Dýrkeypt fljótfærni

Ég er mjög mikið á móti því að dauðadómi sé skellt á fólk þegar það greinist með alvarlegan sjúkdóm. Ég myndi ekki vilja að öll von væri tekin frá mér. Sumir vilja þó fá að vita svona og ég virði það.

Slæmar fréttirÉg tók einu sinni viðtal við krabbameinslækni sem meðhöndlaði mjög veika konu, hún var allt of veik til að hægt væri að segja henni að hún væri að deyja, eða meðvitundarlaus ... Öllum til undrunar lifði hún af og er enn á lífi, 30 árum seinna. Það gerast kraftaverk en það ýtir ekki undir það ef fólki er sagt að það eigi stuttan tíma eftir. 

Ættingi minn vann lengi á geðdeild og þangað kom stundum fólk sem hafði fengið alvarlegt taugaáfall við dauðadóm. Ég man líka eftir blaðaviðtali við mann sem fékk svona framan í sig án þess að vilja það. Hann varð mjög bitur og ég skil það vel. Ég veit líka um íslensk hjón sem seldu allt og lögðust í ferðalög þegar konan fékk dauðadóm, henni var gefið ár í mesta lagi. Hún lifði í fimm eða sex ár til viðbótar! Hjónin hefðu tekið allt öðruvísi á málum ef þessu hefði ekki verið dembt svona á þau.

Ég ber óttablandna virðingu fyrir læknavísindunum. Ef mér yrði sagt að ég ætti sex mánuði eftir ólifaða myndi ég hlýða því og deyja eftir nákvæmlega sex mánuði.

Ég hef nöldrað yfir þessu áður en gat ekki stillt mig um að sýna samstöðu með þessum breska manni sem ég vona að fái einhverjar bætur frá heilbrigðisyfirvöldum. Þau bera heilmikla ábyrgð.


mbl.is Dauðvona sjúklingur sem eyddi aleigunni var ranglega greindur með krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svona yfirlýsingar eiga bara ekki rétt á sér...eru bara eins og nútíma VÚDÚ!!! Læknar eru ekki Guðir...og það gerast enn kraftaverk og núna þegar æ fleiri upplýsingar liggja fyrir hversu máttugur hugurinn er og hugsunin..þá er eins gott að vita hvað menn eru að gera eða öllu heldur hvað þeir eru að segja og setja af stað í kolli sjúklings. Man eftir pólskri sveitakonu sem fékk úrskurð frá lækni um að hún væri dauðvona gegnsósa af krabbameini. Kella rak hann burtu harðri hendi og sagðist bara sjálf myndu ákveða hvort hún væri að fara eða koma. Og lifði tugi ára til viðbótar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú kemst sko réttilega að orði þegar þú talar um nútíma VÚDÚ ... hahahhaha! Ég hef reyndar heyrt um nokkra sem hafa heimtað alvörusvör frá lækninum, án þess þó að vilja sannleikann. Ekki auðvelt að vera í sporum lækna í svona tilfellum, held ég,

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Einu sinni vildi læknir eða var það kannski húsvörður, ég man það ekki, láta mig drekka dræ landa því að ég hafði gleypt vindil.  Ég vildi bland og fékk það í gegn.  Mér er illa við alla sem eru í sloppum.

Hrólfur Guðmundsson, 8.5.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 17:44

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Aumingja maðurinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.5.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég er svo innilega sammála þér þarna! Ef einhver sem maður treystir segir manni að maður sé ljótur þá líður manni þannig ... ef virtur læknir segir manni að maður sé að deyja ... þá gerir maður það bara.

Hugarfluga, 8.5.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 57
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 1283
  • Frá upphafi: 1502559

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 1053
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband