3.5.2007 | 08:36
A- eða B-manneskja, sjálfsblekking, kannabis og kynlíf
Það munaði minnstu að ég missti af strætó áðan, drakk morgunkaffið mitt í þvílíkum rólegheitum og bloggaði ... fannst samt ekki taka því að detta ofan í brjálaða vinnu í hálftíma. Þá fyrst hefði ég örugglega misst af strætó. Nú stend ég frammi fyrir einni erfiðustu ákvörðun lífs míns. Á ég að breyta mér úr B-manneskju í A-manneskju? Nú er rétti tíminn til þess ef ég kæri mig um það! Get ég fórnað kvöldunum og farið upp í rúm klukkan níu eða tíu? Vá ... þetta er erfitt.
Á leiðinni í bæinn var bara sól og blíða ... ég kann greinilega ekki að lesa í skýjafar og slíkt.
Tveir farþegar fóru út rétt hjá Húsasmiðjunni, María, króatíska Skagamærin, brosti út að eyrum, enda þurfti hún þá ekki að hlaupa í leið 18, eins og ég. Gat labbað beint í skólann þar sem hún vinnur. Ungur og fallegur maður fór út um leið og hún, vinnur líklega í Húsasmiðjunni eða átti erindi þangað. Hefði átt að biðja hann um að kaupa Cannabis, góða ilminn sem fæst þar. Það nægir að setja örfáa dropa út í vatnið í lofthreinsitækinu mitt frá Rainbow (sem Hilda systir gaf mér einu sinni jólagjöf) og himnaríki angar ... Með Cannabis-ilminum kemst maður í vímu heilbrigðrar gleði yfir öllu svo hreinu og fínu ... þegar maður lokar augunum ... dásamleg sjálfsblekking. Sjá mynd af öðru auga Guðríðar rétt áður en hún lokaði því!
-------- ---------- ----------- -------- Á Rás 2 átti að fara að tala um litlu bækurnar Íslendingar ... akkúrat á meðan ég skoppaði niður brekkuna í átt að Stórhöfða. Spælandi! Þetta eru snilldarbækur, sýnist mér, nastí og fyndnar, passa svona líka vel í handtösku eða rassvasa, enda í pínulitlu broti. Ég var hálffeimin við að lesa þetta í strætó í morgun, þvílíkar voru kynlífslýsingarnar ... úúúú ... blaðakonan og kvænti presturinn ... alþingisparið í framhjáhaldi líka, sá karlkyns með kynsjúkdóm og allt að fara til fjandans ... kosningar 12. maí og enginn má við hneyksli. Frjálslyndir komnir með frábært vopn í hendur gegn Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum. Tengist auðvitað kynlífi ... múahahahha
Þessa bók verður að lesa FYRIR kosningar!
Jæja, vinna, vinna!!!
- - - - - - - -
P.s. Úlfur og Ísak, sætustu tvíburar heims, fóru í aðgerð í gær ... í saumatökunni verða þeir svæfðir og þá á að nota tækifærið og setja rör í eyrun á þeim.
Fékk SMS jafnóðum um gengi þeirra í aðgerðinni sem var gott. Birti fljótlega myndir! Móðir þeirra á afmæli í dag, elsku krúttið! Heiðdís mín, innilega til hamingju með daginn!Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 13
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1506036
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 522
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hvað sem þú gerir mín kæra ekki fórna kvöldtímanum. Hann er bestur. Það er ekkert gaman að vera korrekt upp í háls. Batakveðju til litlu krúttlegu tvibbanna frá mér og mínum
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 12:05
kvitt
Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 12:07
Kvöldin eru best! Skæruliðar komnir í ró og MÖMMUtími framundan! (já og svo fær kanski kallinn smá athygli líka ef hann er stilltur)
Saumakonan, 3.5.2007 kl. 12:07
hmmm ég bjóst við hræðilegum játningum miðað við titilinn
halkatla, 3.5.2007 kl. 12:12
Úps, sorrí, Anna Karen ... bíddu bara, hræðilegar játningar síðar ... múahahahhaha
Já, ég held að kvöldin séu of góður tími til að eyða honum í svefn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 12:36
Ertu að reyna að ná Ellý Ármanns? Setjandi kynlíf í fyrirsögn - það eina sem selur
Hrönn Sigurðardóttir, 3.5.2007 kl. 13:20
Heheheh, það er bara ein Ellý Ármanns og mér dytti ekki í hug að reyna að apa eftir henni. Mér finnst þetta þrælskemmtilegt hjá henni og glotti alltaf út í annað þegar ég les sögurnar hennar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 13:37
Ég er B-manneskja: ég fer seint að sofa og vakna snemma ... og kúri þegar ég get! Sem stuðningsmaður kynlífs þá hlýt ég að mæla með þessum bókum, þó svo að ég hafi ekki heyrt um þær ... en ætli ég prófi þetta ekki: að setja orðið "kynlíf" í fyrirsögnina ... sjá viðbrögðin.
Eftir svona mikið tal um kynlíf, er þá ekki við hæfi að gefa þér knús og koss, dúllan mín?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:42
Mikið á mikið af miklu og góðu fólki afmæli í dag Ég er C manneskja, sofna snemma á kvöldin og get sofið út í eitt... nema þegar ég vakna í morgunspriklið mitt... til hamingju með allt saman
bara Maja..., 3.5.2007 kl. 15:02
Eina leiðin Gurrí mín til að lesa rétt í veðrið er að slátra geit og skutla innyflunum um nýskúrað gólf. Ekki hafa margir geð í sér að hugsa feitt um kynlíf eftir þannig veðurspá og þess vegna þarftu ekkert að hafa áhyggjur af því. Kynlífinu sko. Hjá mér er EKKI dagur í dag og ég er öskureið út í heilbrigðiskerfið og hvernig það er að fara illa og asnalega með gott fólk. Lesið um það hér www.gjonsson.blog.is Það er bara fínt að þetta komi í ljós FYRIR kosningarnar en EKKI EFTIR kosningar. Hvers á fólk eiginlega að gjalda??? Maður spur sig í þessu líka bullandi góðæri þarna út við sjóndeildarhringinn. Kannski að það sé ráð að slátra einni giet til viðbótar og spá aðeins í hvað er að gerast í velferðarþjóðfélginu. Þarna undir glansmuyndinni?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 15:14
Ég er algjör B manneskja, þegar ég þarf að vakna og fara til vinnu. Ef ég á frí get ég alveg vaknað snemma og notið þess að vera til. Spurning hvort maður eigi ekki að fara að skipta um vinnu, fyrst líðanin er svona? Annars sendi ég batakveðjur með hugarflugi til litlu tvíburanna!
Hugarfluga, 3.5.2007 kl. 15:18
Ég er A manneskja, vakna snemma og fer alltof seint að sofa mín kæra.
innilega bata kveðjur til elsku tvíburanna.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2007 kl. 17:21
Mér líður eins og 2 heilar vikur eftir lesturinn Full af bústi og brjóstamjólk (NOT brjóstamjólk) ....... Ég er næturhrafn og morgunhæna ... tími ekki að sofa og og og var að gera mála til að ná mér í orku! Pensillinn var gler í þetta sinnið ..... koss á allar kinnar!
www.zordis.com, 3.5.2007 kl. 19:36
Mjög gaman að lesa bloggin þín, svo hressandi ! Hvernig er annars með þessi Rainbow tæki, virka þau, er þetta ekki fok dýrt !
Kv Euroapinn
Eurovision, 3.5.2007 kl. 21:07
Fékk þetta Rainbow-dæmi í jólagjöf í hittiðfyrra, veit ekki hvort það er rosalega dýrt ... en ryksugan sjálf er víst rosalega dýr, en góð, held ég. Mín ryksuga kostaði 5.000 kall og er alveg ágæt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:16
Rraibow er náttla bara best ! engin spurning, dýrt ? það er líka dýrt að kaupa þessa fja..... ryksugupoka ;) A B C æ gott að vaka á kvöldin og enn betra að sofa svona þokkalega frameftir. skríða framúr og lesa blöðin Í RÉTTRI RÖÐ þ.e. Fréttablaðið, Blaðið og að lokum Mogginn, góður kaffibolli - FULLKOMIÐ :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.5.2007 kl. 01:09
Vá, röðin mín er MOGGINN, FRÉTTABLAÐIÐ OG BLAÐIÐ! Raða þessu eingöngu eftir aldri blaðanna. Vá, hvað maður er geðveikur ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.