4.5.2007 | 22:47
Varið ykkur á fornleifafræðingum
Þótt ég sé í opinberu stríði við veðurfræðinga vegna kuldakastsins sem þeir kölluðu hitabylgju á dögunum hef ég svo sem ekkert út á fornleifafræðinga að setja þótt ég ætli að deila með ykkur dagsannri sögu af því þegar ég átti í nánu sambandi við einn slíkan.
Þegar ég kynntist fornleifafræðingnum mínum fann ég fljótlega að honum þótti ég eiginlega of ung. Samt vorum við á sama aldri. Eftir að við byrjuðum saman rýndi hann stundum í andlit mitt og sagði mig of barnalega af þrítugri konu að vera. Eðlilegar konur væru komnar með fleiri árhringi. Fyrst hélt ég að þetta væri öfugsnúið hrós en svo áttaði ég mig á því að honum var rammasta alvara. Með því að sofa lítið og hætta að nota dýr andlitskrem fann ég að ást hans á mér jókst. Mér fannst alveg magnað að hann væri ekki á eftir mér vegna útlitsins, eins og aðrir menn. Vinkonur mínar dauðöfunduðu mig af honum.
Mamma kom oft í mat til okkar og hann var mjög ljúfur og góður við hana. Mér þótti vænt um það til að byrja með en svo varð hann of ástúðlegur við hana. Hann sagði að hún liti út eins og þrítug kona ætti að gera og horfði þýðingarmiklu augnaráði á mig. Mamma var að sleppa sér af gleði og ég varð að grípa til róttækra aðgerða svo að hann yrði ekki stjúpfaðir minn.
Næst þegar hann heimtaði að ég byði mömmu í mat hringdi ég í hana og sagði að við værum komin á hráfæði og borðuðum kjúklinga-sushi í hvert mál. Vildi hún koma og borða með okkur? Hún vildi það ekki.
Fornleifafræðingurinn var ekki mjög virkur elskhugi. Kvöldunum fannst honum best eytt í að fitla við antíkdótið mitt sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.
Eitt kvöldið fékk ég eina af snjöllu hugmyndunum mínum. Ég fór í ísjökulkalt bað í tíu mínútur, vafði síðan sárabindum utan um mig og lagðist grafkyrr í rúmið. Þetta virkaði ótrúlega vel og hann varð eiginlega alveg óður.
Nokkrum dögum síðar þegar ég lá á sjúkrahúsi með heiftarlega lungnabólgu kom hann í dyrnar á sjúkrastofunni og hélt á blómvendi. Augnaráð hans var undarlega reikult. Hann kastaði á mig kveðju en í stað þess að koma inn á stofuna sneri hann við og ég sá síðast til hans þegar hann rauk eftir ganginum og afhenti krúttlegri konu sem studdist við göngugrind blómin. Lyflæknisdeildin var á sama gangi og ellideildin, ég hefði átt að sjá þetta fyrir.
Hann sagði mér nokkru síðar, þegar við hittumst fyrir tilviljun á Hringbrautinni, að sambandið við mig hefði bara verið djörf tilraun, hann hefði langað til að prófa eina unga og svo hafi hann líka gælt við þá hugmynd að kvænast mér til að geta haft af mér helming antíkmuna minna.
Ég vara við fornleifafræðingum.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sko, fyrst...mér finnst veðrið búið að vera ÆÐI. Yndislegt vorveður. En kannski vegna þess að ég horfi ekki á veðurfréttir og veit því ekki hverju var búið að lofa...
Ómægod, já, eins gott að varast fornleifafræðinga...!!! Greinilega stórhætturlegur *þjóð*-flokkur á ferð þarna!!
SigrúnSveitó, 4.5.2007 kl. 22:57
Ææ, hélt að þetta væri þín náttúrulega fegurð - á ekki að fara að vefja utan af sér?
P.s. Þú hefur náttúrulega ætlað að vefja manngreyinu um fingur þér....
Jónsi (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:21
Hef þetta í huga Gurrí. Er að fara á grímuball á morgun, ef ég sé fornleifafræðing mun ég hlaupa hratt í hina áttina !
Svava S. Steinars, 5.5.2007 kl. 00:05
Gangi þér vel að forðast þá ... í hvernig grímubúningi ætlar þú?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 00:45
Ég hef alltaf verið smá svag fyrir fornleifafræðingum. Er andlegur hrumi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 01:00
ja, nú veistu hvernig þeir eru ... þú ert allt of ung fyrir þá! Bíddu í 30 ár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 01:04
stórhættulegir þessir fornleifafræðingar
Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 09:44
Ég verð brúður Frankensteins
Svava S. Steinars, 5.5.2007 kl. 09:56
Takk fyrir þetta! Hef líka verið í kuldakasti en mér hlýnaði við þennan góða hlátur! Fornleifafræðingar semsagt algert nónó svona framyfir sextugt , skal muna það.
Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 03:15
Ég skal forðast þá eins og heitan eld, en ég hef aldrei komist í kynni við svona gæja. Ég sé það að þú reyndir allt til þess að eldast nógu mikið fyrir hann, kannski áttu eftir að hitta hann eftir tuttugu ár, who knows, kannski verðurðu þá nógu gömul fyrir hann...
Bertha Sigmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.