Fljúgandi ađdáandinn

Ađdáandinn fljúgandiAldeilis sem strákarnir fćra sig upp á skaftiđ og ţeir gerast ć frumlegri. Nýjasti ađdáandinn gerđi sér lítiđ fyrir áđan og dađrađi viđ  mig á sama hátt og krummarnir sem lítill friđur er fyrir. Eins gott ađ ákveđin manneskja á Akranesi fái ekki veđur af ţessu ... ţá myndi hún skrifa opiđ bréf í Skessuhorn, senda afrit til bćjarstjórnar og ég ţyrfti í kjölfariđ ađ fara ađ borga af fuglunum mínum, eđa rottunum, eins og hún kallar allt. Kvikindunum sem fljúga yfir garđinn hennar og trufla hana viđ garđyrkjustörfin og rósirnar frá ţví ađ blómstra ...

Myndin t.v.:  Vélin er fyrir miđju, ađeins til vinstri.  

Lentur á LangasandiŢessi nýi ađdáandi kom hér á rómantískri flugvél, rauđri ađ lit, sveimađi eins og breimandi fress fyrir utan gluggann minn og lenti svo niđri á Langasandi. Hann beiđ ţar í smástund og gafst svo upp. Ég geri ekki upp á milli ađdáenda minna. Ţegar krummi sest á ljósastaurana viđ sandinn hleyp ég ekki út, ţess vegna sat ég kyrr í himnaríki og klárađi ađ horfa á Medium.

Flugvélin lent. Hún sést á sandinum rétt fyrir ofan fótboltastúkuna. Ef vel er gáđ má greinilega sjá ástsjúkt augnaráđ flugmannsins. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ćvinlega velkominn, elsku Guđmundur. 

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Vá, ég sá augnaráđiđ vel. Skil hann alveg.  Hvílíkt sólarlag. Ég horfi á ţađ núna. Er ekki heimurinn furđulega fagur í útliti, ţó innrćtiđ sé nú eins og ţađ er......? Eđa svoleiđis. Sólarlagsfađm yfir sjóinn - sé ljósiđ í tölvuherberginu ţínu.

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Fjólublátt fađmlag á móti. Ótrúleg fegurđ. 

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:34

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Vá, rómantíkin er ađ ná hámarki ţarna handan viđ hafiđ !  Enginn sem sveimar hér yfir Álakvíslinni

Svava S. Steinars, 16.5.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

.... aa ég efast pínu, finnst skirtan sem hann er í ekki nógu kúl. Held hann sé ekki týpan ţín

Hólmgeir Karlsson, 16.5.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já sammála Hólmgeir, finnst skyrtan ekki alveg vera ađ gera sig, augnhárin eru samt ćgilöng og ef frá er skilin slikjan á augunum ţá eru ţau ţegar grannt er skođađ svakalega djúp og falleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 00:36

7 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Augu hvađ ... ţađ er skyrtan sem kemur upp um karlinn. Takk fyrir ađ bjarga mér frá hjónabandi viđ ţennan flugmann. Ţiđ voruđ á síđustu stundu.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:38

8 Smámynd: Heiđa  Ţórđar

Fallegar myndir, en ennţá fallegri af börnunum fyrir neđan

Heiđa Ţórđar, 17.5.2007 kl. 00:59

9 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Gurrí! Ţetta var ég - ćtlađi ađ sćkja til ţín bćkur.......

Hrönn Sigurđardóttir, 17.5.2007 kl. 01:39

10 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

ótrúlegir litir...ţú býrđ viđ ţann lúxus frú Guđríđur ađ hafa alheimslistamann fyrir utan gluggan ţinn sem málar ţér nýja mynd mörgum sinnum á dag.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 11:02

11 Smámynd: Saumakonan

Var skyrtan kanski óstraujuđ????    Skyrtan kemur upp um manninn sagđi Sćvar Karl sjálfur í kosningasjónvarpinu

Saumakonan, 17.5.2007 kl. 11:17

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir frú gurrí

Kristín Katla Árnadóttir, 17.5.2007 kl. 11:33

13 Smámynd: bara Maja...

Já já ţetta er alveg greinilegt áreiti... gott hjá ţér ađ halda fjarlćgđ... play hard to get

bara Maja..., 17.5.2007 kl. 13:11

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Sko, ég missi greinilega af ÖLLU sem gerist á sandinum *okkar*. En frétti ţó alltaf af ţví hérna inni

SigrúnSveitó, 17.5.2007 kl. 18:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 1525998

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband