X-ÍA

Fín á kjörstaðFékk kosningaskutl á kjörstað. Fann að letin var að færast yfir mig, enda hvasst og kalt úti, ekki veður fyrir fínar dömur sem vilja mæta prúðbúnar á kjörstað. Lýtaaðgerðir geta meira að segja aflagast í roki, held ég.  Maðurinn kom þegar ég var að setja á mig andlitið og beið þolinmóður þessar örfáu sekúndur, ég þarf engar mínútur, enda fögur sem foldin.

Við ókum niður í Brekkubæjarskóla þar sem ég sveif tígulega inn. Þar voru bara einhverjar kvensur ... svo bara hviss, bang ... kaus og upp í bíl aftur og heim.

KjúklingurÞað tók því ekki að eyða meiki, augnblýanti, maskara, varablýanti og glossi ... hvað þá sekúndunum sem tók að skella þessu á. Nú sit ég alein heima, ógeðslega sæt og kettirnir svikulu sem eru bara góðir við mig þegar þeir eru svangir hafa ekki litið einu hrifningaraugnaráði á mig.

Best að fara bara út á nýju svalirnar. Nú er að hefjast leikur ÍA-FH, ormarnir hennar Flórensar búnir að skila litla kíkinum og ég tilbúin í hvað sem er! Fótboltaleikur er málið í dag.

Vá, hvað ég hlakka síðan til að horfa á Evróvisjón og svo á kosningasjónvarpið. Elda kjúkling og grænmeti í ofni með ... Áfram ÍA, áfram Ungverjaland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þjaist líka vegna þess hversu ógisla sæt ég er!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, það kemur sér nú stundum vel, t.d. til að fá afslátt í strætó ... en oft þjáist ég ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: halkatla

ég var að lakka neglurnar silfurlitaðar fyrir kvöldið

halkatla, 12.5.2007 kl. 15:40

4 identicon

Ég vona að þú eigir yndislegt Eurovision- og kosningakvöld!!! Bestu kveðjur frá Akureyri!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hó, hó, hljómar girnilega kvöldmaturinn þinn.... hvort viltu gefa mér uppskriftina að fá mig í mat?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 17:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert sko velkomin, Hrönn. Grænmetisrétturinn (sætar kartöflur, rauðlaukur og laukur í indversku kryddi) mallar nú á háum hita inni í ofni og brátt fer ég að vesenast í kjúklingabringunum. Ætla bara að nota góða indverska sósu og láta þá malla í henni. Auðvelt en bragðgott. Nú ef frú Hrönn kemur ekki þá á ég afgang á morgun, auðveldur sunnudagur í Formúlunni. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 18:21

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mmmm prófa þetta

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Ester Júlía

Ég er líka með kjúkling..Doritos-kjúkling . Þinn hljómar líka girrrrrnilega!  Á að vera að læra og ætla að horfa á júró með öðru auganu ( fliss) .. Góða skemmtun í kvöld og vertu fegin að búa svona hátt uppi svo þú fáir frið fyrir karlpeningnum á glugganum! 

Ester Júlía, 12.5.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 124
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 624
  • Frá upphafi: 1526781

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband