Köttur úti á svölum

Litlu svalirnar ... loksinsFyrsti sokkabuxnalausi dagur ársins var í dag og mér var ekkert kalt undir gallabuxunum. Í himnaríki þýðir þetta að sumarið sé formlega komið. Sætu karlarnir mínir kláruðu að festa upp litlu svalirnar, þurftu að bora í gegnum hnausþykkan útvegginn en sjónvarpið felur ummerkin að innanverðu. Kisurnar þora varla út á svalirnar, þær eru svo breyttar. Ég setti stól út til að þær geti hoppað upp á hann og kíkt yfir handriðið, annars sjá þær ekkert, rosa fúlt. Kisunum finnst svo gaman að njósna um nágrannana. Mér finnst heldur ekki leiðinlegt að fá krassandi skýrslur frá þeim þegar ég kem heim úr vinnunni.

 

Köttur úti á svölumBridget er að átta sig á því að Nick, unnusti hennar, er bálskotnn í mömmu hennar. Nick og Brooke sitja í sjúkrastofunni hjá Hope litlu, ávexti ástarsambands Brooke við fyrrum tengdason sinn (Deacon sem var með Bridget). Nick lofar Hope litlu því að hann sleppi aldrei af henni augunum framar, ALDREI! Eins og Eric (pabbi Bridgetar og Ridge (ekki blóðfaðir) og fyrrum eiginmaður Brooke) sagði svo greindarlega er hún Brooke kona sem getur ekki karlmannslaus verið og Nick er karlmaður, held ég. Stefanía kom í kofann (stóra strandhúsið) og hitti þar óvænt Bridget. Fúlheitin vegna uppgerðarhjartaáfallsins voru til staðar í upphafi en svo opnaði Bridget sig. „Mamma getur ekki verið að gera mér þetta aftur!“ kveinði vesalings stúlkan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eftir hvern er bókin sem þú ert að lesa? Heitir hún tvíburarnir?

Vonandi venjast kisurnar svölunum og geta fært þér djúsi sögur af nágrönnum innan tíðar

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 18:47

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehe, já, svo væri ekki galið að kaupa kattakíki fyrir þá til að fá enn meira djúsí skýrslur ... Tessa de Loo skrifaði bókina. Já, hún heitir Tvíburarnir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið hefði verið gaman að vera heima og bjóða ykkur upp á kaffi! Á sama tíma að viku verð ég í sumarfríi ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottar svalir maður.  Eru þær örgla mannheldar eða kvenheldar kannski?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 22:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hefur sokkabuxnaleysið eitthvað að gera með mennina á svölunum?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.5.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, dagur án föðurlands, án Filodoro - .... hvar endar þetta? Er svalerne nu tilboerne, eins og þú sagðir svo snilldarlega á föðurmáli mínu?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, svalerne er sko reddí ... hehehhe! Filodoro eru ekki nógu þykkar fyrir kuldaskræfuna mig, ég þarf ÞYKKAR sokkarbuxur á 4.000 kall til að lifa af veturinn. ANnars verða lærin fjólublá.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:38

8 identicon

Geturðu ekki beðið smiðina að útbúa syllu fyrir kisurnar sem er í hæð við svalahandriðið þannig að þær geta legið makindalega á syllunni og malað, þvegið sér og njósnað um nágrannana í leiðinni?

Sigga (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Endilega komdu oftar með svona Bold pistla...er nefnilega hætt að borga af stöð2 og nenni ekki að grafa þetta upp á netinu. Miklu þægilegra að kíkja hér við.

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1526024

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband