Dýrkeypt loforð, blessuð sólin og bakkandi karlar

Sunny-Day-Print-C12199064Nú færist sólin sífellt nær skrifborðinu mínu og ef ég hefði ekki verið svo snjöll að setja gamalt lak upp á gardínustöngina væri ekki séns að vinna. Svo þarf ég að færa það eftir því sem sólin hreyfist.

Ég er svo miklu seinni í blogggírinn þegar engar ævintýrafylltar strætóferðir auðga morguninn ... Var bara með þeim í huganum. Setti í þvottavél í morgun, það var mesta ævintýrið ... og svo er þurrkarinn að verða búinn. Næst verður það uppþvottavélin. Þvílík spenna. Hahhahaha!

Risatrukkur með mold eftir risatrukk með mold hefur bakkað áleiðis að íþróttavellinum. Mér sýnist að karlar séu undir stýri. Nú tek ég það aftur að karlar geti ekki bakkað. (múahahha)

Vona að dagurinn ykkar verði sólríkur og góður.

 

P.s. Það minnsta sem fólk getur gert þegar það er í hússtjórn og bankar á dyrnar hjá ritaranum er að athuga hvað er í sjónvarpinu. Ég missti af síðustu tíu mínútunum af Heroes! Svo lofaði ég því að mæta á stjórnarfund á fimmtudaginn ... og þá er undankeppni Evróvisjón!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur greinilega verið að flýta þér fyrst þú samþykktir þetta stjórnarfundardæmi !? Hafðu það gott í sólinni og meðan þú þarft ekki að þvo 50 þvottavélar á einni viku þá ertu heppin.

Ragnheiður , 8.5.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, ég ætla nú að sitja við tölvuna og vinna í dag ... lítið í að njóta sólarinnar. Bíð þar til ég fer í frí ... núna í maí - júní!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

trúi ekki öðru en þetta séu mistök með stjórnarfundinn. Ég aftur á móti verð föst í buisness dinner á fimmtudagskvöldið.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2007 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Óneiiiiiiii! Mér tókst reyndar að afstýra fundinum mínum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, hugsaðu þér með þurrkarann og þvottavélina... Veistu, að ég hef upplifað daga þegar hightlight of the day var að fara á klósettið! Þá lá ég í algerri hvíld, nema klósettleyfi, á meðgöngudeild Landspítalans. Þetta var einhvern tíman á síðustu öld. - En gvöð, hvað ég er fegin að þú þarft ekki að mæta á fundinn. Þú verður að vera með Eika í blíðu ellegar stríðu. Það ætla ég að gera. Faðm yfir sæ!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Saumakonan

hmm... spurning um að fjárfesta í svona gimmikk eins og ég á.... DVD tæki með hörðum diski... þarft aldrei að missa af neinum mínútum því tækið sér um að taka upp síðustu 6 klst alltaf átómatískt og þú getur bara stoppað sjónvarpið ef einhver er svo bíræfinn að banka í miðri spennandi mynd! Algerlega ómissandi!!!    

Saumakonan, 9.5.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 76
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 1302
  • Frá upphafi: 1502578

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1071
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband