Horfnar svalir og óvænt páskaegg

Gömlu svalirnarÓvæntur hússtjórnarfundur klukkan hálftíu í kvöld. Þar kom m.a. í ljós að búið er að rífa niður gömlu svalirnar mínar sem snúa í austur og ég tók ekki eftir neinu ... hef líka sama og ekkert tollað inni í stofu síðan allt þetta vesen hófst, suðursvaladyr og slíkt. Svo neyðist ég til að fara að sofa fljótlega til að ég geti vaknað snemma því það á að dúndra upp nýjum svölum, litlum og sætum, strax í fyrramálið. Og það er kosningadagur og Formúla og fótbolti (ÍA-FH) og Evróvisjón! Kannski ég kjósi bara á meðan mesti hávaðinn gengur yfir, það þarf að bora í gegnum svaðalega þykkan vegg. Líklega langar mennina til að komast í Skotastúku, sjá leikinn alveg frítt og drekka góða kaffið mitt á meðan. Það er alveg velkomið.

Hússtjórnarfundurinn var voða næs, Níels formaður bauð upp á kaffi og páskaegg! Var nú að vonast eftir rækjusalati en það eru ekki alltaf jólin, stundum þarf að afplána páska.

Mikið býr nú gott fólk hérna í húsinu. Ég tek aftur að það búi alltaf leiðinleg kerling eða ömurlegur karl í hverju húsi. Upplifði það nokkrum sinnum en þetta hús er sannkallað himnaríki. Frétti að einu sinni hefði staðið til að gera tilboð í allar íbúðirnar og gera lúxusrándýrasnobbarablokk, enda er staðurinn góður, en ekkert varð úr því. Langt síðan, held ég.

Mun því demba mér í háttinn eftir nokkrar mínútur og pína mig til að vakna fyrir allar aldir, svona um níuleytið, og það á laugardegi. Mun án efa dorma yfir kosningasjónvarpinu annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gott kvöld mitt íðilfagra fljóð. Ég vona að það hafi ekki verið svalirnar sem snéru að mér sem voru látnar fjúka. Hvernig eigum við þá að geta horfst í augu í stjörnusjónaukum okkar? Er þetta ekki augað þitt hér fyrir neðan sem blasti við í augngleri hins ofursterka sjónauka míns?

Ástarkveðjur frá Vingólfi  (austan fjalls og sunnan mána).

GuÝr. 06

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Essgan mín, ég verð sko með tvennar svalir frá og með morgundeginum og þá verður fjör í himnaríki, alla vega einstaklega hreint loft. Kannski verða litlu svalirnar tilbúnar þegar leikurinn hefst um tvöleytið á morgun, hver veit. Við getum haldið áfram að haldast í augu yfir hafið um ókomin ár!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mikið er ég feginn að heyra þetta. Ég mun stilla fókusinn næstu kvöld.

Vingólf tóku
Viðars þegnar,
Fornjóts sefum
fluttir báðir;
iðar ganga,
æsi kveðja,
Yggjar þegar
við ölteiti.

Veist þú ekki allt um Hrafnagaldur Óðins?

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: www.zordis.com

Þú getur smellt sín hvorri fléttunni út þegar riddarar biðla til þín með blóm og konfekt!  Æðisleg íbúðin þín

www.zordis.com, 12.5.2007 kl. 08:11

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tvennar svalir???? Þýðir það þá tveir elskhugar og daður bæði bæði austur og vestur á sama tíma. Þú lifir ekkert venjulega viðburðarríku lífi frú Guðríður. Vona að þú hafir sofið vel og notir atkvæði þitt vel í dag og haldir með FH!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tvennar svalir, tveir elskhugar ... of kors. Daður í suður og daður í austur! 

Anna, það er sko ekki hryllilegt að búa nálægt íþróttavelli, bara stuð þegar andstæðingar okkar móðgast yfir tapinu alltaf hreint og reyna að leggja bæinn í rúst. Löggan er alltaf svo vel á verði þannig að það tekst illa. Svo erum við  með ágæta hreinsunardeild líka. Heilu öskubílarnir bíða tilbúnir til að stafla upp FH-ingunum í dag ef þeir reyna .... að sigra ...  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju finnst mér ekkert undarlegt við að þú hafir ekki vitað að svalirnar væru farnar???? Svo mikið þú eitthvað.  Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 10:23

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaahhaah, þú þekkir mig bara ansi vel. Er ekki annars gáfumerki að vera utan við sig? Vona það ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband