Skemmtilegt símtal og nokkrir popparabrandarar

Fjör í sumarbúðumFékk alveg rosalega skemmtilegt símtal frá Hirti Howser, hinum eina sanna. Við unnum saman á Aðalstöðinni í gamla daga og mér þykir einstaklega vænt um hann síðan. Konan hans vann með mér seinna og er ekki síðri. Einu sinni sat Hjörtur fyrir á mynd fyrir okkur á Vikunni, var með svuntu framan á sér, skúringarfötu í annarri og klósettbursta í hinni, greinilega tilbúinn í heljarinnar tiltekt. Þetta var skemmtileg mynd og hengdi ég útprentið af henni upp á vegg hjá mér. Svo fer ég að vinna með Auði, konunni hans. Eitt það fyrsta sem hún sagði við mig var: „Hvað ertu að gera með mynd af manninum mínum uppi á vegg hjá þér?“ Hún var að grínast en ég varð frekar vandræðaleg svona fyrst!
Nú ætlar hann að senda eitt af börnunum í sumarbúðir og auðvitað í elsku Ævintýraland, annað kom ekki til greina. Gaf honum upplýsingar hvernig hann gæti skráð barnið og lofaði í leiðinni að koma þá helgina og dekra barnið í tætlur, eins og öll hin.  

 
TrommariHjörtur sagði mér nokkra popparabrandara, man ekki alla en hér koma nokkrir:

 „Veistu hvað stelpur sem elta hljómsveitir eru kallaðar?“
„Já, grúppíur.“
„Veistu hvað karlar sem elta hljómsveitir kallast?“
„Nei ...“
„Trommuleikarar.“

„Hvernig veistu að það er trommari sem er að banka á dyrnar hjá þér?“
„Veit ekki ...“
„Hann flýtir.“

 „Hvernig veistu að það sé söngvari sem bankar hjá þér?“ (spurði spældur trommari)
„Hmmm, veit ekki.“
„Hann veit aldrei hvenær hann á að koma inn!“

 „Hvað þarf marga tónlistarmenn í kántríhljómsveit?“
„Veit ekki.“
„Þrjá. Einn til að skipta um peru, hinir tveir syngja um gömlu peruna.“

 „Veistu hvað það þarf marga djasstónlistarmenn til að skipta um peru?“
„Engan. Þórir Baldursson gerir það með vinstri fæti!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mín er ánægjan og heiðurinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 19:53

2 identicon

hehe, satt þetta með Þóri...

hildigunnur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 01:51

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Ha ha ha!   Kallinn minn er sko trommari og ég heyrði einu sinni einn góðan (hann er nú kominn til ára sinna):  Óli Hólm trommari kom einu sinni inn í hljóðfærabúðina Rín.  Hann sagðist vera orðinn hundleiður á því að það væri alltaf verið að gera grín að trommurum og hann ætlaði að skipta um hljóðfæri.  ,,Allt í lagi", sagði Maggi Eiríks, ,,láttu mig bara vita þegar þú finnur eitthvað sem þér líkar."  Óli skoðaði sig um í drjúga stund, kom svo að lokum til Magga og sagði:  ,,Láttu mig hafa rauða lúðurinn þarna og svo líka harmonikkuna þarna á veggnum."  Maggi þagði stundarkorn en sagði svo:  ,,Óli minn, þú mátt alveg fá slökkvitækið en ofninn lætur þú vera!"

Takk fyrir frábært viðtal við hana Berthu stórvinkonu mína í Vikunni!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 263
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 1489
  • Frá upphafi: 1502765

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 1234
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband