Af g-strengjum og svona ...

G strengurFékk eitt skemmtilegasta sms ævinnar í morgun klukkan 6.30. Er á bíl, viltu far? Elskan hún Ásta ákvað að fara á drossíunni sinni. Þá var ég eiginlega búin að ákveða að taka átta-strætó. Ég var mjög þreytt, enda varði ég gærkvöldinu í að skrifa viðtal en það eru veikindi í vinnunni og allir þurftu að taka höndum saman ... Það var ekki verra að hlusta á Evróvisjón á meðan en mér skilst að ég hafi misst af æsispennandi g-streng einnar söngkonunnar af því að ég horfði eiginlega ekki á neitt nema Eirík (slef) ... kannski þetta hafi verið röntgenaugu Simma sem allt sáu, líka undir kjóla keppenda. Gæti verið.  

Notaði síðustu pappa-götumálin mín (með loki) undir kaffi úr vélinni minni handa okkur Ástu til að þamba á leiðinni. Oft var þörf, nú var nauðsyn. Var nýbúin að kaupa Marabó-baunir, nýju espressóblönduna frá Kaffitári, en hún hefur komið ansi vel út í vélinni minni. Ferskur kaffiilmur ... ummm, gott að vakna við svona gott kaffi. Nú þarf að redda nýjum pappamálum. Fást kannski í Rekstrarvörum hjá Sigþóru.

  Ég mótmæli!!!Jæja, megi vinnudagurinn verða ykkur guðdómlegur og vinsældalistinn á blogginu breytast þannig að hann telji eftir fjölda heimsókna ... ekki gesta.

Ég sé alltaf bloggvini mína fyrir mér: Skyldi hún Gurrí vera búin að „hella upp á nýtt kaffi“? Best að kíkja á hana núna seinnipartinn ... Er það ekki heimsókn og geðveikar vinsældir? Nei, þetta telst ekki vera svo ... bara átroðningur. Magnið rúlar, ekki gæðin!!!

Flottast virðist vera ef maður getur platað sem flesta á síðuna sína, líka aumingjana, vitleysingana og fíflin sem þakka ekki einu sinni fyrir kaffið!

 

Ég þarf greinilega að fara að daðra við einhverja þarna sem stjórna þessu ... vona að það séu ekki bara stelpur við stjórnvölinn, finnst alltaf erfiðara að daðra við þær, fórna mér samt í neyð og geri allt fyrir málstaðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Daðraðu, daðraðu.  Njóttu dagsins í vinnunni og svo bloggum við í kvöld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu dagsins í botn!  Hann er yndislegur og hef heyrt um G strenginn eða var það G drengurinn   Ljúft og rjúkandi kaffi hjá þér!  Var að kyngja niður greipsafa .....

www.zordis.com, 11.5.2007 kl. 08:52

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Af gömlum vana sný ég mér til Himnaríkis þegar vandamál berja að dyrum eða mig vantar svör. Frú Guðríður himnaríkisdrottning...heldurðu að Moggablogg sé alveg með fulle femm? Ég spanaði niður bloggvinalistann minn og hreinsaði út allt "NÝTT" því mér finnst betra að sjá hvað er raunverulega nýtt og soolis. Nema hvað..svo bregð ég mér frá í ha´kfa mínútu og þegar ég kem eftur er allstaðr "nýtt" við næstum hvern einasta bloggvin. Svo ég fór að tékka..en þá er hvergi nýtt blogg eða ný heimsókn???

Viltu vera svo væn og athuga um leið og þú daðrar hverju þetta sætir??? I dont like being taken for a ride JÚ SÍ!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Njóttu dagsins og hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 10:04

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei of illa farið með góða bloggvini ... það er nýja mottóið. Þeir sem skrifa leiðinlegar færslur um stjórnmál og slíkt bull eru verðlaunaðir ... ég skal finna út úr þessu þótt ég þurfi jafnvel að fórna mér ...  og sofa hjá einhverjum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 10:11

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hahahaah...jésús pétur almáttugur Gurrí. vonandi þarftu ekki að sofa hjá neinum..eða jú annars. Það næst betri árangur þannig og þú hefðir svo gaman og gott af því ..svoað ég tali nú ekki um þann sem byggi yfir galdrinum til að leiðrétta moggabloggið og gera það eins og við viljum hafa það.  Hviss bang.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 10:15

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Viðkomandi héldi að ég væri að fórna mér ... hehehehe ... en ég hefði, eins og þú segir, bara einstaka ánægju af því að sofa hjá honum ... múahahahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 10:46

8 Smámynd: halkatla

Sigmar er með röntgensjón! Hann vissi amk allt um nærbuxnaástandið

halkatla, 11.5.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband