3.5.2007 | 22:46
Átján ár í Verkó!
Elsku Verkó á stórafmæli! Á horninu á Hringbraut og Hofsvallagötu bjó ég í 18 ár upp á dag! Keypti mér stærri gerðina af íbúð, þriggja herbergja mjög vel hannaða 56 fermetra á 2, 6 milljónir. Tvö stór herbergi, annað þeirra stofa og lítil rennihurð á milli. Lítið barnaherbergi, pínulítið bað og stórt og gott eldhús. Ég var svo heppin að íbúðin var næstum upprunaleg þegar ég keypti hana, reyndar hvít teppi á gólfum og upphaflegur en illa farinn gólfdúkur undir. Tók íbúðina í gegn sjö árum eftir að ég flutti inn og þá varð hún enn flottari.
Verst að myndirnar af íbúðinni sem birtust á Netinu hjá fasteignasölunni eru í vinnunni hjá mér. Skelli nokkrum inn seinna.
Ég var annar eigandi íbúðarinnar frá upphafi. Fólk sagði: Hvernig getur þú búið í svona lítilli íbúð og það með barn? Well, hjónin sem bjuggu þarna á undan mér áttu fimm börn og að auki fósturdóttur yfir vetrartímann, frænku sem gekk í skóla í borginni. Það rættist vel úr þeim öllum og þau virtust ekkert vera krumpuð af þrengslum. Ekki erum við krumpuð, ég og erfðaprinsinn, ekkert alvarlega.
Á örfáum árum dóu allir hinir íbúarnir, enda orðnir aldraðir, og þá breyttist margt. Þegar ég flutti inn hafði hver íbúð þvottahúsið aðeins eina viku í mánuði (ég flutti inn 1988 ...) og lauk þeirri viku með því að sameignin var þrifin af viðkomandi. Samt var hver íbúi með eigin þvottavél. Þvoði úti í bæ á tímabili. Í Portinu, sem flotti garðurinn (læstur á nóttunni) var kallaður, voru snúrustaurar þannig að hægt var að viðra sængur og þurrka þvott ... en ég saknaði þess stundum að hafa engar svalir.
Einhvern veginn var ég viss um að ég myndi búa þarna til æviloka ... en þá sá ég himnaríki auglýst og skoðaði upp á grín. Þegar ég frétti svo að strætó ætti að fara að ganga á milli Akraness og Reykjavíkur var það ekki spurning. Íbúðin á Hringbrautinni hafði hækkað mikið í verði (og lánin líka) og ég fékk tæpar 15 millur fyrir hana í fyrra. Ögn meira en ég þurfti að borga fyrir himnaríki sem er þó meira en helmingi stærra og stendur þar að auki við sjóinn. Ég sakna samt alltaf Hringbrautarinnar svolítið ... sérstaklega nágrannanna, húsformannsins (Kristínar) og elsku Kjötborgar í næsta nágrenni. Það slær á söknuðinn að hafa tvennar svalir, geðveikt útsýni, rólegheit og svo eru ansi góðir grannar hér líka.
Verkó, til hamingju með afmælið!
75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 627
- Frá upphafi: 1506026
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Elska mín ég bjó þarna rétt hjá ég átti heima á framnesvegi ----- ég átti vinkonu sem átti heima í verkó ég kom offt til hennar þar var allt svo fínt mér þykir mjög vænt um þenna stað.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2007 kl. 23:44
Ég verð líka að blogga almennilega um verkó. Geri það núna. Ég elska þennan stað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 00:13
Alltaf dulítið grunsamlegt hvað allir íbúar hússins "dóu" fljótlega eftir komu þína í húsið....
P.s. Talandi um krumpur - ætli spegillinn sé lélegur í Himnaríki....
Jónsi (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 02:36
Skarpur, Jónsi, þú ert sá eini sem hefur fattað þetta með dauðsföllin ... Usssss!
P.s. Spegillinn er ekki lélegur í himnaríki!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 07:52
Ég held það sé varla spurning með Kjalarnesið ef þessa lesningu! ( skoðaði íbúð þar á dögunum) Hm..ég bjó í 40 fm. íbúð með barn og kött ..og gekk það bara fínt. Var karlalaus á þessum árum enda bauð íbúðin ekki upp á slíkt.
Ester Júlía, 4.5.2007 kl. 08:06
Ertu að hugsa um að koma í nágrennið? Það væri nú gaman. Styttra fyrir þig að koma í afmælin mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 08:39
Þau( afmælin) eru NÆG ástæða til að ég flytji ...slurp .. Já Kjalarnesið heillar mig soldið, og ekki síst verðið á íbúðunum þar!.. Skoðaði geggjað parhús með stórum garði ( fyrir dýrin) og palli (fyrir sólþyrstu mig) ..geggjað útsýni ..en það sem stoppar mig er vegalengdin sem er í raun voða lítil, var í korter að keyra úr grafarvoginum.
En maður skýst ekkert heim í hádeginu sko.
Ester Júlía, 4.5.2007 kl. 08:48
Sem strætófarþegi hef ég aldrei getað skotist heim í hádeginu ... ekki nema þegar vinnustaðurinn hefur verið í göngufæri. Held að þú munir ekki sjá eftir því að flytja á rólegri stað. Hjón sem ég þekki búa þarna og eru alsæl með dýrin sín og dæturnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 08:55
Er til rólegri staður en Grafarvogurinn? ...
Þegar ég var bíllaus var ég yfirleitt svo heppin að búa í göngufæri við vinnustaðinn. Reyndar hef ég búið langt frá vinnustaðnum líka, þannig að ég þurfti að taka tvo strætóa. Og þá skaust maður sko ekkert heim í hádeginu . Ég held einmitt eins og þú segir að maður muni ekkert sjá eftir því að flytja , það er hægt að láta sér líða vel allsstaðar. Svo ég tali nú ekki um í náttúrunni..fjöruferðinar og fjallgöngurnar með hundinn...sé þetta alveg í hyllingum. Og svo kemur hesthúsið og hestarnir og .. ég enda sem bóndi, hef alltaf sagt það!
Ester Júlía, 4.5.2007 kl. 09:13
Ummmm, hljómar dásamlega, bóndinn minn!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.