Sigrar og sigrar ...

FormúlanFormúlan í sjónvarpinu ... Silfur Egils í tölvunni. Einbeitingin algjör. Gaman að hlusta og horfa. Leitt að kjördæmið mitt, norðvestur, skuli hafa tafið úrslitin til morguns. Þetta er ansi stórt og víðfeðmt kjördæmi ... Skaginn "tilheyrir" höfuðborgarsvæðinu í gegnum strætisvagnakerfið en deilir þingmönnum með m.a. Norðlendingum og Vestfirðingum. Hef heyrt marga Skagamenn nöldra yfir þessu.

 

Gutti

Veit að sigur Gutta (Guðbjarts) fyrir Samfylkinguna er persónulegur. Margir hér á Skaganum sem hingað til hafa ekki kosið Samfylkinguna kusu Gutta. Hann er afar vinsæll á Skaganum, enda frábær maður. Þegar hann var í Kennaraskólanum í denn kenndi hann bekknum mínum í æfingakennslu og það var algjör sæluvika. Fjölbreytnin var líka svo lítil, alltaf sami kennarinn sem kenndi öll fög og svo var hann aldrei veikur!

Vona að bloggvinir mínir eigi guðdómlegan dag. Séu ánægðir með úrslit kosninganna hvar sem þeir standa í pólitíkinni. Sigurvegararnir eru a.m.k. ansi margir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis til hamingju með kosningarnar.  Sú eina hamingja sem ég sé í spilunum akkúrat núna (þrátt fyrir góðan sigur VG) eða sú hamingja sem felst í því að þetta argaþras er búið í bili.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Völvan okkar á Vikunni talaði um VG, D og F sem sigurvegara kosninganna.  Persónulega finnst mér VG vera óumdeildur sigurvegari, þau bættu mestu við sig. Hún talaði alveg um þennnan möguleika að VG og D mynduðu saman stjórn. Mörgum álitsgjöfum finnst það þó ólíklegt, ég er sko að horfa á sjónvarpið, fyrst á Silfrið, núna á RÚV ... svo rennur í sunnudagsbaðið. Eins gott að ég fái ekki óvæntan gest á meðan ég ligg í baðinu ... hehehehe! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er óskandi að breytingar séu ti góðs .....  Til hamingju með Gutta!

www.zordis.com, 13.5.2007 kl. 15:59

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég var mjög ánægð með kosningarnar .

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2007 kl. 16:47

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, hvort Gutti var sigurvegarinn minn læt ég ekki uppi ... en hann er fínn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:03

6 identicon

Ég er sjálfur ekki sáttur við niðurstöður kosninganna ... mér finnst ótrúlegt að stjórnin hafi haldið velli með 32 þingmenn gegn 31 - og þessi meirihluti þingmanna er byggður á minnihluta atkvæða - eða um 48% ... það verður ekki skemmtileg ríkisstjórn eða traust. Alls ekki. Og ef Jón Sigurðsson verður áfram ráðherra, þrátt fyrir skýr skilaboð um að kjósandi almenningur vildi hann ekki á þing ... þá er eitthvað að.

En við sjáum hvað setur.

Í dag er hins vegar mæðradagur, dagurinn eftir eitt umdeildasta Eurovisionið en fallegt sigurlag ... ó já. Það er alltaf hægt að sjá fegurðina ... ég sé þig til dæmis

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:28

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hitti hann (Gutta) á Sauðárkrók um daginn.  Afskaplega geðugur maður með góða nærveru.  Berðu honum kveðju mína ef þú rekst á hann, með góðum óskum.  Held að hann sé vel að sínu þingsæti kominn. 

Sigríður Jósefsdóttir, 14.5.2007 kl. 13:31

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég þekkti Gutta mjög vel í den. Við sátum t.d. saman í kjörstjórn einu sinni og unnum vel saman. Mér þykir hann góður maður en hefði viljað sjá hann í VG frekar en í Samfylkingunni. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1526360

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Hjúkrunarneminn
  • Sófamorðingi 2
  • Sófamorðinginn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband