Skemmtileg próf á Netinu...

Fann skemmtilegt próf á blogginu hennar Dúu dásamlegu. Tók það og þá kom í ljós að ég er kommi inn við beinið.  http://xhvad.bifrost.is/ 

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk:      18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk:    10%
Stuðningur við Samfylkinguna:       12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna:      62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 24%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Einu sinni tók ég próf inn á vef Eddu útgáfu en þá var nýbúið að gefa út bókina Konur kunna ekki að dansa og karlar geta ekki bakkað í stæði. Svoleiðis staðalímyndakjaftæði ... strákar kunna víst að bakka í stæði. Útkoma mín úr prófinu: Trukkalessa. Nanna R. bætti um betur og reyndist vera einhverf trukkalessa.

Yfirleitt hef ég ekki gaman af persónuleikaprófum, oft finn ég ekki svarmöguleika við hæfi í þeim.

LínudansDæmigert persónuleikapróf:

Hvað myndir þú gera ef kærastinn þinn héldi fram hjá þér?
a) Reyna að drepa konuna/manninn sem tældi hann.
b) Berja hann í hakk og fyrirgefa síðan greyinu á gjörgæslunni.
c) Ráða stílista og reyna að líta betur út.
d) Flýja land og byrja upp á nýtt t.d. í Afríku.
e) Biðja fyrir honum.
f) Hætta að vera svona mikil femínistabelja.

Þarna vantar sárlega möguleikann að bjóða honum á námskeið í línudansi svo að hann gleymi öllum öðrum konum í algleymi dansins við mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Flott útkoma, ég er stolt af þér, Gurrí!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Stóðst ekki mátið og prófaði sjálf. Koma svona út úr þessu, stolt af -2 prósentunum og skil ekki alveg hvað ég er að gera með 20% Framsóknarmennsku, sorrí ;-)  - varðandi hitt prófið, athyglisvert!           

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 68.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: -2%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2007 kl. 22:55

3 identicon

.Augljóst svar við ofangreindu persónuleikaprófi er Skelltu þér síðan á aðalfund karladeildar Samtakanna 78 og þá nærðu þér sko í flottan gaur sem trítar þig alltaf eins og drottningu. Veit þó ekki hvort hann gæti borið þig á höndum sér....

P.s. Ég er sko ekki að segja að þú sért of þung, held bara að hann vilji ekki skemma naglalakkið

Jónsi (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég prófaði líka og komst að því að ég er laumuframsóknarmanneskja. Svo mikil leynd yfir því að ég vissi ekki einu sinni af því sjálf. Þetta kom í ljós:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 4%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.5.2007 kl. 23:12

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jónsi minn, vertu ekki svona fúll þótt ég kjósi auðsjáanlega Framsókn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 23:24

6 identicon

Vissi það, ekki þarf mikið til að plata einfalda kvensnift upp úr skónum; Magnús Stefánsson gaular lélega ballöðu fyrir Framsóknarflokkinn  og þú hleypur til!! Suss suss    Jónsi er sko alvöru kjósandi - hvorki meira né minna en 342%gildi - enda karlkyns!!

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 56.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 60%
Stuðningur við Samfylkinguna: 75%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 18.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 72%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%
 

Jónsi (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 87.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 26%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Ja, eins gott að fá svona próf svo maður viti nú eitthvað í sinn ópólitíska haus

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.5.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábært próf!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Nú get ég farið og kosið með hreina og góða samvisku hehehehehehe.

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.5.2007 kl. 00:05

10 identicon

Hmm ... kannski er ég svona ópólitískur, hélt að ég ætti mun meiri samleið með samfylkingunni. Mun væntanlega kjósa hana eða Vinstri-Græna... En hér eru alla vega mínar tölur:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 18.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 8%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%
 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:55

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Merkilegt nokk virðast eiginlega allir sem ég þekki og líka þeir hér í netheimum verða yfirgnæfandi stuðningsmenn og konur VG samkvæmt þessu prófi. Er þá ekki bara að kjósa samkvæmt því:) Ég var allavega með 0 í sjálfstæðisflokk og 0 í samfylkingu.. en 10 í framsókn... en spurningin er þessi er maður að kjósa fólk eða stefnu...?

Birgitta Jónsdóttir, 7.5.2007 kl. 05:52

12 Smámynd: Gunna-Polly

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 56.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 18%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

er stolt af núllinu en hélt ég værimeiri samfylking  

Gunna-Polly, 7.5.2007 kl. 08:33

13 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, frjálslyndi flokkurinn er víst málið hjá mér...samkv. þessari könnun...  "Ég sagði þér það", gall í mínum heittelskaða

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband