Ricky Martin og brenndur matur vegna óvæntrar gestakomu ...

Ricky MartiniNokkur ágætis lög í keppninni, fínt að hlusta á meðan ég fletti dagblöðum síðustu daga. Mikið finnst mér bæði Blaðið og Fréttablaðið vera með skemmtilegt efni fyrir utan fréttirnar, sérstaklega um helgar. Eftir að ég byrjaði á Moggablogginu varð ýmislegt undan að láta, m.a. blaðalestur, en vinnan mín greiðir fyrir áskrift að Mogga og DV, hin koma skilvíslega í bygginguna sem hýsir himnaríki.

Gríska lagið nýbúið ... nefmæltur gaur... stæling á hinu dásamlega Livin´la vida Loca með Ricky Martin.
Simmi dissaði í grísku kynningu sinni fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð sem alls konar fólk tók þátt í í vetur með því að segja að föngulegi g-strengja kvartettinn sem dansaði með gríska gaurnum myndi aldrei taka þátt í henni. Þar með er ég sármóðguð út í bloggvinkonuna sem stakk upp á því að ÉG tæki þátt í henni. Vissi reyndar ekki að þetta hefði verið keppni ljóta fólksins, fannst þetta frekar sætt og bara svona venjulegt, eðlilegt fólk ... sem ég er vissulega ekki. Móðg, móðg.

Óvænt heimsóknVá, hvað ég er södd. Maturinn var allt í lagi. Ekki vondur, ekki framúrskarandi. Plata hana Nönnu Rögnvaldar til að fá að vera með henni næst! Eða Jamie Oliver.

Nágranni minn í hinni risíbúðinni hringdi dyrabjöllunni þegar ég var nýbúin að setja grænmetisréttinn inn í ofn. Hann langaði til að skoða "hina risíbúðina". Honum leist vel á margt og sagðist hafa fengið ýmsar hugmyndir. Fínt ... næst ætla ég líka að mæta alveg óvænt til hans, helst þegar stendur illa á og allt er í drasli ... hehehehe. Sem betur fer tók ég til í morgun, svona eins og hægt er í svona svalaástandi, en ég get seint vanist því að fólk komi í óvænta heimsókn. 

Þetta varð til þess að ég gleymdi að hræra í grænmetinu og hluti af því brann, samt allt í lagi. En allar tímasetningar eldamennskunnar fóru úr skorðum. Þess vegna held ég að maturinn hafi ekki verið fullkominn! Heimsóknin var samt skemmtileg og gesturinn frábær ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef að gesturinn er góður gerir ekkert til þótt að maturinn klikki aðeins ... :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Well, mér finnst óþægilegt þegar fólk mætir óvænt, það getur staðið illa á, mikil vinna kannski og þá hægt að biðja fólkið um að koma daginn eftir þegar tími væri rýmri ... líka hægt að búa til góðan tíma fyrir fólk ef það boðar komu sína. Eiga eitthvað með kaffinu og svona ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

sammála KMG ....  fái maður óvænta heimsókn þá er til hnappur í eldhúsinu hjá mér sem heitir "change of plans" .... finnst ekkert eins yndislegt og fá óvæntar heimsóknir, gott fólk er meira virði en matur, he he þó það fari náttúrulega mjög vel saman líka  ... 

Hólmgeir Karlsson, 12.5.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Óvæntar heimsóknir vina er allt önnur ella ... Það er líka mjög spælandi að frétta af einhverjum sem ætlaði kannski að droppa við í leiðinni í bæinn úr sumarbústað ... og svo er ég bara úti í Einarsbúð og fimm mínútur í mig heim. Eitt símtal myndi bjarga manni frá slíkri spælingu. Mörgum finnst beinlínis dónaskapur þegar fólk mætir óvænt í heimsókn til þess en aðrir, eins og þú, elska það. Stundum finnst mér bara gaman þegar fólk droppar við en stundum mjög óþægilegt! Annars átti þetta ekkert að vera aðalatriðið í færslunni ... mér fannst gaman að sýna manninum himnaríkið mitt og spjalla við hann en maturinn bara brann á meðan. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elskið mitt. Við gerum alltaf mun meira úr svona en tilefni er til. Ég hef margoft rekið mig á að fólk sér ekki hundahárin, rykið og skítinn heima hjá mér heldur tekur fyrst og fremst eftir því hvernig er tekð á móti því.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.5.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég tók til í morgun ... það var sko ekki málið. Hefði gjarnan viljað fá gaurinn t.d. á morgun þegar ég var ekki að elda og hefði getað spjallað betur við hann yfir kaffi. Það stóð bara illa á, hálftími í Evróvisjón og ég að elda. Vonandi les hann þetta blogg mitt aldrei, hef greinilega gert allt of mikið úr þessu í færslunni. Fer samt ekki ofan af því, mér finnst betra að fá fyrirvara á heimsóknir þótt það sé ekki lífsnauðsynlegt og það skiptir máli hver kemur. Þú ert alltaf velkomin, hvort sem þú hringir á undan þér eða ekki ... bara svo það sé á hreinu

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 00:48

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... vissi ekki að þetta var ekki "allt önnur ella"  ...  Þegar ég var að alast upp í sveitinni voru gestakomur alltaf "kærkomnar" og gleði sem fylgdi. Ég er þannig enn í dag að mér þykir mjög vænt um óvæntar gestakomur og vil helst geta beytt því líka þegar ég hitti aðra. En ég viðurkenni samt fúslega að þetta nær ekki yfir fisksala og aðra óþekkta sem koma til mín bara í eiginhagsmunaskini.
Bros til þín í himnaríki  ...

Hólmgeir Karlsson, 13.5.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 1526691

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband