrifað fárveikt innan sólarhrings frá innlögn til að kostnaðurinn falli á það. Staða geðsjúkra er skelfileg, nýbúið að loka iðjuþjálfun þeirra og fleira og fleira og fleira.

Þetta er bara örlítill hluti af því sem er að, það er hægt að halda endalaust áfram. Velferðarþjóðfélag hvað! Hér flýtur allt í peningum, hvers vegna notum við þá ekki rétt? Það er allra hagur að hér sé gott heilbrigðiskerfi. Að halda því fram að svo sé er hrein sjálfsblekking. 

Hvað á ég að kjósa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér! Ef marka má skoðanakannanir virðumst við samt ætla að kjósa þennan ósóma yfir okkur áfram

Sigga (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekkert ef þessu Gurrí mín...þetta er óheilbrigt stjórnmálasystemo. Þess vegna er fólk látið sitja á hakanaum meðan vextir fá bráðgjörgæslu og vaxtainnspýtingu af mjög vel launuðum umönnunarkörlum.  Hugsið ykkur...það er ekki bara fólkið í landinu sem má bara hökta um fárveikt og án ummönnunnar..meira aðs egja sjálft heilbrigðoiskerfið er lasið og þeir sem eiga að sjá um essi mál greinilega geðveikir sem hafa enga umönnun fengið..AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU EKKI LENGUR NEINAR DEILDIR TIL EÐA STARFSFÓLK TIL AÐ VINNA ÞAR Á LÚSARLAUNUM. Afsakið að ég öskraði....maður getur nú stundum bara fengið nóg!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alveg hjartanlega sammála, já ykkur báðum ! burt með þetta hátæknisjúkrahús, ef við eigum pening í það hlýtur að finnast peningur til að gera betur við hjúkrunarfólkið okkar ! og hana nú !!   Annars. til hamingju með daginn :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.5.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Gunna-Polly

Sem fyrrverandi heilbrigðisstarfsmaður(sjúkraliði ) get ég ekki verið meira sammála þér , íslenska heilbriðgisðkerfið er til skammar

Gunna-Polly, 1.5.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mæl þú manna heilsust, Gurrí kær. Þetta er algerlega óviðsættanlegt í okkar samfélagi. Við erum svo upptekin við að vera á meltunni, að við nennum ekki að gera neitt í málum, sem verulega æpa á okkur. Er ekki betri sjálf.  En ég segi eins og þú - HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM Á MAÐUR AÐ KJÓSA?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 13:06

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. mér finnst það augljóst hvað þú ættir að kjósa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 13:44

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jess, Jenný, held að það sé augljóst! Einhverju VERÐUR að breyta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 15:02

8 identicon

Ææ hróið mitt, auðvitað kýstu rétt - konan sem býr í Himnaríki!! Lætur ekki annað spyrjast um þig!! X við Drottinn

Jónsi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 16:47

9 identicon

En ef þetta þýðir nú X við Djöfulinn?

Sigga (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:57

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahahah, þið eruð Dýrleg!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:06

11 Smámynd: bara Maja...

Sammála - sammála - sammála... en ég veit ekki ennþá hvað ég á að kjósa... mega annars ekki svona fínar Búkollur kjósa ?...

bara Maja..., 1.5.2007 kl. 18:08

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Búkolla mín. Svona fínar Búkollur mega kjósa. Ég var sko ekki að kalla þig belju!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:23

13 identicon

það kemur náttúrlega bara eitt til greina...

hildigunnur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband