Hljótt í himnaríki

Börnin eru farin,
allt er orðið hljótt.
Barnfóstran var barin,
en tíminn leið of fljótt.

ÍsfólkiðJamm, þetta voru spennandi þrír klukkutímar. Kubbur klóraði Jóhannes sem skellihló og hélt áfram að klappa henni fast, Jón Ingvi var spenntur fyrir stjörnukíkinum og sá alla leið til Ameríku, alla vega Perluna! Ólöf Ósk datt ofan í Ísfólksbók og fékk hana lánaða heim. Minnir að það sé ekkert kynlíf í þessari fyrstu, bara spenna. Mun spyrja virðulega móður hennar, Flórens, álits áður en ég lána dótturinni fleiri úr þessum rúmlega 40 bóka flokki ...

Var sjálf komin út í fullorðinsbækur á hennar aldri og einnig sólgin í Sannar sögur og Eros sem ég fann í efri skápunum í herberginu mínu í sveitinni. Stutt var í Guðrúnu frá Lundi á þessum tíma en þær bækur voru ansi lærdómsríkar. Ég drekk t.d. aldrei kaffi með hlóðabragði eða geng á milli bæja og segi andstyggilegar kjaftasögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er hægt að sjá langt með stjörnukíki, tala nú ekki um þegar ímyndunaraflið er frjótt :)    en..................... er nokkur ísfólksbók á kynlífslýsinga ?    alla vega gat ég selt ungu mönnunum sem unnu í Fóðuriðjunni í Saurbænum  allar þessar bækur á sínum tíma, hlýtur að hafa verið EITTHVAÐ sem lokkaði

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.5.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Ragnheiður

Ó Gurrý, það er HELLINGS kynlíf í fyrstu bókinni...jedúddamía að lána barninu þetta *slæ mér á lær* að hætti Guðrúnar frá Lundi. Ooo þeir gömlu góðu dagar, allt hvarf þegar maður var kominn með bók í hönd.

Ragnheiður , 6.5.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú munu andstyggilegar kjaftasögur fara á kreik um þig í sveitinni frú Guðríður.  Að þú komir ugnum saklausum börnum upp á galdrakynlíf með lestri norskættaðra bókmennta og að kaffið sem þú býður uppá sé víst með hlóðabragðskeimi. Það er greinilegt að það rætist ekki betur úr unglingum en þetta sem lesa EROS á uppvaxtarárum sínum. Þér hefði verið nær að lesa meir um Guðrúnu frá Lundi. Eg bið fyrir sálu þinni Guðríður.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:19

4 Smámynd: SigrúnSveitó

eeehhhh, þekki ekki þessar sögur...hef aldrei lesið þær...ætli ég þurfi bara ekki að taka upp lestur og ritskoða þær áður en dóttir mín fær þær...

Enn og aftur ástarþakkir fyrir börnin, þau voru ALSÆL þegar þau komu heim. 

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 11:43

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að það sé bara spenna, fátækt, hungur, plága, vont fólk og gott fólk í þessari fyrstu bók. Ekki leggjast í Ísfólkið, fyrr en eftir ritgerð ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 14:13

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Oneinei Gurrí mín, það eru nákvæmar lýsingar á risatólin hans Þengils í bókinni.  Móðirin mun aldrei fyrirgefa þér

Svava S. Steinars, 7.5.2007 kl. 14:41

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Nei, ég held ég bíði fram yfir ritgerð

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki í fyrsta bindinu ... það kemur ekki fyrr en þau eru flutt í dal Ísfólksins, er það ekki í annarri bókinni?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 17:41

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Því miður Gurrí, það gerist ýmislegt þarna í fyrstu bókinni sem er afar grafískt

Svava S. Steinars, 8.5.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 262
  • Sl. sólarhring: 324
  • Sl. viku: 1488
  • Frá upphafi: 1502764

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 1233
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband