Barnfóstun í þrjá tíma

Börnin hennar SigrúnarÞvílíkur dagur. Hann hófst á því að ég drakk fimm hrá egg í morgunverð, hljóp upp og niður kirkjutröppurnar á Akureyri og gerði nokkrar armbeygjur. Tók vítamínbústkúr á Heilsuhælinu í Hveragerði, fékk stólpípumeðferð hjá Jónínu og fór á jóganámskeið hjá Guðjóni Bergmann í innhverfri íhugun. Síðan kynntist ég sjálfinu mínu með því að taka nokkra sundspretti í sjónum við Langasandinn.  

 Nú er ég tilbúin. Börnin hennar Sigrúnar geta komið í pössun klukkan sex.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Alveg áreiðanleg vel undirbúin eftir þetta allt saman     Njóttu samvistanna við framtíð landsins okkar

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.5.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona í alvöru eru þetta dásamlegir krakkar. Verst að þau komu með örbylgjupopp með sér ... og ég á ekki örbylgjuofn! Þau sitja núna inni í stofu og horfa á dvd. Ætla að setjast hjá þeim. Happy Feet er það! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: www.zordis.com

Nú ertu í fullu fjöri með gersemum lands og þjóðar enda vel undir búin!  Gangi þér vel og þeim! 

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Ester Júlía

VÓ!  Ég hefði verið til í þetta allt nema stólpípumeðferðina og eggin!  Svakalega ertu dugleg!  

Ester Júlía, 6.5.2007 kl. 20:02

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er lágmarks upphitun áður en maður tekur að sér að gæta barna! Áttu ekki örbylgjuofn?  Ég hélt að það væri bannað með lögum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ótrúlegt en satt! Nú á ég örbylgjupopp, "gleymdi" að senda þau með það heim. Verð greinilega að fjárfesta í einum ofni fyrst ég á popp.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband