5.5.2007 | 21:53
Lottóvinningur, tvær veislur og ritstíflulosandi styttan
Guðdómlegur dagur frá A til Ö. Steig upp í strætó í góðu veðri á Skaganum og út úr honum í allt öðru veðurbelti ... í roki og rigningu! Næsti sem segir að það sé alltaf rok á Skaganum verður kýldur.
Byrjaði á því að kaupa mér lottómiða í Kringlunni og tékkaði á því í leiðinni hvort ég hefði fengið vinning á gamlan miða. Jú, jú, ég hafði unnið 360 krónur. Til að halda upp á það fór ég í snyrtivörubúð og keypti mér kellingadót fyrir 12.000 kall! Allt algjörlega ómissandi! Ég fékk dúndurþjónustu frá konunum í Hygeu og var máluð svo flott af snyrtifræðingi búðarinnar að ég sló öllum við í fegurð í afmæli Hönnu og það var ekkert áhlaupaverk.
Hilda sótti mig rétt fyrir þrjú í Kringluna, áður hafði ég keypt tvær baðbombur (í lush) handa mömmu en hún á afmæli í dag! Klara bloggvinur afgreiddi mig og pakkaði þeim rosaflott inn. Hún lofaði að fara að blogga aftur. Moggabloggið hefur ekki verið samt eftir að hún tók pásu.
Veisla Hönnu var sjúklega flott, eins og sést á myndinni, og þrátt fyrir að afmæliskakan hafi verið með hnetum og jarðarberjatertan með döðlum eyðilagði það ekki gleði mína. Bakarinn var beðinn um að gera flotta og góða afmælistertu, engin skilyrði sett ... Anna lofaði mér því að segja honum á mánudagsmorguninn að einn gesturinn (ég) hefði látist í veislunni vegna hnetuofnæmis. Það þarf að passa upp á þessa bakara! Ég fór samt og fyllti diskinn minn þrisvar, svo mikið úrval var af tertum. Óli, bróðir afmælisbarnsins, 28 ára, bakaði heilan helling en hann er svona karlmaður sem hefur hendur.
Síðan fórum við Hilda í afmælið til mömmu og ég laug því blákalt að ég hefði borðað voða lítið í hinu afmælinu. Gat því borðað snittur og jarðarberjatertu mínus döðlur af bestu lyst.
Áður en ég kvaddi Hönnu afhenti hún mér styttuna góðu frá Búdapest, þessa af óþekkta rithöfundinum ... maður snertir pennann sem hann heldur á og ritstíflan hverfur. Ómissandi fyrir blaðamenn! Ef þessi færsla verður fáránlega löng er það allt styttunni að kenna. Hanna ætlar að kaupa svona styttu fyrir Katrínu Snæhólm fljótlega. Þegar ég heimsæki Katrínu og kó næst kem ég færandi hendi. Þetta er stór og þung stytta, ég hélt að hún væri MIKLU minni!
Svo fékk ég far með Hönnu og ömmu hennar, Þórunni, á Skagann. Þær kíktu aðeins inn og þáðu ... vatnssopa en hvorug drekkur kaffi.
Svona eiga Formúlulausir laugardagar að vera. Næsta laugardag verður reyndar allt vitlaust. Kosningar, Formúlutímatökur, Landsbankadeildin, Evróvisjón, kosningakvöld ... nokkurn veginn í þessari röð.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 10
- Sl. sólarhring: 301
- Sl. viku: 1200
- Frá upphafi: 1502842
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1001
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Vó, vó kona þú heldur áfram að ofsækja í mér bragðlaukana. Ég bókstaflega slefa. Bara 12.000 karl í Hygeu (já ég er að segja að þú sért nísk)?
Takk fyrir færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 22:11
Keli, minntu mig á að kýla þig í klessu næst þegar ég sé þig ... heheheheh!
Ertu að meina þetta, Jenný? Ég mun ekki kaupa snyrtivörur í ár að minnsta kosti eftir þetta eyðslusukk.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 22:12
Var að lesa að einhver hefði fengið 21 milljón í lottóvinning og strax og ég sá fyrirsögnina á blogginu þínu var ég viss um að það hefði verið þú og myndir að því tilefni halda tvær risaveislur fyrir bloggvini þína
Björg K. Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 22:21
gurrí mín ég bíð óendanlega spennt eftir styttunni góðu svo ég geti farið að skrifa heimsbókmenntir. Það bíða svona 17 bindi í kollinum á mér og ef ég fer ekki að gera eitthvað róttækt við þessari stíflu.. og nei ég vil ekki heyra neitt um öll góðu ráðin þín með þessa laxerólíu þína...þá gleymi ég þessum bókum bara og þær eyðast upp áður en þær verða að nokkru!!! Eru þetta flatkökur með hangiketi þarna á veilsuborðinu??? Gossshhh..hvað mig langar í flatköku með hangiketi!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 22:29
Þegar ég kem út til þín, Katrín mikla, mun ég taka flatkökur og hangikjöt með, æ promisss!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 22:49
Slef slef. Bannað að birta svona myndir. Þakka almættinu fyrir að ég er sjálf að fara í afmælisveislu á morgun. Læt mér því nægja rauðvínssopann núna. Til hamingju með mömmu.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.