Beðið eftir afmæli

KringlanRúmur hálftími þar til strætó fer í bæinn. Í rauninni er það ekki sniðugt að þurfa að fara kl. 11.27 ef halda á í afmæli kl. 15, bíó kl. 16 eða eitthvað. Næsta ferð er síðan ekki fyrr en 15.27, það er frekar langt hlé svo vægt sé orðað. Ég er að hugsa um að hangsa bara í Kringlunni ... pakka inn gjöfinni hennar Hönnu, kaupa kort og slíkt. Plata svo Hildu, henni er boðið í afmælið líka, til að ná í mig þangað. Æi, vil samt ekki kvarta yfir strætó, allt tilkomu hans að þakka að ég gat flutt í himnaríki! Strrrætó ... ég eslllggga þig!

Ég er nýböðuð og þarf að fara að finna mér föt, skella mér svo í bomsurnar og rjúka í strætó. Taka skemmtilegt lesefni með, það er líka hægt að lesa í Kaffitári.

Ætla að muna eftir myndavélinni og skella myndum inn á eftir. Foreldrar afmælisbarnsins skutla einum gestinum upp í Borgarnes eftir afmælið og mér heim í leiðinni. Getur það verið betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má alveg gagnrýna þá sem maður elskar! Njóttu dagsins mín kæra

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mmm.. þetta hljómar eitthvað svo næs. Dúlla sér í Kringlunni, fá sér góðan kaffibolla á Kaffitári (eitthvað sem ég get nú farið að gera eftir að hafa hætt að reykja. Nennti aldrei að setjast á kaffihús þar sem ég gat ekki reykt.) Eigðu góðan dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott í dag Gurri mín og hafðu það gott, njóttu þess að fá þér kaffi í kringlunni.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:50

6 Smámynd: www.zordis.com

Væri til í að tylla mér með þér, sötra rjúkandi kaffi og borða súkkulaðihúðaðar kaffibaunir!  ........................... Góða skemmtun og veislu!

www.zordis.com, 5.5.2007 kl. 15:43

7 Smámynd: Ólafur fannberg

góða skemmtun gamla

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 16:08

8 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert alltaf svo jákvæð og yndisleg. Kemur með svo notalega vinkla á allt. Allt í einu finnst mér hugmyndin um strætó orðin rómantísk ... ég sem hef ekki farið í strætó í áratug eða meira og fannst lítið til þess koma.

Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 17:21

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já segðu Hugarfluga...meira að segja að norpa í strætóskýli..ég ætla rétt að vina að það séu strætóskýli þarna á skaganum...í skitakulda og rúlla niður brekkur og hlusta á Bylgjuna meða fokið er út fyrir veg á Kjalarnesinu hljómar meira að segja eins og einhver dýrðardraumur. Ef þetta er ekki kallað að hrífa aðra með sér veit ég ekki hvað. Gurrí þú yrðir frábær Heilbrigðisráðherra..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég vil verða heilbrigðisráðherra. Ég myndi sjá til þess að konur sem leggjast inn á Kvennadeildina þurfi ekki að sprauta sig sjálfar fyrir aðgerðir, láta hækka laun í heilbrigðiskerfinu, niðurgreiða lyf og bara spreða og spreða í þetta langsvelta heilbrigðiskerfi okkar. Þá getum við talað um velferðarþjóðfélag! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 1200
  • Frá upphafi: 1502842

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1001
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband