10.5.2007 | 08:37
Rússnesk kynni, ekki ólétt og nýr bókaflokkur
Undarleg tilviljun... ég hálfpartinn svaf yfir mig í gær, eða tók þá yfirveguðu ákvörðun vegna þreytu að taka strætó kl. átta í stað sjö. Svo svaf Ásta yfir sig í morgun, ekki mikið, en ætlaði á bílnum og bauð mér far. Ég var komin í strætó þegar sms-ið kom frá henni, alveg að verða komin ofan í göngin. Þegar maður sefur yfir sig þarf að velja ögn skárri tíma en þetta til að vakna.
---- ------- ------------ ------------
Ég hugsa að ég hefði valið að fara samferða henni, hlusta á Led Zeppelin og spjalla. Sat við hliðina á rússneskri konu (held ég) í strætó, voða sætri og ljúfri. Samskiptin voru í gegnum bros. Hún sat við gluggasætið og fór út í Mosó ... þetta hefði getað verið vesen ... en ég ákvað að hleypa henni ljúflega úr sætinu þótt ég hafi yfirleitt meira gaman af því að neyða fólk alla leið í bæinn með mér.
- - - - -
Sama veðurblíðan að vanda á Skaganum en í veðurbeltinu sunnan við rör var allt annað upp á teningnum... bara rigning. Til að hræða engan Reykvíking vil ég benda á að þetta er ekki súrt regn ... bara rómantísk og yndisleg rigning, lóðrétt þar að auki. Ég er alltaf eitthvað svo sæt á morgnana núna ... síðan ég eyddi stórfé í snyrtivörubúðinni á laugardaginn. Það er bara vandræðalegt að koma inn í strætó númer 18. Þeir fá næstum tár í augun karlarnir af hrifningu. Strákarnir í Skagastrætó eru vanari mér þótt þeir hrífist auðsjáanlega, þeir vita fram yfir hina gaurana að ég er óforbetranleg piparjúnka.
Ég á tíma klukkan 14.15 í Heilsugæslunni á Akranesi. Ég er ekki ólétt, sver það. Miðað við dásamlega óléttu íslenskrar konu á sextugsaldri (sjötugsaldur er hið nýja miðaldra, segir Eva frænka) verð ég að passa mig á strákunum.
Fæðingar aldrei fleiri en nú í sumar, segir Fréttablaðið. Aðrar fréttir segja að ekki takist að manna sjúkrahúsin og þurfi að draga seglin enn meira saman. Vonandi skammast ríkisstjórnin sín fyrir þetta afleita ástand í heilbrigðismálum. Urrrr!
Ég er eiginlega handviss um að bókaútgáfur blómstri samt á þessu ástandi og fari að gefa út Do it yourself-bækurnar. T.d. í fæðingarhjálp, uppskurðum, hjartaþræðingum, botnlagaskurðum, að setja saman fótbrot og gifsa o.fl. o.fl.
--------------------------------------- ------------------------
Jæja, best að vinna á fullu núna, fyrst ég þarf að taka hádegisstrætó heim.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 230
- Sl. sólarhring: 300
- Sl. viku: 1456
- Frá upphafi: 1502732
Annað
- Innlit í dag: 205
- Innlit sl. viku: 1204
- Gestir í dag: 199
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er svo glöð í hjarta mínu að þú sért ekki ófrísk núna - enda nógur tími fyrir okkur ungu stelpurnar. Ég ætla að bíða fram að sextugsaldrinum........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 10.5.2007 kl. 09:50
Ég var að kaupa mér snýrtivörur það er alltaf mikið að gerast hjá þér Gurrý mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.5.2007 kl. 10:08
Ég er einmitt að upplifa það hvernig er að vera yndisfögur bæði að utan sem innan. Er komin með neglur og lakk á þessr fínu klær og það er erfitt að pikka á lyklaborðið. En þetta gera konur í banka alla daga svo ég hlýt að geta þetta líka. Í gær fékk ég nýtt sjampó hárnæringu og einhvern úða með fyrir blástur og í morgun nýtt gloss. Verður maður eitthvað fegurri?
Að innan rennur svo spriklandi vatn með múslíi og ávöxtum um æðar mér og það er sólskin í kolli mínum. Og ég er ekki mjög létt en ólett er ég samt ekki. Við erum flottastar og eigum enn tuttugu fín ár áður en við verðum" hið nýja miðaldra". Lífið er gott.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 11:01
Það hlýtur að vera erfitt að vera svona afburðafögur. Enginn friður fyrir strákunum nottla. Ef ríkisstjórnin verður áfram við völd þá er eins gott að fólk fari að kynna sér "dúitjorself" bókmenntir, hvað varðar hjartaþræðingar, uppskurði ofl. óáran (biðlistarnir kona).
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 13:08
Eru botnlagaskurðir ekki eitthvað fyrir netaframleiðendur eða fiskveiðimenn?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:18
Sæl - datt niður á síðuna þína einhern tíma í andleysiskasti og hef lesið hana af einstakri gleði og ánægju allar götur síðan. Átti í nokkur ár heima í næsta himnaríki við þig og hef því deilt með þér útsýninu þó ég hafi kvatt Skagann fyrir göng og strætó. Það er spurning um að fara að þínum ráðum og flytja aftur til baka með köttinn.
Það getur vel verið að þú sért ekki með vinninginn í fjöldavinsældatölunni á blog.is - en þú ert sú eina sem ég skoða daglega þar (heyrðu nú hætti ég svo þú haldir ekki að ég sé ein af strákunum í númer 18).
Bestu kveðjur og áfram með smjörið!
Guðrún Geirsóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:12
Hæ, Guðrún, endilega komdu upp á Skaga aftur, það er æðislegt að búa hérna! Takk fyrir innlitið.
Það er ekkert erfitt að vera svona fögur, Jenný, auðveldar margt ... Doddi, þú misskilur, botnfiskveiðar er eitt, botnlangi annað ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.