Vökuskylda, skyndibitasukk og sögnin að þaga ...

Kaffi við syfjuHeld að ég geti ekki orðið A-manneskja. Mér finnst það beinlínis skylda mín að vaka lengi í kvöld þar sem ég þarf ekki að vakna kl. 6.15 í fyrramálið. Sterkt kaffi virkar vel á geispa.

Ég vann til sex í dag, enda langur föstudagur, eins og alltaf. Fékk ég ekki hringingu frá Ellýju sem var stödd í bænum og vildi ekki fara heim nema taka mig með.

Við komu á Skagann fengum við okkur Subway, kafbát mánaðarins, nema við slepptum öllu kjöti (pylsum og dóti). Í eftirmat: Latte í Skrúðgarðinum. Aldeilis lifnaður á okkur. Hún barnlaus og ég með gamla ketti sem gera litlar kröfur til mín.  

HúsbandiðGræna kortið mitt rann út í gær en ég komst samt allra minna ferða með það í morgun. Held að það sé heiðarlegi svipurinn sem blekkti bílstjórana og líka það að ég hafði ekki hugmynd um að það væri útrunnið, rak augun í það í kvöld. Ég róaði samviskuna með því að minna mig á fjögurra daga notkunarleysi á kortinu þegar ég lá heima í þursabiti á dögunum.

 

Séð á Skjánum í gærkvöldi:

Þá verður House að ÞAGA yfir leyndarmáli.“ Síðan hvenær hætti maður að ÞEGJA yfir leyndarmáli? Hmmmm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe gaman að brjóta af sér án þess að vita það (gr.kortið)þá kemst kona upp með það.  Hásið rofl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gvöð hvað ég skil þig. Finnst nebblega það sama. Alls ekki í rúmið því það er ekki vinna á morgun. Vandamálið hjá mér er samt að sá einhverfi vaknar alltaf jafn snemma. Honum er nokk sama hvort það eru páskar, laugardagur, 1. maí, starfsdagur kennara eða kosningar. Hann bara vaknar viðurstyggilega sneeeemma aaaaaaaaaalla daga. En það er samt skárra að vakna með honum og mega líta út eins og uppvakningur og þurfa ekki að sparsla í andlitið á sér kl. 7.30 að morgni eins og maður gerir nú venjulega áður en haldið er til vinnu.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 01:25

3 identicon

Ætli það sé ekki kominn háttatími hjá mér? Ég dottandi yfir lélegri hryllingsmynd áðan, eftir að hafa hringt góða nótt í Veigu mína ... en svo þegar ég færi mig yfir í svefnherbergið (þar sem tölvan er) þá er freistandi að kíkja eilítið fyrir svefninn ... og viti menn: Elsku Gurrí dúlla búin að kommenta hjá mér ásamt Ester ... yndislegt!

Sjálfur er ég að fara á bókasafnið á morgun, þar sem ég verð með skoðunarferðir á safninu kl. 2, 3 og 4 um daginn. Einnig ætlar Silla vinkona að baka fyrir mig (fyrir mánudaginn - þar sem hefð er fyrir því að afmælisbörn komi með tertur og gotterí í vinnuna) og í fyrramálið fer ég með þeirri fjölskyldu að versla inn efnið í kökurnar. Eina spurningin sem leikur á mínum vörum núna er: Hversu nákvæmur ætti túrinn að vera hjá mér á morgun, og hversu margir ætli komi í hvern túr? (þetta er sko partur af safnadeginum mikla ... )

Vá, hvað ég get blaðrað mikið svona fyrir svefninn - það er bara gott. Kemst að því eftir smástund hvort uppáhaldsliðið mitt í Amazing Race hafi komist í topp-3 (sko, ég er með upptökur af seríu 11, en hér á landi er einungis búið að sýna seríu 9 ... )

Góða nótt og knúskoss til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:40

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Doddi, hvert er uppáhaldsliðið þitt í Amazing race? Og er sería 11 hið svo kallaða 'All star' sem verið er að sýna úti núna? Eða kannski frá því í fyrra?

Gurrí, er A manneskja morgunmanneskja? Ég er alltaf að sjá vísað í A-manneskjur og þvíumlíkt en veit ekkert fyrir hvað það stendur.

Ah, House. Hann er góður. Verst er að hér hjá mér er sá þáttur sýndur á sama tíma og Veronica Mars, sem mér finnst með bestu þáttum sem komið hafa í sjónvarpið. Elska húmorinn. Og Law an Order, Special Victims Unit er líka á sama tíma. Þriðjudagskvöldin eru alltof góð. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.5.2007 kl. 06:20

5 Smámynd: www.zordis.com

Buenos días querida .... Ég vakti eins lengi og ég gat í gær en lét undan þegar Óli kom og skvetti yfir mig svefnrykinu ..... Komin með kaffi og kanski annan, vaknaði snemma og ætla að njóta hans! 

www.zordis.com, 5.5.2007 kl. 08:10

6 Smámynd: Ólafur fannberg

græna kortið runnið út skamm

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, frú Kristín ... A -manneskja er sú sem vaknar snemma á morgnana og líður eins og fólkinu í kornflexauglýsingunum ... B -manneskja er miklu æðislegri ... hún fer seint að sofa og gengur verr að vakna! Svo á ég vinkonu sem er c-manneskja, man bara ekki alveg lýsinguna.

DODDI ... kanntu ekki að baka, strákur? Elskar Veiga þig samt? Ertu kannski betri í matargerðinni? Ég er snillingur í að baka en þyrfti að næla mér í mann sem kann að elda.

Úff, lét klukkuna vekja mig kl. 9.30 ... allt of snemmt á laugardegi en það er ýmislegt fram undan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 09:46

8 identicon

Ég elska að elda, Gurrí - án gríns! Ég elska að elda! Og ég er mjög fjölhæfur og góður kokkur. Minntu mig á að elda einhvern tíma lambakjöt í spínat og apríkósusósu fyrir þig (uppskrift úr Afródítu bók Allendes... ) eða grjónagraut ... eða kjúkling piri piri ... eða pasta og grænmeti í rjómasósu ... - ég skal lofa þér því að ég er góður kokkur

Kristín : í byrjun hverrar seríu vel ég mér tvö lið til að halda með. Í tíundu seríu lentu þessi lið í 4. og 1. sæti. Í elleftu seríu (sem er verið að sýna núna og heitir all star, já) er aðeins eitt þessara liða eftir og er í þriggja liða kapphlaupi. Úrslitin eru sýnd úti á sunnudag, sem þýðir að ég fæ þáttinn á þriðjudag hingað og þá verður gaman ... ég held sem sagt með fegurðardrottningunum!  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:52

9 identicon

Og já ... ég gleymdi víst að segja Gurrí, að ég er ekki eins fjölhæfur bakari ... því miður. Silla kann þetta og finnst gaman - lucky me!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:53

10 identicon

Úff - minn einasti. Vonandi hræðir bleika andlitið mitt þig ekki svona þrisvar í röð, en jú jú ... auðvitað elskar Veiga mig þrátt fyrir bakstursleysið

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:55

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þótt það væri 100 sinnum sem andlit þitt kæmi upp ... heheheh. Það hlaut að vera að þú værir góður kokkur, annað hvort kann fólk að baka eða elda ... eða hvorttveggja eða hvorugt! Heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 09:59

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fegurðardrottningunum, Doddi? En þær eru algjörar tíkur? ....Ekki það að það sé neinn skemmtilegur eftir. Líklega munu þær vinna þetta. Ég hélt í raun aldrei með neinum í þessarri seríu. Fannst enginn þess virði. Hataði Rob og Amber og var ákaflega fegin þegar þau duttu út (skil samt ekki hvernig það gerðist).

Takk Gurrí. C-manneskja er sjálfsagt sú sem fer snemma að sofa en á samt erfitt með að vakna!!!!! Stundum er ég þannig. Vil helst sofa í tíu tíma. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.5.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 670
  • Frá upphafi: 1506023

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 543
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband