Simmi góður, Gurrí Skanke og kosningaloforð kvöldsins

17. júníMikið er hann Simmi skemmtilegur þulur. Hann er hæfilega háðskur, alveg bráðfyndinn og dettur aldrei niður í hroka. Vonandi verður hann Evróvisjónþulurinn okkar um ókomin ár! Simmi er sá eini sem hafði húmor fyrir svari sem ég gaf í spurningu dagsins í DV fyrir mörgum árum. Hvaða mynd sástu síðast? Ég svaraði: „17. júní.“ (Indipendant Day) Í þeirri mynd var svo margt staðfært að það var eiginlega vandræðalegt. „Don´t call 911,“ var að sjálfsögðu þýtt: „Ekki hringja í 112“ sem dró mann í einu vetfangi úr spennandi heimi geimvera í hinn ískalda, hundleiðinlega veruleika. Hann var um tíma yfirmaður okkar Hjartar Howser á Aðalstöðinni.

Ég lofaði bloggvini, búsettum í Danmörku, að kjósa dönsku dramadrottninguna, í staðinn ætlaði hann að kjósa Ísland. Auðvitað ætti ég að kjósa hina norsku Gurrí Skanke. Hún er í eggjandi stuttu pilsi, eins og ég í leið 18 á morgnana. Þegar ég er komin úr sjónmáli við Skagavagninn svipti ég utan af mér gervipilsinu síða, drapplita, ljóta. Vil nefnilega dorma í friði í rútunni góðu við hlið Ástu minnar. Ég efni loforð mitt og kýs danska undrið!

Ungverska lagið er líka algjör dýrð. Gaman að heyra blús í þessari keppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var úti að aka í kvöld og heyri þá sagt í útvarpinu Gurrí Gurrí. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og hugsanirnar svifu alla leið til Himnaríkis. Síðan var farið að ræða um buxnaleysi og gegnsæ pils. Hvað var eiginlega á seyði. Var ekki allt í lagi? Ég flýtti mér heim og opnaði tölvuna. Mikið var ég feginn að málið snérist bara um hana Gurrí Skánka en ekki Gurrí Skaga mær.

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, nei, hlustaði meira á sjónvarpið. Var að ljúka við að skrifa viðtal! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: www.zordis.com

Misssssssssssti af þessu, Fjallið var að horfa á VanDamme mynd og ég vissi ekki af þessu!  Það er sama og engin áhugi hérna megin haflínunnar

www.zordis.com, 10.5.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég viðurkenni að ég svaf í gegnum allt þar til ég vaknaði við ungverska blúsinn, en maður getur samt haft skoðun á þessu. En ég er auðvitað í fýlu út af þessu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, hvað ég er sammála síðasta ræðumanni, við verðum að láta skipta keppninni í tvennt til að eiga séns!

SVAFSTU, ANNA? Heheheh, æ, hvað þú hefur haft gott af því!

Zordís, ég veit að áhugi Íslendinga er fáránlega mikill miðað við flest Evrópulönd ... en þetta er bara svo gaman í fásinninu ... hmmmm 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ungverska lagið var geggjað.  Súperlag og hvað var það að gera í Júró?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 01:50

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kjósum Ungverjaland!!! Sendum pólskan smið eða strætóbílstjóra fyrir okkar hönd í næstu keppni ... þá græðum við stig frá austantjaldsmafíunni ... úje

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 282
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 1508
  • Frá upphafi: 1502784

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 1253
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband