Björgun Sigþóru og nýr "vondi karlinn" í Boldinu

SigþóraLánið leikur nú ansi oft við mig. Bara í dag fékk ég alveg óvænt bílfar alla leið upp á Skaga. Vélstýran hugumstóra var að þvælast á vinnustaðnum mínum í dag og hreinlega bannaði mér að hlaupa út til að taka strætó, sem ég ætlaði að fara að gera eftir nokkrar mínútur. Eftir ferð í Mjóddina þar sem mér tókst loksins að redda mér lífsnauðsynlegri laxerolíu (fyrir vöðvabólguna) var klukkan orðin nokkuð margt. Ég kíkti eftir Sigþóru sem var ekki á stoppistöðinni hjá Essó (N1) en nokkrum metrum lengra mátti sjá hana á hlaupum. Við Anna gátum ekki stoppað á þessum stað við Vesturlandsveginn en þrjóskar ákváðum við samt að bjarga Sigþóru frá því að vera strætólúser í dag. Nú hófst kapphlaup upp á líf og dauða. Ég hringdi í 118 og beið í óratíma, alla vega hálfa mínútu, fékk númer Sigþóru en það var svo flókið að ég bað bara um beint samband. Móð svaraði Sigþóra í símann og heyrði: „Ertu nokkuð komin í strætó?“ „Já,“ svaraði hún en bætti sem betur fer við að hún væri alla vega komin út á stoppistöð. „Ekki fara upp í strætó!“ sagði ég. „Hver er þetta?“ spurði Sigþóra, orðin tortryggin. Mikið varð hún glöð þegar hún fattaði að hún fengi far beinustu leið á Skagann og að sjálfsögðu upp að dyrum. Grútspældur strætókarlinn missti af bráð sinni í þetta skiptið. Að vísu erum við Sigþóra báðar með kort þannig að strætó tapaði ekki fé, bara þeirri gleði að fá að keyra okkur upp á Skaga. (Á myndinni stendur Sigþóra uppi á stól í afmælinu sínu nú í vetur.)

 

Öppdeit B&B:
Taylor og BrookeStefanía er nú opinberlega „vondi karlinn“ í Boldinu. Bridget vill aldrei hitta Stefaníu framar og Eric pakkaði ofan í ferðatösku og ætlar að yfirgefa þessa hræðilegu, stjórnsömu konu sína. Enginn talar við hana lengur. Bridget hætti við að giftast Nick, gat ekki hugsað sér að ganga í heilagt hjónaband sem Stefanía hafði undirbúið. Eric gerir sér lítið fyrir og kyssir BROOKE, fyrrverandi konu sína og tengdadóttur, af ástríðu (bara til að spæla Stefaníu) og segist alltaf vera til reiðu fyrir hana. Þátturinn endaði á því að Stefanía beið eftir svari frá Ridge um það hvort hann ætlaði nú að skipta út konum, velja Brooke í stað Taylor sem hann var nýbúinn að endurnýja heitin við. Enn bólar ekkert á Amber.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég vann á fréttastofu Sjónvarpsins fyrir einum átta árum og þar var einn veggur þakinn sjónvarpsskjám sem sýndu mismunandi stöðvar. Starf mitt var þannig vaxið að ég þurfti oft að bíða á milli verkefna þar sem ég hafði ekkert að gera og horfði þá vanalega á sjónvarpið eða las blöðin. Það eina sem hægt var að horfa á í sjónvarpinu voru íslensku stöðvarnar því við höfðum ekkert hljóð og þar af leiðandi varð maður að horfa á eitthvað með texta. Bold and the Beautiful var vanalega í sjónvarpinu á þessum tíma svo tvisvar í viku sá ég þáttinn. ég tók eftir því að ég missti aldrei af neinu þótt ég horfði ekki hina þrjá dagana því stundum voru sömu atriðin í gangi á þriðjudegi og á fimmtudegi. Það sem er fyndnast er að það sem þú skrifar um í lýsingum þínum eru sömu atriðin og voru í gangi fyrir átta árum. Eini  munurinn er að börnin sem voru lítil þá eru fullorðin núna (mér skilst að þeir hafi sleppt nokkrum árum á Íslandi, eða var það hin sápan). En sem sagt, allt þetta sem þú talar um gerðist líka þegar ég sá þessa þætti. Stefanía var tík, Eric þvældi á milli Brook og Stefaníu, Ridge gat ekki valið á milli Brook og Taylor...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Gunna-Polly

þarf ekki að fara að senda herinn hans BB að' leita að Amber?

Gunna-Polly, 2.5.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Varstu ekki glöð að fá far og væntanlega fengið spennandi ferðasögur frá Hollandsfaranum! 

www.zordis.com, 2.5.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þér eruð stórkostlegur bjargvættur frú Guðríður.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Ragnheiður

laxerolia við vöðvabólgu ? Nú skil ég ekki neitt ?! Sé fyrir mér klósetthamfarir en það er líklega ekki málið

Ragnheiður , 2.5.2007 kl. 19:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þér hafið greinilega náð fullum bata fröken Guðríður

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 22:13

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er orðið mjög alvarlegt með Brooke og Steffí.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.5.2007 kl. 22:37

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Mikið er nú gott að geta komið hér inn og fylst með B&B   þetta redda því alveg að ég þarf ekki sjónvarp :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.5.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt. Alltaf jafn gaman að kíkja hér við á bloggrúntinum  ...

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2007 kl. 23:29

10 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

jahá!!  takk fyrir innlitið hjá mér, ég hef alltaf vitað að þú ert alger hetja Guðríður, að halda það út að horfa á B&B er náttúrulega hreint og beint kraftaverk (ég er ekki að grínas)  en annars þó seint sé - til hamingju með himnaríkið þitt á Akranesi - held það þurfi líka hetjur til að flytja úr borginni og líka að taka strætó og það alla þessa leið, en þetta gerir víst fólkið sem á heima fyrir utan stórborgirnar úti í hinum stóra heimi, og þetta er örugglega það sem koma skal hér, og þú ert búin að sanna að þetta er hægt.

kveðja

Ingibjörg Þ 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 2.5.2007 kl. 23:59

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko ... ég horfði aldrei á þessa þætti, skrifaði bara einu sinni um þá í algjöru djóki og lýðurinn öskraði: MEIRA!!! Því hef ég fórnað mér fyrir lesendur þessa bloggs og kveikt á sjónvarpinu klukkutíma fyrr en ella. Mig langar bara að harðbanna þeim sem horfa ekki og jafnvel hata B&B að skamma mig. Þetta er fórnfýsi, ekkert annað og ég á skilið að fá verðlaun fyrir að upplýsa fólk um það hvað gengur á hjá Forrester-fjölskyldunni. Hver veit nema upprennandi rithöfundar fái hugmyndir ... eða að einhver Jón Jónsson hætti við að skilja við konu sína til að kvænast tengdamömmu sinni ... osfrv. Þetta getur kannski bjargað fólki, hvað vitum við. Alla vega ... bannað að skamma mig eða gera grín að mér. Hver er ekki" hjólhýsapakk" inn við beinið. (þá er ég ekki að tala um fólk sem á hjólhýsi og ferðast um landið með það í eftirdragi, ég er að tala um öðruvísi hjólhýsafólk).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 06:39

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ridge er bara saklaust fórnarlamb sem neyðist til að velja á milli tveggja flottra kvenna, hann er sár út í mömmu sína fyrir stjórnsemina og velur líklega ljóshærðu eiginkonu sína fram yfir þá dökkhærðu bara til að spæla mútter. Rick, bróðir Ridge og sonur Brooke og Erics (pabba Ridge) er ekki með þessari útlensku, heldur Tómas, sonur Ridge og Taylor sem kvæntist henni á laun svo að hún fengi ríkisborgararétt. Og jú, Amber var gift Rick um tíma og þá var Tómas þá barn að aldri ... hann óx mjög hratt úr grasi og fór að deita Amber eftir að hún skildi við Rick. Vá, hvað ég er orðin klár í þessu! Allt lýðnum að þakka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:47

13 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Takk fyrir að setja inn  yfirlit yfir Boldið...hef misst af nokkrum þáttum en þetta reddaði mér..varð samt fyrir vonbrigðum með House í gær..frekar var hann nú lélegur karlinn..

Brynja Hjaltadóttir, 4.5.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 1519887

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 371
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Neil Armstrong ...
  • Gamla Grund
  • Stráksi núna

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband