14.5.2007 | 17:43
Hrukkur Brads, sætir Bretar, bold og óvænt skutl fyrir okkur Ástu
Var eitthvað svo rosalega snemma á ferðinni eftir vinnu og komin upp í Mosó næstum 40 mínútum fyrir brottför Skagastrætó, allt Halldóri frænda að kenna. Engir bekkir neins staðar til að sitja á í Mosó nema í strætóskýlinu og þangað settist ég með þykka kilju, Tvíburana. Frábær bók um tvíbura sem eru aðskildir í æsku, konur sem hittast fyrir tilviljun á heilsuhæli og rifja upp minningar sínar. Önnur bjó í Þýskalandi og hin í Hollandi. Er bara búin með nokkra kafla og er alsæl só far.
Anna hringdi og þegar hún frétti af þessari bið minni heimtaði hún að fá að skutla mér á Skagann. Svona á maður nú góða vini. Ásta hoppaði svo áður út úr leið 15 og ég lofaði upp í ermina á Önnu að hún fengi far með. Fannst einum of langt gengið að bjóða tryllingslega sætu Bretunum á stoppistöðinni með í bílinn en þeir voru að fara á Esjuna. Þeir segja ekki lengur Eisja, ekki eftir að ég barði inn í þá réttan framburð.
Ásta bauð okkur Önnu upp á kaffi á trépallinum sínum og við nutum sólarinnar í hálftíma eða svo. Ásta fór eitthvað að rifja upp það sem hún gerði mér fyrir tæpu ári þegar hún ætlaði að koma mér út! Þá kynnti hún mig fyrir góðum manni sem kom meira að segja og eldaði mat heima hjá mér. Það hét ekki ástarmál, heldur Ástumál. Einhver þrjóska hljóp í okkur bæði, vildum ekki láta hleypa okkur til ... eða eitthvað. Held að hlutirnir hefðu gengið frekar upp ef við hefðum dottið hvort um annað í Einarsbúð ... eða ég t.d. bjargað lífi hans á einhvern máta, t.d. niðri á Langasandi. Veit samt ekki hvernig ég gæti troðið aðdáanda inn í þéttskipaða dagskrá mína, verð að láta mér nægja að lesa um sæta stráka eða horfa á sæta stráka í myndum. Annars var Ellý að horfa á nýja mynd með Brad Pitt og sagði hann hafa elst alveg ógurlega illa, Angelina Jolie hefði líklega farið svona með hann. Hmmm, útlitsdýrkunin komin í strákadeildina líka. Við tölum reyndar aldrei um svona hluti svona dagsdaglega, enda frekar ómerkilegt umræðuefni.
Þetta skutl hennar Önnu lengdi daginn heldur betur. Við vorum komnar í gegnum göngin þegar strætó var að leggja af stað úr Mosó!
Nú bíð ég spennt eftir afdrifum Hope litlu og líka því hvort Eric reynir meira við fyrrverandi tengdadóttur og eiginkonu, hana Brooke. Eða hvort sonur hans, ekki blóðtengdur, rífur hana frá honum. Eftir að ég sá inn í framtíðina og komst að því að Nick, sem nú er að fara að kvænast Bridget, dóttur Erics og Brooke, verður senn hinn nýi Ridge sem bæði Brooke og Taylor eiga eftir að slást um. Þátturinn var að hefjast. Eric segir Bridget að hann hafi beðið móður hennar en hún hafi sagt nei. Brooke þarf mann í líf sitt, segir Eric, sérstaklega svo að hún stingi ekki undan Bridget. Brooke hefur gert Nick ábyrgan og fleygt honum út af sjúkrahúsinu. Nú háskælir hann í kaþólskri kirkju og rifjar upp góðar stundir með barninu sem Brooke á með manni sem deitaði dóttur hennar, Deacon. Hope litla vaknar og fyrstu orð hennar eru auðvitað: Nick, Nick. Allt bendir til þess að tilraun Bridget til að giftast Nick renni út í sandinn. Hann endar með Brooke! Og svo Taylor og líklega aftur Brooke. Hvaða kvennaflokkur bíður Ridge í framtíðinni? Við bíðum bara spennt!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 91
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 368
- Frá upphafi: 1526248
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 325
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þetta er nú meiri stóðlífið á þessum boldurum. Ég get bara ekki lesið þennan veðbjóð
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 17:49
Verð bara að fara að skrifa um Nágranna ... sápuna sem kemur á eftir boldinu. Mér ofbýður líka!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:09
Ólafur fannberg, 14.5.2007 kl. 22:08
Ég er ær og slæ mér á lær, - ekki frá því að mér sé eiður sær. En þú ert mér kær.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:09
Bjargvættur Taylor, listmálarinn, kemur sterkur inn fyrir Bridget. Þeim tókst ekki að giftast, henni og Nick. Alltaf eitthvað. Ridge greyið er bara fórnarlamb aðstæðna og þarf að taka ákvörðun sem fyrst hvort hann velur Brooke eða Taylor. Dauðlangar að hvísla að honum að Nick sé í þann veginn að stela hjarta þeirra beggja ... og hvað verður þá um vesalings Ridge. Vonandi kemur í ljós að hann er ekki blóðfaðir tvíburanna, hann gæti þá deitað þær til skiptis! Það yrði nú spennandi. (Kræst)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:30
oj Guðríður
gæti samt alveg gerst. Merkilegt með þetta sápufólk alltsaman hvað það fer lítið af bæ. Þetta er eins og í Mývatnssveit til forna... parast allt innbyrðis. Merkilegt hvað litlu sápukúlurnar eru fagrar... ætti að vera úrkynjað með hala og horn.
Sigga (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.