Baðtrufl og hentug hefnd

Sexí húsmóðirLagðist ofan í freyðibaðið og bjó mig undir slökun og dýrð. Eftir tvær mínútur heyrðist Ding dong ... þetta voru að sjálfsögðu karlarnir mínir. Þaut upp úr baðinu og í sloppinn (viðhaldið mitt) og pósaði í tælandi stellingu þegar þeir komu upp tröppurnar. Laug blákalt þegar ég sagði:

„Ég hef ekkert í hyggju en þið dróguð mig upp úr baðinu.“ Þeir eru eflaust vanir vergjörnum húsmæðrum og kipptu sér ekkert upp við þetta. Þorðu þó ekki að þiggja kaffi, enda vita flestir að langalangafi minn, Jónas frá Hróarsdal í Skagafirði, var þekktur fyrir að blanda ástardrykki. Hann átti líka 33 börn.

Þeir fóru út á svalir til að mæla fyrir stöngum eða einhverju til að loka hliðum suðursvalanna stóru svo að ég geti farið að nota þær (með köttunum). Þeir dásömuðu útsýnið og sögðust ætla að verja deginum á þeim ... en samt ekki setja upp litlu svalirnar, það biði betri tíma. Ég kvaddi þá þar sem þeir mældu og spekúleruðu og hélt áfram að vera í baði.

Núna spila ég Led Zeppelin á hæsta til að heyra ekki lætin í þeim ... en auðvitað læsti ég þá úti á svölum ... Þeim var nær. Sendlarnir úr Einarsbúð eru skynsamari, þeir koma núorðið alltaf tveir saman og mér tekst aldrei að lokka þá út á svalir. Fyrst ég fékk þessa bráðhuggulegu smiði upp í hendurnar getur ekkert hjálpað þeim ... nema fuglinn fljúgandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Perfect timing, þetta virkaði greinilega allt hjá þér, he he .....

Hólmgeir Karlsson, 12.5.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: www.zordis.com

Love is a strange thing! 

www.zordis.com, 12.5.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég þarf að fá mér svona svalir. Skáparnir eru orðnir fullir!

Laufey Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Af strákum, Laufey?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég er ekkert viss um að smiðunum leiðist neitt ógurlega hjá þér.

Ragnheiður , 12.5.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vúman þú ert líkari afa þínum en þig grunar. Mannstu eftir konunni í kanasjónvarpinu (ég veit að þú ert yngri en ég og nei ég er ekki að segja að þú sér feit) sem stundi frygðarlega "Send me a man who reads".  Íslenskur kvenrithöfundur bætti um betur og sagði "sendið mér mann, mér er sama hvort hann les".  Mannstu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 14:05

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góð mynd af þér Gurrí. Tóku smiðirnir hana áðan?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.5.2007 kl. 14:10

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhh, Jenný, man ekki ... en hvaða snilldarrithöfundur átti seinni setninguna.

Já, Jóna, smiðirnir tóku myndina en í gegnum svaladyrnar. Ég hleypi þeim ekki inn í himnaríki fyrr en þeir eru búnir að klára allt. Þá vantar reyndar verkfæri en verða bara að bjarga sér. Ég lokaði þá ekki þarna í öðrum tilgangi, hafi einhver verið svo subbulegur að hugsa þannig ....

Já, Svandís skutla, fáðu þér svalir ... ummm, held að ég verði brún í sumar, í alvöru, hætti að monta mig af því að vera alltaf eins og undanrenna á litinn.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:14

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auður Haralds í Hvunndagshetjunni!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 14:51

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:55

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hehe, nei, beinagrindum aðallega

Hvunndagshetjan, snilldarbókmenntir! Auður er perla

Laufey Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 20:05

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er mjög montin af því að þekkja hana Auði. Hún lætur sér ekki nægja að mæta í afmælin mín, heldur bakar líka og kemur með nokkrar geðveikar tertur! Hún er magnaður rithöfundur. Fær mig alltaf til að hlæja!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 148
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1526805

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 544
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband