Komin heim í heiðardalinn ...

car_crash_fullFöstudagarnir annasamir og langir að vanda. Allt Davíð frænda að þakka að ég komst í Mosó og náði hálf sjö strætó. Hann skutlaði mér þangað, skíthræddur við að vera stoppaður af löggunni og Gurrí frænka missti þannig af strætó. Hann er á þeim aldri, 18 ára, að vera stoppuður mjög reglulega. Ég held með Davíð en mér finnst þetta samt flott hjá löggunni að fylgjast með ungum ökumönnum. Þeir geta ekkert vitað að Davíð er góður bílstjóri, enginn kjall með hatt.  

Stökk út úr strætó við sjoppuna rétt hjá heima til að kaupa lífsnauðsynjar. Kaffirjóminn var búinn þar en ég held að ég eigi nokkra í ísskápnum samt.

Ávaxtadeildin í sjoppunniÁkvað að vera svolítið heilbrigð í innkaupum einu sinni, fór í ávaxtadeild sjoppunnar og festi kaup á bananabombum og appelsínusúkkulaði. Hin guðdómlega nágrannakona mín á neðri hæðinni var stödd þarna í svipuðum erindagjörðum og skutlaði mér heim. Hún er daman sem hélt partíið um páskana og ég skildi ekki hvernig hún öllum þessum hressa kvennafjölda fyrir í íbúðinni sinni ... þær voru víst ekki nema þrjár!

Missti af boldinu ... en það gerir ekkert til, atburðarásin er svo hæg að ég næ þessu upp á mánudaginn. Í gær gerðist bókstaflega ekkert, minnir mig. Enginn giftist alla vega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú mistir ekki svo mikið af boldinu þetta er soddan hægagangurá þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kallarnir og brennivínið eru í bílnum mínum! Gleymdi að senda þér Æi fyrirgefðu elsku Gurrí! Ég skal kippa þessu í lag strax eftir helgi og senda þér kalla og brennivín vikulega héðan í frá!!! 

Sleppur það ekki annars?? Einn kall og ein flaska á viku?

Heiða B. Heiðars, 11.5.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. Ávaxtadeild sjoppunnar. Fer þangað næst.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Heiðan mín, það sleppur! Ávaxtadeild sjoppunnar klikkar ekki, Jóna. Takk fyrir að hughreysta mig, frú Katla.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 670
  • Frá upphafi: 1506023

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 543
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband