14.5.2007 | 22:41
Frosið sjónvarp, góðar kiljur og guðdómlegur granni
Ég fékk skemmtilega, eiginlega guðdómlega æðislega, sendingu rétt fyrir kvöldmat. Sveitamærin, hún Sigrún Flórens, sendi mér fiskrétt sem átti eftir að elda inni í ofni. Hún hefur bloggað um þennan fiskrétt (karrí, sveppir, brokkoli) og ég slefaði áfergjulega á kommentakerfinu hjá henni en var ekki búin að prófa þetta sjálf. Vá, þvílíkur fiskréttur, líklega sá besti sem ég hef smakkað og sá fallegasti og sumarlegasti! Takk, elsku Flórens!
Heroes-þátturinn er farinn út í einhverja vitleysu, því miður. Týpískt, um leið og eitthvað nær vinsældum er reynt að teygja lopann út í það óendanlega! Ég nennti ekki að láta Lost plata mig lengur og hef lifað góðu lífi í nokkrar vikur án þess þáttar. Nú eru það eiginlega bara fréttir, 24 og mánudagskvöldin sem stjórna lífi mínu. Sorrí, bévítans boldið líka.
Ákvað að hlusta á American Idol á meðan ég vinn en vantar sárlega kafarann Fannberg til að busla fyrir utan Langasandinn. Speglun á sjónum veldur því að myndin frýs ... Nágranni minn í hinni risíbúðinni er tölvunörd og notast við eitthvað svo miklu fullkomnara en loftnet og það frýs aldrei neitt hjá honum. Það var fínt að fá hann í heimsókn (þrátt fyrir tímasetninguna: hálftíma fyrir Evróvisjón), ég varð enn ánægðari með himnaríki á eftir. Það var svo gaman að gaman að heyra hann hrósa því.
Það bíða mín bækur í hrönnum, eins gott að ég fer í sumarfrí eftir þriðjudaginn næsta.
Nú var ég að fá Sakamálaþrautir, glæpsamleg heilabrot, í hendurnar. Ohhhhh, hvað ég hlakka til að lesa hana og pæla svolítið í morðum og glæpum.
Ég lýsi yfir velþóknun minni með alla þessa dásamlegu kiljuútgáfu undanfarin misseri.
Það er svo undarlegt að horfa út um gluggann núna. Fallegir litirnir, sjórinn blár og fjólublár og himinninn eitthvað svipaður. Gleymi því aldrei þegar Erró sagði einu sinni í viðtali að fyrsta verkefni hans í listaskóla erlendis var að mála himinn og hann þurfti að nota 3.000 tilbrigði af bláum lit ... eitthvað svoleiðis, kannski 300 ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 196
- Frá upphafi: 1529701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gaman og gott að heyra að þér líkaði rétturinn
SigrúnSveitó, 14.5.2007 kl. 22:46
mér finnst alltaf svo skringilegt að eitthvað sé í hrönnum - hvað þá þegar hrín við hrönn
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 22:47
Hahahhahah, má ég nota þetta orð áfram, kæra Hrönn?
Já, þetta var snilldarréttur ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:50
ég slefa (áfergjulega) hér í kommentið ..... kannski fæ ég líka fiskrétt, he he
...
Hólmgeir Karlsson, 14.5.2007 kl. 23:11
Eftir stendur spurningin hvað ertu að æða í sumarfrí svona snemma? Ertu að fara eitthvað?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 23:27
Já, Hólmgeir, mætum óvænt til Sigrúnar eitthvert kvöldið. Ég skal njósna hvenær hún eldar þetta næst. Eða þú kemur bara í mat til mín.
Jenný, ég er orðin lúin eftir erfiðan og skemmtilegan vetur ...vantar þrjár vikur til að hlaða batteríin. Tek rest síðar. Ætla bara að vera heima og dingla mér. Kannski taka himnaríki ofsavel í gegn ... liggja í sólbaði á nýju svölunum ... lesa, lesa, lesa! Tók fríið mitt líka snemma í fyrra og fannst það rosalega gott. Ég er meiri áhugamanneskja um innivist en útivist þannig að sólin í júlí truflar mig ekki frá hamingjuríkri vinnunni!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2007 kl. 23:31
haaa, ég er ósammála með Heroes. Við erum gersamlega límd við það (en steinhætt að horfa á Lost, samt)
hildigunnur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 09:04
Þolinmæði mín minnkar hraðar yfir sumartímann, alveg búin að sjá það. Enn var kalt úti þegar ég hætti að horfa á Lost. Mun halda áfram að horfa á Heroes þangað til ég fatta eitthvað plott um að þættirnir muni ganga í þrjú ár áður en kemur að uppgjörinu sem allt stefnir á, sprengjan og það allt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.