Jenný sannspá og kínverskt samband sem lofar góðu

baquamap04Mikið fékk ég skemmtilegt símtal áðan frá kínverskri konu. Einstök málakunnátta mín (enska, urdu, kínverska, katalónska, swahílí, serbó-króatíska og hollenska) var óþörf, konan talaði fínustu íslensku sem er vissulega alltaf gott að æfa sig í.

Ástæða þess að hún hringdi var sú að ég held utan um greinar í opnunni með stjörnuspánni og leita sífellt að skemmtilegu efni til að fjalla um í Galdrahornið. Hún var með skemmtilega hugmynd. Ég er reyndar ansi jarðbundin og lít á þessa hluti eins og samkvæmisleiki. Í næsta blaði, sem er alveg að koma út er t.d. fjallað um áruna og liti hennar og með er aðferð til að læra að sjá árur.  

Kínverska konan veit allt um Feng Shui, kínverska stjörnuspeki og slíkt .

Hádegisfréttir: Spá Jennýjar bloggvinkonu hefur ræst. Sama stjórnin. En heimskulegt af báðum flokkum. Flest annað hefði endurspeglað vilja kjósenda. Ef minni kjósenda heldur í fjögur ár mun báðum þessum flokkum verða refsað. Það þarf að hugsa fram í tímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu, bíddu, var að hlusta á hádegisviðtalið á Stöð 2 við Þorgerði Katrínu.  Engin ný stjórn enn.  Vona svo innilega að ég verði ekki sannspá að þessu sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún var ansi fín í hádegisviðtalinu ... ég er mikill aðdáandi hennar. Klár og skynsöm kona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Saumakonan

innlitskvitt á bloggrúnti   úff maður þarf að fara margar síður til baka ef hægt á að vera að fylgjast með þér... hvað er í kaffinu þínu eiginlega??????

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 14:30

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú meinar það ... úps. Kannski ætti ég að taka vitra bloggara mér til fyrirmyndar og hafa hugfast þetta með gæði fram yfir magn ... Heitir þetta ekki að vera blaðurskjóða? Í kaffinu mínu er koffín og kaffirjómi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 14:38

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það gæti verið hættulegt fyrir þá að halda áfram í ríkisstjórn. Sé fyrir mér heilmikil sóknarfæri hjá þeim ef þeir verja næstu fjórum árum undir feldi og koma svo tvíefldir til baka eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu. Þekki nokkra stórfína Framsóknarmenn sem eru framsýnir. Vona að þeir hafi eitthvað að segja núna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 15:54

6 Smámynd: Saumakonan

LOL neiiiiii ekki breyta neinu... það er bara ÉG sem þarf að kíkja oftar!!!!

ps... kaffirjómi í kaffið???? ojjjjjjbara!!!  skemmir kaffið!!!!!!

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 18:05

7 Smámynd: www.zordis.com

Feng Shue er meiriháttar, algjör galdur!  Spennandi .... galdrar eru dásamlegir ef þeir eru hreinir

www.zordis.com, 15.5.2007 kl. 19:34

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er bráðskemmtilegt. Sjeng bí tonkí hjonk. Erdesmm.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.5.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 1526045

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband