Kveðja frá tvíburamömmunni

Hér er smákveðja frá tvíburamömmunni, kom á kommenti við síðustu færslu um þá:

SnúllurnarHæhæ, bara að svara spurningu hér að ofan, þá verður gómnum lokað í haust. Nánari dagsetningu fæ ég í lok mánaðar, þegar það er eftirskoðun hjá hinum góða lækni okkar honum Ólafi Einars. Ólafur var kannski ekki alveg að skera þá í 3 kl.tíma hvorn, en svæfingin og það sem er í kringum það tekur lengstan tíma enda vandaverk að svæfa lítil börn svo vel fari ;) En sá tími sem hefði átt að fara í að skera þá var samt lengri en þessi normal tímamörk eru, en það er svo sem þekkt hjá honum að hann setji frekar metnað í að vera vandvirkur m. afbrigðum, tekur þá sinn tíma í að teikna og "mæla"  litlu andlitin svo allt verði sem best verður á kosið í þessu batteríi öllu saman í aðgerðinni, heldur en að vera snöggur og gera þetta bara á e-n máta. Svo ég hrósi þessum yndislega manni aðeins, þá er hann sannur mannvinur og afskaplega góður við foreldra barnanna sem hann er að hjálpa, en bestur samt við börnin sjálf - bara eins og hálfgerður afi bara:) Svo má náttúrlega ekki gleyma því að hann er snillingur á sínu sviði og afar vandvirkur. Ég skal setja hér link fyrir neðan ef þið hafið áhuga á að sjá það sem hann hefur gert, ef þið skrollið alveg niður síðuna þá birtast fyrir/eftir myndir af barni sem hann var að skera:

http://www.lytalaeknir.is/laknirinn.html

Kærar kveðjur og takk fyrir hlý og góð orð í okkar garð. Það gleður alltaf móðurhjartað að  heyra ungunum mínum hrósað InLove

Heiðdís A. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var búin að lesa kommentið.  Þeir eru svona knúsubörn klípogkreist!!

Heyrðu botnarðu eitthvað í þessum nýju teljurum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki neitt ... annað hvort er ég búin að fá 1.100 lesendur í dag eða 200. Hehehhe! Eitthvað svoleiðis. Kannski kemur rétt viðmið við gömlu heimsóknartölurnar ef maður tekur þessa hærri og dregur þær lægri frá ... segi bara svona! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta nýja heimsóknartölusystem sýnist mér bara vera fyrir gáfað fólk þannig að það hentar mér engan veginn. Hver er t.d. munurinn á gestum í dag og innlitum í dag???

Björg K. Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Saumakonan

ohhh þeir eru algerar rúsínur!!!!!  mann langar mest að ná í þá útúr myndinni og knúsa í klessu!!!!!

btw... þessir teljarar eru bara fyrir einhverja sem eru ekki með jafn langan fattara og mig!!

Saumakonan, 8.5.2007 kl. 08:52

5 identicon

Gestir í dag og innlit í dag ætti að vera augljóst, þá telur teljarinn frá hvað mörgum ip tölum er kíkt, sumir koma oftar en einu sinni og það eykur innlitatöluna þó gestum fjölgi ekki.

Er reyndar bara að giska á þetta, enda er moggabloggsíðan mín óvirk...

hildigunnur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:53

6 identicon

já og hann Ólafur Einarsson fjarlægði einu sinni fæðingarbletti af stelpunni minni. Frábær.

hildigunnur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:54

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eina sem ég get talið af öryggi er..einss krúttmoli og annar krúttmoli. Gerir tvo krúttmola. Þeir eru Ísak og Úlfur og eru bara tveimur vikum eldir en Alice dóttur dóttir mín. Sú myndi sko falla fyrir þeim báðumenda báðir jafnsætir!!!

En já nýju telararnir eru óskiljanlegir..og svo ef maður ætlar að lesa skýringar eru þær engar þar. En er þetta ekki týpískt dæmi um hvernig allt verður flóknara og ruglingslegra og aumingja fólki..þ.e við...skiljum hvorki upp né niður í neinu en látum okkur hafa það.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 09:21

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mig vantar enn viðmið! En að skella þessu svona á mann ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 11:09

9 Smámynd: Ragnheiður

Æj sætu snúðarnir...

Ragnheiður , 8.5.2007 kl. 11:46

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Áður en nýju mælarnir komu var ég með um 20.000 heimsóknir og svona 200 pr dag og það setti mig á vinsældalistann svona frá sæti 112 til 125 c.a Svo miðað við nýjar tölur sem allt hækkar um þúsundir og hundruði hrapa í næstum sæti 200 sem er eins og egar ég var að byrja og varla nokkur leit við á bloggsíðunni minni..er þetta ekki eitthvað furðulegt????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 12:19

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, þetta er mjög furðulegt. Frá upphafi var ég komin með rúmlega 50 þúsund en er allt í einu með yfir 70 þúsund ... óskiljanlegt! Hrapaði reyndar ekki niður, er rokkandi í 45-55 ... en ótrúlegt að hrapa svona mikið niður! Þetta er eitthvað vitlaust, það er greinilegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 12:25

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fór og kíkti á vinsældalistann og sá að ég hef hrapað niður um c.a. 25 sæti. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 141
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1367
  • Frá upphafi: 1502643

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 1128
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband