Svalafrestun og fallin stjórn?

Vaknað, skipt um kattasand, ryksugað, drukkið kaffi, kíkt í tölvuna. Beðið. Hvar er Óli? Klukkan orðin meira en tíu og mér var uppálagt að vakna snemma til að fá litlu svalirnar.

Klukkan 10.20:

„Sæll, Óli, þetta er Gurrí í himnaríki.“
„Já, sæl.“
„Ég er bara að tékka á ykkur og hvenær þið komið og setjið upp svalirnar!“
„Við erum núna að lagfæra í kringum svalirnar á hinni risíbúðinni.“
„Er mér óhætt að fara í bað?“
„Já, já. Spurning hvað við verðum lengi að í dag, kannski förum við í svalirnar þínar eitthvert kvöldið bara. Það er nú fótboltaleikur á eftir, kosningar og svona!“

RyksugaðHmpr .. well, ég er nú eiginlega útsofin þótt það hefði verið næs að lúra til 10 eða 11. En hva ... nú er klukkan rétt rúmlega hálf ellefu, ég búin að fara hér yfir allt eins og stormsveipur, húsfundurinn tók frá mér föstudagsryksugunina sem átti að vera ... líklega er ég bara fegin.

Baðið bíður, að sjálfsögðu gullfreyðibað, bók og fagrar hugsanir.

Miðað við veðrið úti, frekar vindasamt og ekki hlýtt, þá hlýtur stjórnin að kolfalla. Sagt er að við setjum samasemmerki við gott veður og „Æi, þetta er nú fínasta stjórn,“ og þegar það er slæmt þá hugsum við: „Já, hér þarf sko að taka til og breyta!“ Hugsa málið í góðum göngutúr á eftir. Mikið væri gott ef innanbæjarstrætó gengi í dag. Það myndi hvetja lata gangandi vegfarendur til að fara á kjörstað. Ég fer nú samt! Og kýs rétt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss ég vaknaði kl 7 í morgun ætlaði að sofa lengur nei var alveg vöknuð svo að ég fór fram úr fékk mér kaffi og hafðu góðan dag Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.5.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vaknaði líka kl. 7 í morgun en það er allt í lagi, það er hægt að vera latur víðar en í rúminu

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður svo miklu meira úr deginum ef maður vaknar snemma ... 6.15 virka daga, hádegi um helgar, þannig finnst mér best ... Rosalega eruð þið duglegar, eflaust búnar að koma einhverjum ósköpum í verk ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband