Rómantík í rafmagnsleysi ...

KertaljósMyndarskapurinn var að drepa mig í kvöld. Var að klára að gera fínt í eldhúsinu og ætlaði að fara að ryksuga þegar ... rafmagnið fór. Það slökknaði á öllum þremur sjónvörpum heimilisins, tölvunni, þvottavél, þurrkara, ljósum í öllum herbergjum ... og þessi líka fína þögn skall á. Ég plantaði mér í kósí-horninu með fullt af kertum og einni bók , engin rómantík þessa dagana í himnaríki.

Gat ekki hugsað mér að hlaupa út og reyna að finna upptök bilunarinnar, ekki í svona brunagaddi. Eini gallinn við þetta var að þvottavélin var að þvo fötin mín sem ég ætla að fara í í vinnuna í fyrramálið og þurrkarinn hamaðist á rúmfötunum mínum (ég á frekar fá straufrí rúmföt og hef ekki nennt að strauja þessi hvítu, fínu í nokkra mánuði). Annað sjokk, ótengt rafmagnsleysi þó ... það fór að rigna þegar ég ætlaði að viðra sæng og kodda (arg). 

Ég vissi sem var að vélstýran myndi kippa þessu í lag. Nú veit ég að bæði þvottavél og þurrkari halda áfram eins og ekkert hafi ískorist þegar rafmagn kemur aftur á. Smásögufölsun var í þessari frétt ... ég bý hvorki í Grundahverfi né í Jörundarholti, heldur á landamærum nýja hverfisins og gamla Skaga. Þetta rafmagnsleysi, mitt fyrsta síðan ég flutti á Skagann í febrúar í fyrra, hefur kennt mér að ég er orkueyðslukló.   


mbl.is Rafmagnsbilun á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú varst bara heppin að fá góða afsökun til að sleppa við að ryksuga

Björg K. Sigurðardóttir, 2.5.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvað segir smiðurinn á morgun? Allt í kuski um öll gólf! Æ, ég ryksuga bara á morgun. Nenni því ekki kl. 00.40! Er að fara að sofa. þótt fyrr hefði verið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hversu oft hefur maður ekki hugsað þegar rafmagnið fer; æi nú hefur maður það bara kósí og hitar sér kakó/kaffi/te. hahahahahahahahaha. Smiðurinn getur bara ryksugað sjálfur finnst mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.5.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

og í denn þegar rafmagnið fór nú af vikulega í sveitinni, þá æddi maður af stað með straujárnið til að nota tímann    Vonandi lifir smiðurinn það nú af þó það sé smá loðna i hornum ;)     Góðan nætursvefn kæra Gurrí

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.5.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála efsta ræðumanni

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 06:36

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....hefðir nú getað haft það notalegt með popp og kók fyrir framan videoið.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2007 kl. 07:37

7 Smámynd: Ester Júlía

Rosalega hefur þetta verið kósý..engin hljóð í tölvu, sjónvarpi, þvottavél og þurrkara ..bara mal í þér og köttum!

Ester Júlía, 2.5.2007 kl. 07:44

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eitt augnablik ætlaði ég inn í eldhús að hita mér kakó í kósíheitunum við kertaljósin. Eins og þyrfti ekkert rafmagn ... heheheh. Þetta var ósköp ljúfur hálftími!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2007 kl. 08:26

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Okkur dauðbrá þegar ljósin slökknuðu...við sátum í eldhúsinu og spjölluðum, ég og Hrafnhildur.  Einar sat við tölvuna.  En við héldum spjallinu áfram við kertaljós og það var mjög næs.

Það var hins vegar ekki rafmagnslaust í stóru blokkinni hérna hinu megin við "götuna sem heitir ekkert".  Svo það er greinilega önnur leiðsla sem þeir hafa...

SigrúnSveitó, 2.5.2007 kl. 09:19

10 identicon

Hehe, pabbi sagði að frýrnar hefðu einmitt oft sagt eitthvað svona þegar hann kom til að skipta um rafmagnsmæli: Nújæja, ég hita þá bara kaffi á meðan...

hildigunnur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:22

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fatta ekki hvað blokk það er! Við erum greinilega tengdar "nýja hverfinu" og Jörundarholti, heyrði karlana á stoppistöðinni tala um að það hefði verið rafmagnslaust frá Spælegginu (stóra hringtorginu) ... þetta var bara rómó!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2007 kl. 09:30

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Ekki alveg frá Spælegginu...því blokkin sem ég er að tala um er okkar megin við spæleggið...sýni þér blokkina næst þegar þú kemur í kaffi!!!

SigrúnSveitó, 2.5.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband