Aðrir tvíburar, Poppi, Bogabætur og fjólublátt haf

Þessi blessaða stytta sem Hanna gaf mér hefur ótrúleg áhrif. Mín bíður guðdómleg bók, upphitað rúm (sem kettirnir hafa legið á) en samt sit ég hér og blogga.

Flaskan og PoppiÉg tók nokkrar myndir heima hjá mömmu afmælisbarni í dag en ég fylltist fortíðarþrá (þrá?) þegar ég sá í einu horninu apann Poppa og stóru glerflöskuna sem Bogi frá Hrísdal málaði handa mömmu. Poppi var formlega nefndur þessu nafni eftir að hann var settur ofan á stóra pottinn hennar mömmu til að pottlokið lyftist ekki af þegar hún poppaði í risaskömmtum ... Held að hönnuðurinn hefði ekki orðið hress hefði hann vitað um þessa notkun fína designer-apans sem er búinn að missa aðra höndina þar til mamma kemst í búð til að kaupa trélím.

Hadda og mamma

 

Glerflaskan (risastóri vasinn) er líka dásamleg en Bogi frá Hrísdal (bjó á Skaganum í denn) fékk sér stundum (oft) í glas og hvekkti móður mína eitthvað einu sinni, man ekki hvernig. Til að bæta fyrir það mætti hann auðmjúkur og færði henni þennan frábæra grip sem hann hafði málað fjórar myndir á.

 
Svo sá ég gamla mynd af mömmu og Höddu, tvíburasystur hennar. Mamma er til hægri.

Myndatökur hafa nú örugglega ekki verið algengar um miðjan fjórða áratug síðustu aldar hjá barnmörgum fjölskyldum sem börðust í bökkum. 

Myndirnar stækka ef tvíklikkað er á þær. 

 

Tommi og fjólublár sjórGleðin allsráðandi þrátt fyrir allt!Nú er kominn sá árstími þegar sjórinn fyrir utan getur orðið fjólublár. Náði mynd af Tomma í glugganum í bókaherberginu en hann horfði heillaður út á sjó, eins og ég. Þvílík dýrð.

Jæja, er hætt að blogga þangað til á morgun.

 

Úps, það fór alveg óvart inn mynd af Úlfi og mömmu hans sem tekin var daginn eftir aðgerðina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

án fortíðar væri engin framtíð

Gunna-Polly, 6.5.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir það oft gaman að rifja upp fortíðina.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2007 kl. 10:56

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góðar minningar eru gull og eitthvað sem enginn tekur frá manni. Gleymum samt aldrei að fortíðin er saga og framtíðin er gjöf  ..

Verð að vekja athygli þína á þessari færslu. Finnst eins og hún vinkona þín megi til að sjá þetta  ..
http://hk.blog.is/blog/hk/entry/199525/

Hólmgeir Karlsson, 6.5.2007 kl. 11:46

4 identicon

Djísús Kræst, apalufsa, gamalt glerrusl og myndir sem sýna hvað viðkomandi var halló á síðustu öld skreytt með gömlukonuspjalli um  gluggaútýni  Er ekki kominn tími á almennilega færslu eins og allir almennilegir bloggarar gera!!! Krassandi kynlífspistlar um nánustu vini og ættingja er það sem blívur í dag eftir því sem fréttir segja.

P.s Þú ert víst frekar ættstór er það ekki...?

Jónsi (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þá veit maður nú hvað Jónsi vill lesa hehehehehe  en án fortíðar værum við ekkert, eða hvað ?   

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.5.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skil ekkert í Jónsa, færslurnar mínar eru gegnsósa kynlífi, eins og allir vita. Það þarf bara greind í meðallagi til að geta lesið á milli línanna. Múahahahhaha ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 18:30

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndisleg færslaþ

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506001

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband