Horfinn fimmtudagur

Vel vöknuð, hress og kát. Síðan um fimmleytið í morgun. Vá, skrýtið að heill dagur hafi farið svona til spillis, eða eiginlega allur gærdagurinn. Hefði getað gert svo margt í gær til að auðvelda mér daginn í dag sem verður tryllingslega annasamur. Ég verð starfandi ritstjóri í dag og á mánudaginn og þarf að skrifa leiðara, halda utan um skil á efni, funda um næsta blað og fleira og fleira, blaðið fer í prentun seint í dag. Og ljúka mínum eigin greinum ... Þetta verður bara fjör og best af öllu að vera svona úthvíld. Ef þið hafið hugmynd að góðu viðtalsefni þá látið vita ... InLove

Við LangasandSjórinn er flottur núna. Öldurnar háværar og skvettast skemmtilega á steinana. Synd að þurfa að fara frá þeim. Smellti af mynd en náði því miður ekki hávaðanum og skvettunum.

Held að ég hafi verið í Fréttablaðinu í gær með gott húsráð ... notkun appelsínubarkar gegn köttum. Snjallt að setja t.d. í blómabeð. Alltaf til fólk sem elskar blóm meira en ketti og notar lævísleg brögð til að hefna sín á þeim, stundum hlusta meira að segja bæjarstjórnir á slíkt fólk ....  

Jamm, farin í morgunbaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ertu komin á fætur????? Ég er ekki farin að sofa!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.5.2007 kl. 06:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég er ansi vel sofin ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hæ.  Ég rakst einmitt á þetta fína ráð frá þér, þegar ég fletti Fréttablaðinu í gær.  Þegar stóra systir bjó í Englandi kenndu nágrannakonurnar henni að nota sítrónubörk í sama tilgangi.  Kannski allir sítrusávextir sáu hryðjuverkamenn í augum katta?

Guðrún Eggertsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hugsa að sítrónubörkur sé enn sniðugri. Annars misskildi blaðakonan mig algjörlega. Ég hef aldrei notað þetta ráð sjálf, ég hata garðvinnu og vil helst malbika yfir allt grænt ... (svona næstum því). Hafði bara heyrt af þessu með appelsínubörkinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 10:37

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú biður um hugmyndir að viðtölum. Ég þekki fullt af sniðugu fólki sem er að pæla í sniðugum hlutum (eða það finnst mér...) og hefur marga fjöruna sopið. Hvað ertu einkum að hugsa um? 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yfirleitt hafa "lífsreynslusögur" verið vinsælastar, hversdagshetjan þarna úti sem hefur upplifað sitt af hverju. Þá er ég ekki að tala um þessar nafnlausu sem heita Lífsreynslusagan og eru líka svaðalega vinsælar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 1525990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband