Deja Vu, fermingarmyndir og hitamet hvað!

Ferming Peters veisluborðiðHorfði á Deja Vu áðan og fannst hún bara skrambi skemmtileg! Virtist ætla að vera venjuleg (en góð) spennumynd og breyttist fljótlega í svona framtíðarmynd sem var ekkert verra.

Mikið er hann Denzel nú alltaf sætur ... Hann leikur löggu sem einsetur sér að bjarga lífi myrtrar konu ... hmmm, say no more!

Peter fermingarbarnÓsköp er kaldranalegt að horfa út. Engin sól, bara rok og ansi svalt loftið sem kemur inn um opna gluggana.

Eru veðurfræðingar bara að plata þegar þeir tala um hitamet dag eftir dag. Er Akranes í kuldapolli núna? Held ég verði að skella mér í heitt bað til að ná hrollinum úr mér.

 

 Ellen frænkubeib sendi mér myndir úr fermingunni hans Peters. Þær munu skreyta þessa færslu. Svo þarf að húsverkjast eitthvað!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Veðurfræðingar ljúga!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.5.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heyrðu Gurrí. Eitthvað hlýtur þessi drengur að vera mikið skyldur þér. Svakalegur frændsystkinasvipur með ykkur. Ekki minnast á húsverk!!!!

Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, hann Peter er nú pólskur í báðar ættir ... en vissulega er hann gullfallegur eins og ég. Takk fyrir að sjá það!

Já, Anna, nú verður stríð við veðurfræðinga!!! Hehehhe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 16:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á að drepa mann úr hungri þarna ljónið þitt?  Slurp... Peter er svakalega sætur eins og frænka

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 16:41

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, gamla geit, svona eru afmælisveislurnar mínar!!! Hvar verður þú í kringum 12. ágúst? Guðdómlegt kaffi og ægiflottar og góðar tertur! Bloggvinir eru í stórhættu með að fá boð ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úhú!!! Svaka flottar kökur - ekki ónýtt að eiga svona á frídegi verkamannsins. Allavega minningarnar ;)

Hver var það nú aftur sem sagði: "Gefið fólkinu kökur......" ?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 17:31

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ummmmmmaður fær nú vatn í munninn :) sætur pólskur strákur Peter. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.5.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband