Búmannsklukkan bjargaði

Það var eiginlega spurning í morgun hvort ég ætti ekki bara að taka átta-strætó í stað þess vanalega fyrir sjö. Þvílík syfja. Hetjuskapurinn varð þó ofan á. Ég er reyndar í fötunum öllum öfugum, spariskó á öðrum og strigaskó á hinum, en það gerir ekkert til, ég náði strætó!

Kalt í morgunVeðrið var fáránlega fallegt, sólskin og blíða en þar sem áföll lífsins hafa kennt mér tortryggni setti ég tvo trefla á mig. Það passaði, það var tveggja trefla veður. Annar trefillinn er lítið ullarsjal sem Tinna dýrð heklaði handa mér og gaf í afmælisgjöf í fyrra og hitt er svona indverskur, bleikur borðdúkur, óhemjuhlýr að vefja utan um hálsinn. Vagninn var vel fullur í morgun, aukabíllinn hefur greinilega bara tekið Kjalnesingana, (mínus einn sem var seinn) og Karítas í brekkunni.  

 ----------------------------

Gleraugun mín voru ákaflega vel pússuð í morgun og ég sá betur Pólverjana mína í leið 18. Mér til mikillar skelfingar sá ég að græðgisglampinn í augum þeirra þegar þeir horfa á mig er ekki græðgisglampi, heldur einlæg samúð ... Ekki samúð vegna þess að ég er komin með allt of sítt hár, heldur af því að þeir halda ábyggilega að ég búi í iðnaðarhverfinu þarna í Stórhöfðanum! Til að ýkja drungann í umhverfinu er ógeðslegt bílhræ örfáum metrum frá stoppistöðinni, kannski halda þeir að ég sofi í því! Ætli ég geti nýtt mér eitthvað þessa samúð?

P.s. Tók eftir því að fyrirsögnin er ekki alveg í stíl við innihald þessarar færslu. Lenti í veseni í morgun með að vista hana og út datt þakklæti mitt til sjálfrar mín fyrir að hafa klukkuna alltaf sjö mínútum of fljóta. Þakka því að ég missti ekki af strætó í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þar sem þér þéruðuð mig svo fagurlega í morgun óska ég yður velkomna á fætur, samhryggist yður innilega með að pólverjarnir skuli ekki slefa á eftir yður og hugga yður með því að þeir (pólararnir)muni ekki hafa smekk á fögrum konum eins og yður.  Bið yður vel að lifa og í leiðinni mættuð þér merkja x við V þegar þér farið að kjósa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehheeh, sama hvað ég tek þetta pólitíska próf oft þá er ég algjör kommúnisti inn við beinið. Spurning hvort maður á að taka mark á þessu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:08

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

'Eg er í vændraðum ég er með tvískipt gleraugu er í vændræðum að nota þau ég get ekki fundið punktinn ég sé ílla en Gurrí min hafðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Var að senda þér mynd af fermingarbarninu í spariskó á öðrum fæti og strigaskó á hinum. Þið eruð kannski að starta einhverju trendi.

Nanna Rögnvaldardóttir, 7.5.2007 kl. 11:10

5 identicon

Nei, Pólverjarnir lesa sko bloggið þitt, ja eða reyna að staulast í gegnum þetta af mismikilli færni, og sáu 62,5% stuðning þinn við Græna Glundrið. Sáu fyrir sér fyrri stjórnarhætti í pólskri paradís tekna upp á Íslandi eftir kosningar. Ekki varð skelfingin minni þegar þeir neðanmáls lásu  aðdáun þína á Framsóknarmaddömunni og töldu að þá væri kominn tími útlifaðra portkvenna sem allt falbjóða. Nei mín kæra - þeta var sko morðglampi!!!!

P.s. Passaðu þig á Pólverjunum og losaðu þig við þann sem enn er handjárnaður við rúmgaflinn hjá þér.

Jónsi (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sommeleðes frú Katla ... Takk fyrir að minna mig á góða sögu af Heklu ... kannski verður þetta nýjasta tíska hjá okkur, þetta með skóna.  

Veit ekki hvort margir Jónsar eru í gangi ... en hvort kýs hann D eða S? Ég er kolrugluð í þessu. Finnst líklegt að ég endi með að kjósa Framsókn, eins og svo margir, þar sem sá flokkur fékk lægsta skorið hjá mér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 11:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef þú slærð inn engin skoðun alla leiðina niður færðu upp Samfylkinguna!! Hafið þið heyrt annað eins?  Það á að vera Framsókn!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 13:37

8 Smámynd: Saumakonan

Nauts... pólverjarnir voru bara drullusvekktir að það voru komnir TVEIR treflar í staðinn fyrir EINN!    Kvitt frá flensustöðum

Saumakonan, 7.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 229
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1455
  • Frá upphafi: 1502731

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 1203
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband