Útlitskúgun eða bara dúlluleg áminning?

SnrytivörubjútíkvínKomst yfir nokkrar bráðskemmtilegar setningar sem eru notaðar af ónefndum snyrtivöruframleiðendum til að selja vörur sínar.

Veit ekki hvort þær eru notaðar á Íslandi eða hvort þetta hefur verið þýtt ...

Hvernig líst ykkur á? 

Rétti tíminn til að grípa inn í þegar:   ... Línurnar í andlitinu hlæja, en ekki þú.  ... Þegar það eru ekki bara síðbuxurnar þínar sem þyrfti að pressa.  ... Þegar þjónninn kallar þig frú en ekki fröken.   ... Þegar aðalmálið fyrir þig er mjúk lýsing.   ... Þegar færri undunarandvörp heyrast þegar aldur þinn ber á góma.   ... Þegar ein og ein lína er orðin eins og óafturkræf hrukka.  ... Þegar langir dagar og nætur skilja eftir sig sýnileg mörk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef aldrei skilið neikvæða afstöðu kvenna við að eldast og fá hrukkur.  Mér skilst að víðast utan vesturlanda sé tilhlökkun að aldurinn sjáist utan á fullorðnu fólki.  Þar nýtur fólk meiri virðingar eftir því sem það er eldra. 

Jens Guð, 11.5.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snyrtivöruframleiðendur hjálpa konum ekki, enda er það djobbið þeirra að gera okkur óánægðar svo að hægt sé að selja okkur meik og varaliti. Ég er 48 ára og bara sátt við útlitið, enda afburðafögur. Svo sér maður eitthvað svona og getur ekki stillt sig um að flissa. Setti þetta nú bara til gamans, þetta eru hreinar öfgar og ég vona að engin kona taki þetta alvarlega. Þú mátt heldur ekki taka mig svona alvarlega, kæri Jens Guð! Þegar ég líkti Björgvini Halldórssyni við Paul McCartney á síðunni þinni um daginn var það í algjöru gríni ... ég hélt að þú myndir springa út hlátri ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe er 55 og í vondum málum

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 16:24

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekki sýnist mér það vera málið hér á landi..islandi að eftir því sem fólk verði eldra fái það meiri virðingu. Gamla fólkið okkar fær alltof litla virðingu i samfélaginu og er bara fyrir á glansmyndinni. Það er eins gott að sparsla vel svo enginn fatti aldur þinn..þá færðu ekki almennilega vinnu, verður sett út í horn og enginn nennir að tala við þig..hvað þá hlusta á þig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fínar línur, og út á þetta er verið að plata fólk til að kaupa alls konar krem á tugi þúsunda króna, það eru vondu fréttirnar. Efast ekki um að einhver krem eru góð, gengur illa að venja mig á svoleiðis lagað eftir að ég kláraði handáburðinn með sítrónulyktinni sem ég átti (og kláraði) þegar ég var 18 ára. En kommon, tugir þúsunda fyrir krem, og fólk borgar þetta í alvöru, úff!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.5.2007 kl. 19:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að best sé að flytja frá Vesturlöndum og allri firringunni hér þegar aldurinn færist yfir. Japönsk gamalmenni njóta mikillar virðingar. Múslimar dýrka líka gamla fólkið sitt og skilur ekki hvernig við vestræna liðið getum hugsað okkur að senda foreldra okkar á elliheimili ... eftir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:29

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna, trúin flytur fjöll. Ég nota alltaf ódýra Móu-kremið, Dag og næturkrem, þetta sem fæst í Heilsuhúsinu. Grænt, vistvænt og virkar 1000% á þurra húð. Löngu hætt í þessum dýru ... þetta virkar betur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:31

8 Smámynd: Ester Júlía

uhu...ég sem er búin að safna í öll þessi ár..grípa inn í hvað ..

Ester Júlía, 11.5.2007 kl. 20:17

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég vann eitt sinn með konu sem hótaði reglulega að flytja til Kína því þar væri borin virðing fyrir eldra fólki. Hver veit nema Íslendingar flytji þangað unnvörpum því ekki er of vel með gamla fólkið farið hér.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.5.2007 kl. 21:00

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hum... ég veit ekki hvað þú ert að tala um!! Aldrei heyrt þessa frasa

Heiða B. Heiðars, 11.5.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 1506017

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband