Ísak og Úlfur búnir í aðgerð 2

Ísak og Úlfur fyrir aðgerð 2Nú eru elsku litlu rúsínurassgötin hennar frænku sinnar búnir í aðgerð númer 2.

Læknirinn fékk hálfgerðar skammir fyrir að vera í næstum þrjá klukkutíma með hvorn strák. Hann tók það ekki nærri sér, vanda þarf til slíkra verka ... en ég hefði þó ekki viljað vera í sporum litla, svanga drengsins sem þurfti að bíða í sex tíma eftir að komast í sína aðgerð.

 

Ísak og Úlfur.

Eftir aðgerð 2 Ísak

Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel, Hilda kíkti til þeirra í dag á meðan ég lufsaðist um í Kringlunni. Þeir eru með spelkur á höndunum og skilja ekkert í því hvers vegna þeir geta ekki hreyft sig. Ísak fékk sýkingu í augað og Úlfur er með níu kommur, verður lagður inn aftur ef hitinn fer í 38. Foreldrarnir hafa haft í nógu að snúast.

Eftir aðgerð 2 ÚlfurHeiðdís tók myndir fyrir og eftir sem ég rændi miskunnarlaust af síðu tvíbbanna. Ísak er til hægri.

Mikið ofboðslega þykir mér vænt um þessa stráka. Ég verð örugglega frábær amma þegar ég kemst á aldur. Ég er búin að semja við erfðaprinsinn um að gera mig að ömmu þegar Madonna verður amma. Við getum þá fylgst að, jafnöldrurnar. Þangað til mun ég dekra við þessa dásamlegu drengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku litlu saklausu rúsínurnar.  Mikið á þá lagt og foreldrana líka.  Hlýtur að hafa verið hryllilegt fyrir þá að geta ekki gefið drengnum vott né þurrt í heila 6 tíma OMG

Þeir eru hryllilega fallegir þessar elskur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þrátt fyrir að vera bólgnir og hálfslappir eftir svæfinguna eru þeir samt æðislegir! Hvernig verða þeir svo eftir nokkra daga? Úhú, mikið hlakka ég til! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já þetta hlýtur að taka á, en þessir klukkutímar hjá lækninum eiga líka ábyggilega eftir að auðvelda þeim lífið síðar meir. Frábært að sjá hvað litlu munnarnir eru að verða eðlilegir. Sætir strákar. Vona að þetta gangi allt vel áfram

Hólmgeir Karlsson, 5.5.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ en yndislegir litlu kútarnir. Mikið lagt á þessa litlu fjölskyldu en þetta fer allt ljæomandi vel. Og Gurrí mín....þú ert örugglega alveg frábærlega fín frænka.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

segi eins og Hólmgeir - frábært að sjá breytinguna, þrátt fyrir að þetta sé erfitt núna kemur þetta til með að auðvelda þeim lífið seinna meir.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta lítur strax rosalega vel út og verður nottlega ennþá betra eftir mánuð. Gott að þetta er að baki. Auðvitað bara í bili.. eða hvað? Á eftir að loka gómunum eða var það gert um leið?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 23:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að þeir fari í nokkrar aðgerðir til viðbótar, þá síðustu kannski nokkurra ára gamlir. Skal tékka á því. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 23:54

8 Smámynd: Ragnheiður

Endalaust sætastir snúðarnir hennar frænku sinnar. Mig minnir að þetta séu nokkrar aðgerðir sem þarf til að laga þetta en endirinn verður sá að þetta sést varla þegar upp er staðið.

Ragnheiður , 6.5.2007 kl. 00:06

9 Smámynd: www.zordis.com

Rosalega duglegir þessir undursömu englar!  Maður fær tilfinningatár í sálina að sjá þessar elskur!  Vandasamar aðgerðir sem eru vissulega þess virði   Knús í tætlur.

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 08:33

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Guð minn góður, hvað þeir eru fallegir og duglegir. Þetta hlýtur að vera þvílíkt erfitt fyrir foreldrana, en gott að vita að þeir eiga ekki eftir að muna eftir þessu þegar þeir eldast. Það er mikið lagt á sumt okkar, en hvað þeir eru heppnir að eiga þig að, ég veit að þú ert góð frænka. Ég bið fyrir batakveðjum til þeirra og langar mig til þess að kyssa þá og knúsa, þeir eru svo sætir

Bertha Sigmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 17:43

11 identicon

Hæhæ, bara að svara spurningu hér að ofan, þá verður gómnum lokað í haust. Nánari dagsetningu fæ ég í lok mánaðar, þegar það er eftirskoðun hjá hinum góða lækni okkar honum Ólafi Einars.Ólafur var kannski ekki alveg að skera þá í 3 kl.tíma hvorn, en svæfingin og það sem er í kringum það tekur lengstan tíma enda vandaverk að svæfa lítil börn svo vel fari;) En sá tími sem hefði átt að fara í að skera þá var samt lengra en þessi normal tímamörk eru, en það er svo sem þekkt hjá honum að hann setji frekar metnað í að vera vandvirkur m. afbrigðum, tekur þá sinn tíma í að teikna og "mæla"  litlu andlitin svo allt verði sem best verður á kosið í þessu batteríi öllu saman í aðgerðinni, heldur en að vera snöggur og gera þetta bara á e-n máta. Svo ég hrósi þessum yndislega manni aðeins, þá er hann sannur mannvinur og afskaplega góður við foreldra barnanna sem hann er að hjálpa, en bestur samt við börnin sjálf- bara eins og hálfgerður afi bara:)Svo má náttúrlega ekki gleyma því að hann er snillingur á sínu sviði og afar vandvirkur.. Ég skal setja hér link fyrir neðan ef þið hafið áhuga á að sjá það sem hann hefur gert, ef þið skrollið alveg niður síðuna þá birtast fyrir/eftir myndir af barni sem hann var að skera:

http://www.lytalaeknir.is/laknirinn.html

Kærar kveðjur og takk fyrir hlý og góð orð í okkar garð.. Það gleður alltaf móðurhjartað að heyra ungunum mínum hrósað

H. 

Heiðdís A. (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:27

12 identicon

Gaman að fá ábendingu um bloggið þitt - greinilega ansi stolt frænka hér á ferð, skiljanlega ... þeir bræður eru guðdómlegir :)

Aðgerðirnar eru misjafnar eftir stærð og gerð hvers skarðs.  En þeir bræður, líkt og minn stúfur, verða í aðgerðum vel fram undir unglingsárin.

Hafið það sem allra best!

mbk.Ásta (skarðabarna-mamma)

Ásta (skarðamamma) (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 327
  • Sl. sólarhring: 361
  • Sl. viku: 1553
  • Frá upphafi: 1502829

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 1295
  • Gestir í dag: 279
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband