Talningakerfið hefur eyðilagt sjálfstraust mitt ...

Held að ég sé að verða klikkuð! Ég gleymdi að blogga morgunbloggið, var að vinna á trilljón alveg frá því ég kom inn úr dyrunum í morgun ... rétt fyrir NÍU! Var óeðlilega syfjuð í morgun kl. 6.15 og hef grun um að einhver hafi sent á mig svefnhöfgasæringu til að fá sætið mitt í strætó því að ég treysti mér ekki fyrr en í næsta strætó klukkutíma seinna. Sigþóra (frá Akranesi) og María (frá Króatíu) komu inn í vagninn hjá íþróttahúsinu og það urðu fagnaðarfundir, við erum einstaklega góðar vinkonur þar sem við förum alltaf út á sömu stoppistöð, þarna hjá manndrápsbrekkunni við Vesturlandsveg.

Bílstjórinn átti erindi til Reykjavíkur (stoppar venjulega og hendir okkur út í Mosó) og sagði að þrír sætustu farþegarnir fengju far með honum og svo skemmtilega vildi til að það vorum einmitt við Sigþóra og María.

Þegar allt lék í lyndiÉg er alltaf að lenda í einhverju fegurðardæmi svona ... hleypt fram fyrir í biðröðum við skemmtistaðina, fæ sjúklega góða afgreiðslu í snyrtivörubúðum og slíkt. Held í alvöru að það tengist gífurlegum (fyrri) vinsældum mínum á Moggabloggi ... fram að nýja talningaviðbjóðnum sem hefur eyðilagt sjálfstraust þúsunda kvenna og karla og komið aumum hallærisbloggurum upp í sviðsljósið!  

--              -----                 --------               ----------                --------            ----------           ---        --------- 

Spurði snilling á Moggabloggi í gær hvers vegna vinsældir mínar hefðu hrapað svo ógurlega á tveimur dögum eða um 25 sæti (aldarfjórðung ef þetta væru ár). Hann sagði að nú væru vinsældir metnar eftir fjölda þeirra einstaklinga sem kæmu inn á síðuna ... fyrri ofsavinsældir mínar væru vegna þess að ég hefði bloggað svo oft og lokkað fólk til að heimsækja mig oftar en einu sinni á dag og jafnvel til að kommenta hjá mér. Þetta taldi (flettingar) ... en ekki lengur sem tæki til að klífa upp metorðastigann. Þegar Sigrún sveitó (Flórens) heimsækir mig næst þrisvar sinnum sama daginn í himnaríki fær hún bara einn kaffibolla þar sem þetta telst bara ein heimsókn. Sama manneskjan sko!

  

Ætla að panta fimm nýjar tölvur!

Nú er engin krafa lengur um að hafa færslurnar ögrandi til að fólk kommenti og að maður bloggi ótt og títt til að fólk komi oftar en einu sinni á dag á síðuna. Onei, það er bara harkan sex, söfnun ip-númera ... ömurlegir bloggarar fara jafnvel að mælast vinsælir þótt lesendur kasti upp af viðbjóði yfir lestrinum. Já, ég er beisk! Hef ekki kjark til að erótískast, eins og sumir svindlarar ... enda er ég veluppalin! Svo er ég líka stolt!  Viðurkenni að hrapið var talsvert sársaukafullt þar sem ég var farin að halda að ég væri eitthvað en það hafði kostað mig blóð, svita og tár að komast alla leið upp í 45. sæti.  

-             -             -                    -                     -                    -                        - 

Nú bið ég bloggvini mína af hjartans einlægni um að kaupa sér nokkrar heimilistölvur til viðbótar (alltaf gott að eiga fleiri en eina á heimilinu) og heimsækja mig í gegnum þær allar, einu sinni á dag úr hverri. Ekki er nauðsynlegt að lesa færslurnar mínar eða kommenta á þær, bara koma í heimsókn, og veita mér þannig atkvæði, kjósa mig ofar á listann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe ein á atkvæðaveiðum

Ólafur fannberg, 9.5.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: SigrúnSveitó

SVINDL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

SigrúnSveitó, 9.5.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Ef ég nú heimsæki þig úr minni, Einars og Ólafar Óskar tölvu á hverjum degi...fæ ég þá meira en einn kaffibolla...??!!! 

SigrúnSveitó, 9.5.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú færð þrjá bolla ef þú heimsækir mig úr þremur tölvum. Þannig eru bara reglurnar, honí!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Eins gott að standa sig!!!

SigrúnSveitó, 9.5.2007 kl. 12:54

6 Smámynd: www.zordis.com

Ég ætti að geta nýtt mér allnokkrar 3 heima, 4 í vinnunni og sendi svo út skyldu kígg á alla á póstlistanum mínu ....  Ég hlýt að komast í lannnnnnga og væna uppáhellingu!  Kveðjur úr brakandi blíðu!

www.zordis.com, 9.5.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka að kasta upp af viðbjóði á þessu óréttlæti.  Féll um 3 sæti á listanum og einhverjir ógeðisbloggarar fóru upp fyrir mig.  Nú en ég er fórnarlamb þess sama og þú vúman, sama fólkið að vaða inn hjá mér aftur og aftur () finst ég örgla svo skemmtileg eitthvað. Pirr.  Svo vinsæl.  Sé þig í séð og heyrt þar sem ekki hefur enn verið tekið við mig lífsreynsluviðtal.  Þú veist ekki af hverju þú ert að missa.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 14:40

8 Smámynd: halkatla

þetta er sannkallað hneyksli! en fínt að fá útskýringar á hvað flettingar og þannig þýðir. 

halkatla, 9.5.2007 kl. 14:44

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hef aðgang að 12 tölvum! Hvað er í vinning?

hehe

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 16:01

10 identicon

Hmmmfh! Þú ættir bara að opna bloggsíðu á Barnaneti. Þeir leggja ekki svona hart á sig þar að flokka heimsóknirnar

Væri samt ekki bara gúddí hugmynd að redda e-m tölvunörd að setja upp þína eigin heimasíðu.. Þar getur þú ráðið sjálf hvernig málum er háttað
Annars eru 2 heimilistölvur hérna, ég skal gera mitt besta að hjálpa teljaranum

Frænkan (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:14

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég sendi þér mínar bestu samúðarkveðjuren hvar getur maður séð í hvaða sæti maður er?

Til að hugga sjálfan mig, en ég kemst ekki með tærnar þar sem flestir bloggarar hafa hælana í vinsældunum, tel ég mér trú um að vinsældir séu ekki allt en ég veit að ég er að ljúga að sjálfum mér.

Benedikt Halldórsson, 9.5.2007 kl. 16:56

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

BH, þú ferð á mbl.is, klikkar á bloggið og í neðri línu uppi vinstra megin stendur vinsælast. Ekki er lengur nóg að láta sér nægja fyrstu 50 ... heldur skaltu til öryggis fara í 400 vinsælustu, það geri ég ... og græt! (djók)

Þetta er ekki spurning um MAGN blogggesta, heldur GÆÐI!!! Þar hef ég vinninginn!

Hrönn, þú færð milljón dollara í verðlaun ef þú hækkar dagsskammtinn minn um 12. Hehhehehe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:01

13 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég hef skoðað síðuna frá 2 IP tölum í dag, mun halda áfram að veiða fyrir þig ám morgun út tölvum vinnufélaga

Svava S. Steinars, 9.5.2007 kl. 18:17

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, ég sigra, ég sigra!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:36

15 Smámynd: Ragnheiður

hehehe ég kíki alltaf á þig úr sitthvorri...maður stendur með sinni konu sko !

Ragnheiður , 9.5.2007 kl. 19:03

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......hana - þar fékkstu prik í pottinn

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 20:24

17 identicon

Hér er ný IP tala ,vær saa god ;)
En hvernig geta hafa komið 174 gestir á 166 IP tölur?
hafa þá 8 gestir ekki komið í gegnum tölvu, heldur bara beint heim til þín í himnaríki?

saraVilb (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:58

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, beint í kaffi ... heheheh, skil þetta ekki.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:06

19 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þetta er nú ljóta svindlið ;)   en við verðum bara að standa okkur og lokka fleiri inn !

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.5.2007 kl. 21:49

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir stuðninginn, ég hefði ekki getað þetta án ykkar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:54

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:08

22 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Skal reyna að fara að kíkja oftar í heimsókn, þú færð sko öll mín atkvæði (vona að ég fái þá þitt á laugardaginn, þú manst, 9. sæti x-í er sexí).  Fékk annars dásamlegan afmælissöng í morgun, það er ekki á hverjum afmælisdegi sem aðal-stuðmaðurinn óskar manni til hamingju með 29 ára afmælið og brestur svo í söng.......

Sigríður Jósefsdóttir, 9.5.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 136
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 1362
  • Frá upphafi: 1502638

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 1123
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband