Á að eyðileggja allt sjálfstraust hjá manni?

ÞingeyingarEnn reynir Moggablogg að halda mér niðri. Nú til dæmis sést ekki að fjöldi manns hefur kommentað á gáfulegar færslur mínar í kvöld.

Hvað er í gangi? Er ykkur illa við fólk með þingeyskt blóð í æðum? Það er bara mýta að við séum montin.  Hélt að lífið væri nógu grimmt þarna úti ...

 

P.s. Tveimur mínútum síðar: 

Búið að kippa þessu í lag. Það borgar sig að rífa kjaft! Nú vil ég að vinsældalistinn fari eftir fjölda heimsókna og flettinga, ekki bara fjölda gesta. (Hvað skyldi gerast núna?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Kommentin á mitt blogg sjást ekki heldur nema í stjórnborði, hvað er í gangi?

Vilborg Valgarðsdóttir, 10.5.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Það væri kannski ráð að halda vinsældar kosningar á blogginu í stað Evróvision kosningu! Geta bossarnir komið því í kring

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 11.5.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeim er líka illa við mig mínar færslur hafa horfið.  Ég er ekki að norðan.  Svo fór ég niður í 12. sæti í morgun og aftur niður í alræmda 16. áðan.  Það er nú meiri þeytingurinn á manni.

Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 01:48

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aha...þannig að ég á fáa en góða vini sem eru ALLTAF að kíkja í heimsókn miðað við tölurnar hjá mér. Gurrí mín það er gott að hafa þig til að skammast í bloggaköllum...þeir vita sem er að fólk í himnaríki getur látið eins og eina eldingu ljósta í höfðuð þeirra sem ekki hlýða..hehe. En ég tek undir að ég skil ekkert í þessu nýja systemoi..hvernig stendur t.d á því að stundum eru fleiri gestir en IP tölur???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 07:35

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín. Þá eru það t.d. ég sem hef kíkt á þig tvisvar sama daginn en gætt þess að láta líða meira en klukkutíma á milli. Þá stimplast þetta sem tvær heimsóknir en bara ein IP tala. Held að við ættum að reyna að stríða bloggmaster og fara sem oftast í heimsóknir yfir daginn til bloggvinanna ... þá ryðjum við þessu leiðinlega stjórnmálanöldursfólki úr sætum sínum og getum einbeitt okkur að skemmtilegri og mikilvægari umræðuefnum ... Tökum stjórnina, úje!!!

Jenný, ertu í 16. sætinu, gamla dúllulega Evróvisjónsætinu okkar? Heppin. Ég er í klámsætinu 69 og hreyfist ekki þaðan. Megi það samt vita á skemmtilegar stundir hjá mér fram undan ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 08:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úllala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 08:51

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

sæti 69 hæfir þér eins og skel hæfir kjafti Gurrí..hehehe!Vonandi les enginn feministi þetta blogg..þú verður að passa þig og ekki kalla þetta klámsætið. Kallaðu það heldur...69. hæðin á Hótel sögu...þá vita allir hvað þú átt við!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 308
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1534
  • Frá upphafi: 1502810

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 1277
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband