Baðpælingar ... hvítt en litskrúðugt?

Hvítur panillEr alltaf að pæla í baðherberginu. Held að eldhúsið sé komið nokkuð á hreint. Hef verið að fletta ýmsum blöðum (sjá mynd til vinstri) og finnst hvítur panill frekar fallegur, ekki á allt baðið, heldur til dæmis utan um baðkerið og kannski á hluta veggjarins fyrir ofan. Svo er ég líka ansi veik fyrir litskrúðugum flísum úr mósaíki. Finn þó ekki draumaflísarnar mínar úr mósaíki í gegnum google. Það má ekki allt vera skjannahvítt, gleðin verður að vera þarna líka í formi lita ...

FlísarSkoða meira, fletta betur, pæla, pæla ... ekki það að allt sé morandi af iðnaðarmönnum á lausu en ég hlýt að geta eitthvað gert sjálf.

 

Var einmitt að koma úr baði ... las þar heila bók, Skíðaferðina, kilju sem var að koma út. Vá, sú var svakaleg. Það tekur tíma að jafna sig eftir hana. Tvíburabók, Hvítt á svörtu og Farþeginn bíða síðan og fleira. Gott að hafa kilju með sér í strætó! Það styttir líka ferðina til muna að lesa ... samt hefur mér aldrei fundist hún of löng og ekki enn orðin leið á ferðunum á milli Skaga og höfuðborgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég segi það sama, mér finnst leiðin milli Skaga og höfuðborgarinnar alls ekki löng og því síður leiðinleg.  

Líst vel á þessar flísar á myndinni til hægri, mjög litskrúðugar, fallegar og fullar af lífi. 

SigrúnSveitó, 13.5.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Hvítt er alltaf í tísku og þú gætir skreytt með fluffy golfmottum og handklæðum!  Hins vegar er mjög mikið í tísku hér í Flísalandinu Spáni að vera með flísabekki sem brjóta aðeins upp náðarstaðinn!  .......

www.zordis.com, 13.5.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvítt er alltaf fallegt á baðherbergi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvítt er eitthvað svo stílhreint, fallegt og hreinlegt. Að ég tali nú ekki um í lítil herbergi. Og eins og Spánarmærin segir, alltaf hægt að fá litinn frá handklæðunum, gardínum, blómapottum/blómum, myndum á veggina, kertastjökum o.sfrv.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eitt einn: hafa verið til undanfarið hvítir frístandandi bastskápar/skúffur í Rúmfatalagernum. Dettur það í hug þegar ég horfi á myndina hjá þér af baðherberginu.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 20:42

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Veit að þetta verður fallegt og heimilislegt eins og annað hjá þér! Svo manstu eftir bókahillum og blaðagrindum á baðherberginu....! (manstu wc-ið hans Björns Ólafs í París?) Good luck.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, takk fyrir góðar hugmyndir. Man ekki eftir baði Björns í París en auðvitað verða bækur! Þær eru í öllum herbergjum, þessar elskur. Annars er baðherbergið ferlega stórt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Ester Júlía

Mmm æðislegt þetta panilklædda baðherbergi.  EN það má ekki vera allt panilklætt og verður að vera hvítmálað. Litlar mósaíkflísar eru æðislegar.. vinkona mín ein dundaði sér nú bara við að setja mósaíkflísar á eldhúsvegginn hjá sér..eina og eina ( litla) í einu.  Henni leiddist ekki á meðan og útkoman var stórkostleg!  

Ester Júlía, 14.5.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 176
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1526333

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Hjúkrunarneminn
  • Sófamorðingi 2
  • Sófamorðinginn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband