Veðurfræðingar - varúð!

Við veðurfræðingurinnNú er ég komin í heilagt stríð við veðurfræðinga. Ég horfi út um gluggann minn og sé bara vetur, grænan, úfinn sjó, gráan himin og það grillir ekki einu sinni í höfuðborgina fyrir kuldamistri. Hitamet, hnuss! Stund hefndarinnar er runnin upp. Ég þegi ekki lengur.

Ég deitaði einu sinni veðurfræðing og veit því alveg hvernig karlar úr þessari stétt eru. Líf þeirra litast af veðrinu, hæðum, lægðum og það skiptir öllu máli hvaða vindátt er, eins og hjá Mary Poppins. Ég man að í suðvestanátt  fór veðurfræðingurinn minn alltaf í tiltektarkast og neyddi mig til að ryksuga eða einhvern viðbjóð ... af því að HANN var í stuði til að þrífa. Í norðanátt keyptum við nammi og horfðum á vídeó.

The ShiningÞessi vetur var kaldur, oft norðanátt ... og til að hlýja okkur neyddi hann mig til að leika með sér nokkrar þekktar senur úr frægum kvikmyndum. Allt í lagi þegar við tókum Titanic en það var verra þegar hann var í The Shining-gírnum.

Veðurfræðingurinn var frekar nískur en þegar átt var austlæg fékk ég stundum blóm frá honum (úr Kjötborg) og það kom fyrir að hann byði mér út að borða ... á BSÍ.

Margt er vissulega hægt að fyrirgefa ef kynlífið er gott. Veðurfræðingurinn minn fór aldrei í „stuð“ nema þegar það var lægð yfir Grænlandi ... og það er jafnalgengt að sjá hvítan hrafn og að lægð sé yfir Grænlandi! Ég segi því, varið ykkur á veðurfræðingum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahahaha - ég kem sko til með að passa mig á þeim

:)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 18:30

2 identicon

Að veðrum vinna þau bæði

veðrið er úrkoma og hæð,

hann hefur háþrýstingssvæði

hún hefur alldjúpa lægð.

---------------

Ef lægðina leggði hún á borðið

og leggði hann háþrýsting til;

það efalaust gæti orðið

úrkoma honum í vil.

Nei, segi nú bara svona......    

Jónsi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Voðalegur montrass ertu Keli! Nei, djók, gott að þér leið vel í góða veðrinu þínu! 

Takk fyrir vísuna, Jónsi, þótt þú megir alveg vita að veðurfræðingurinn er vondi karlinn í þessu dæmi!!!

Já, Hrönn mín, pössum okkur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:40

4 identicon

Ó þú vanþakkáta drós - eru blómin verri í Kjötborg en í Blómaval? Hvað segja Gunnar og Kristján við slíku? Er maturinn verri á BSÍ en frostþurrkuð og óæt fuglaflensubrjóst í Himnaríki?   ÓNEI!!! Suss og skamma sín.

P.s. Rosalega var veðurfræðingurinn heppin að losna........ þar sem ekki er fjör kemst enginn í stuð

Jónsi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vein úr hlátri er af veikum mætti að halda mér á stól vegna sótthita!!(sko er með bandana til að smita þig ekki).  Blóm úr Kjötborg?? Er maðurinn ekki í lagi? Út að borða á BSÍ er hins vegar upplifun þú vanþakkláta kona.  Veistu ekki að innréttingarnar þar eru sögulega bráðmerkilegar og eiga sér ekki hliðstæðu?  Illa mikill pöpulsbragur á þér mín kæra.  Ég græt enn að ég skuli ekki hafa fengið að upplifa "Pylsa á Geithálsi eftir ball" semmarann.

Lovjú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 20:27

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hm meinti "stemmarann"

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var sko ekki að vanþakka blómin úr Kjötborg eða út að borða á BSÍ! Hmmm, minntist á þetta til að þið föttuðuð hvað hann var ... uuu ... sparsamur! Annars veit ég ekki hvaða færslu Jónsi var að lesa ... alla vega ekki mína, miðað við geðvonskuna og lætin í nýjasta P.S-inu hans. Það er alltaf fjör í himnaríki, bara svo það sé á hreinu. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:41

8 identicon

Má ég leggja vanga minn að þínum dásamlega kjamma krúsídúlla og hreyfa fætur mína í takt við þína fíngerðu fætur?

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=1&id=3378 

Jónsi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahahahaha..og þessi færsla var í boði Guðríðar sem kl´ðist reuaðu korseletti og fíngerðum dömulegum hælaskóm í stíl við langa svarta silkihanska. Demantaarmbandið er úr Gulli og silfri Laugavegi.

Æ hvað þetta minnti mig á gömlu góðu dagana þegar ég setti Wgitney

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ohh...þegar ég fék að spila væmnu lögin og þú fékkst rokklög á móti. Endilega fleiri svona færslur um hvernig er að deita menn í ákveðnum starfsstéttum!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 20:53

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jónsi, þér er fyrirgefið. Dönsum.

Katrín, ég þarf líka að fá útrás fljótlega fyrir martröðina miklu þegar ég var með fornleifafræðingnum ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:57

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hlæ, hlæ og skell á lær. Yndisleg lýsing á veðurfræðilegu ástarsambandi. Hefurðu verið með kvensjúkdómalækni? (  - æ, nú kemur Jónsi með eitthvað hryllilegt....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:26

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég er sennilega að verða eitthvað bleslind, nei ég meinti lesblind. Ég las nefnilega eina setningu í blogginu svona: Líf þeirra litast af veðrinu, hægðum, lægðum. Ég hugsaði bara guð hvað þetta hefur verið hryllilega óspennandi maður

Björg K. Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 21:52

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:56

15 Smámynd: Gunna-Polly

veðurfræðingar hafa vonandi hægðir líka eins og við

Gunna-Polly, 1.5.2007 kl. 22:04

16 identicon

Ég elska þrumur og eldingar og rigningu ... ég á þannig minningar!!!

Get ekki sagt að ég hafi einhvern tíma deitað veðurfræðing ... en það breytir því ekki að mér líður svo vel núna ... að ég vil ausa knúsi, kossum og öllu yndislegu yfir þig!!!

Kveðja frá Akureyri, sæta dúlla!! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:04

17 identicon

Varast ber veður ef von er á lægðum

votviðri miklu að ofan er von

Verra er þó ef von er á hægðum

vonum að Pampers fái Maríuson.

Jónsi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:13

18 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 1.5.2007 kl. 22:14

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvernig er það með kærleiksflippið á honum Dodda okkar núna..Hvað er það sem gerir einn man svona mikið gra...glaðan og hamingjusaman??? Doddi tell us!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 22:47

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Doddi er ástfanginn af Veigu sinni og sem betur fer njótum við þess líka, ekki slæmt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 23:04

21 identicon

Svo er maður svo glaður ... og kannski segir færslan mín eitthvað um það af hverju ...

En Gurrí hittir naglann á höfuðið og þið eigið skilið að njóta þess líka ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:29

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einmitt, Liverpool sigraði glæsilega í kvöld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 23:52

23 Smámynd: Bragi Einarsson

alveg gargandi góð!

Bragi Einarsson, 2.5.2007 kl. 00:24

24 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hmmmm....veðurfræðingar, já, þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, það er greinilegt á þinni lýsingu. Hef aldrei deitað eitt stykki veðurfræðing, en væri samt alveg til í að leika mér í hlutverkaleik eins og þið gerðuð... Kannski Grease myndina, eða When Harry met Sally, eða Lake House, já, ég veit ég er algjör sucker fyrir romantic comedies, en þær eru milljón sinnum betri en hryllingsmyndir, það má segja að þær eru sól og blíða, ekki rok og rigning...

Bertha Sigmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 02:51

25 Smámynd: Ester Júlía

Hahaha..nú er ég tilbúin í daginn!  Ábyggilega soldið hentugt samt að deita veðurfræðing, þá veistu alltaf hverju þú átt von á!  Reyndar er það ekkert gaman til lengdar..betra að láta þá bara vera!

Ester Júlía, 2.5.2007 kl. 07:38

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þeir eru sko stórhættulegir ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband