Svefnsýki, notkun laxerolíu og útvaldir Keflvíkingar

Ja, hérna. Ég ákvað að leggja mig í c.a. klukkutíma í gærkvöldi áður en ég færi að vinna, horfa á Medium og ryksuga. Bað vinkonu mína um að hringja í mig um níuleytið.

Himinninn að morgni 3. maí 2007Næst vissi ég af mér klukkan 4.45 í morgun þegar ég vaknaði eldhress og útsofin. Eriddahægt? Ég er viss um að vinkona hefur hringt ...

Dreif mig bara í bað til að laga bakið, enda svaf ég í stuttum sófa sem er 1,60 m á lengd (ég er 1,70). Nú er að vita hvort laxerolían virkar vel, ég úðaði henni út í baðvatnið ... með freyðikúlunni frá lush. Olían er sko notuð útvortis!!!

Ég held að Keflvíkingar séu guðs útvalda þjóð. Himinninn hefur verið svo fallegur yfir þeim fagra stað. Nú er velþóknunin yfir álverinu ... eða nálgast það ört. Fallegir litir  ... regnbogi gerir þetta algjört æði. Sjá mynd.

Hittumst á eftir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan dag Guðríður.

Þetta sama gerðist hjá mér. Kanski er það birtan úti sem er að plata mann. Vaknaði líka um 4:45   og hef verið að dunda mér við tölvuna síðan og hlusta á útvarpið. Já víst er veðrið fallegt. Sé yfir til Akraness út um gluggann hjá mér.

Ágúst H Bjarnason, 3.5.2007 kl. 06:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skemmtileg tilviljun. Sofnaði reyndar fyrir átta í gærkvöldi, alveg óvart, og vaknaði þess vegna á þessum furðulega tíma. Þarf mína átta tíma (eða meira) því miður. 

Gaman að fylgjast með öllu vakna og furðulegt að sjá himininn yfir Reykjavík breytast svona skjótt á einum klukkutíma. Nú eru mjög dökk ský þar yfir og ég sé ekki einu sinni grilla í Esjuna. Væntanlega verður rigning eða snjókoma á leiðinni til Reykjavíkur ... Nema þetta verði allt fokið á brott (veðurskýin).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 06:32

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rétt áðan skein sólin fallega á Perluna. Nú er sólin farin og Esjan líka horfin sjónum. Svona er Ísland.

Ágúst H Bjarnason, 3.5.2007 kl. 06:35

4 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe var vakandi 4:45 enda að vinna.Það verður bullandi rigning á leiðinni.

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 06:37

5 Smámynd: Ragnheiður

hehe gott að fá að vita þetta með olíuna, hafði áhyggjur af þessu

Ragnheiður , 3.5.2007 kl. 07:45

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, olían viðist ætla að virka vel. Mér líður alla vega voða vel þótt ég hafi sofið í pínulitlum sófa og varla getað stigið í fæturna þegar ég vaknaði!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 07:54

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Hvað er þetta með 4.45 ?   rumskaði kjééllllan um það leyto líka ? var eitthvað um að ske eins og konan sagði ?  Æ Gurrí mín, þarf að fara að hafa samband

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.5.2007 kl. 01:02

8 identicon

Keflavík rúlar

geggjun (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1506042

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband