Fjara í flóði og skrýtnar konur með handtöskur

FjaraAnnasamur og skemmtilegur dagur. Inga vinkona kom um fimmleytið og sótti mig og kom í heimsókn á Skagann. Gæludýrin hennar; dóttirin og hundurinn, komu með. Kubbur flúði beint upp í svefnherbergisglugga á bak við gegnsæa gardínuna (já, ég er perri) en Tommi var ekkert hræddur. Hundurinn, sem heitir Fjara, var ofsaspennt, enda elskar hún öll dýr. Geltir eins og brjáluð á alla kletta úti á landi (á Kjalarnesinu) af því að þeir líkjast dýrum ... og tryllist ef hún sér konur með handtöskur og það eru eiginlega allar konur með handtöskur! Tommi ákvað að þetta væri ekki hættulegur hundur og flæktist í kringum Fjöru án þess þó að koma of nálægt henni. Fjara fór síðan í göngutúr með dótturinni en því miður var ekki fjara á Langasandinum, heldur flóð ... hehehehhe.

Védís og GuðrúnÞegar Inga var að fara komu næstu gestir, sem ég hafði þó varað alvarlega við væntanlegri syfju ... það vaknar engin venjuleg manneskja klukkan 4.45 á morgnana og er hress um kvöldið. Þær lögðu samt í að koma og það var mjög hressandi og skemmtilegt að fá Védísi að vestan og Guðrún frá Kópavogi of oll pleisis.

Býst þó við að ég geti horft á House áður en ég sofna. Nú eru það aðþrengdu eiginkonurnar.

Arggg, ég er að breytast í A-manneskju!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Eiginlega svona 24/7 kona!  Rosalega hefur þú látið eftir þér að vakna snemma

www.zordis.com, 3.5.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það gerist þegar maður sofnar óvart fyrir átta að kvöldi ... í sófanum í öllum fötunum og rumskar ekki við síma eða neitt! Þá er hægt að vakna svona fáránlega snemma. Annars alls ekki! Ég vaki frekar til 4.45 ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áfram svona, vaka, vaka og vaka. Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 629
  • Frá upphafi: 1506028

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband