Stefnumót við Harðarbakarí

Trítlaði tindilfætt út á stoppistöð og hlakkaði til að sitja svona vel vakandi í strætó í bæinn. Ég beið og beið og beið ... enginn strætó kom. Sendi Ástu sms og spurði um strætó, hún býr rétt hjá endastöðinni. Fékk til baka „Fer ekki í vinnu í dag, hringdu í Birki!“ Í ljós kom að stóri, flotti jeppinn hans Birkis var bilaður en Birkir lofaði að hringja í mig ef hann fyndi bíl. Tók innanbæjarstrætó áleiðis að Skrúðgarðinum en þá hringdi Birkir, búinn að stela bíl ... frá foreldrum sínum. Við hittumst við Harðarbakarí og ókum saman í bæinn. Við vorum c.a. 20 mínútum seinni í bæinn en venjulega en ég náði fyrir átta samt! Æði!

Hvað ætli hafi komið fyrir hjá strætó í morgun? Einhver sofið yfir sig, bíll bilað eða hvað? Það svaraði ekki hjá Skrúðgarðinum og Birkir sagði að ekki hefði svarað hjá Skagastrætó heldur. Gummi bílstjóri hefur án efa reddað þessu klukkutíma seinna. Stefni að því að taka hálfsjö strætó heim í kvöld og kemst þá að þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það voru allir brottnumdir af Skaganum, nema þið tvö

Hvert stefnir þetta? Æsispennandi

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín hann hefði retta þessu hann Gummi en það  er gott að þetta gekk vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er búið að stela bæði bílstjóra og strætó þannig að ég myndi hafa eitthvað plan B í gangi í kvöld ef þú villt komast heim (án þessa að fara á puttanum).

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Djísus, ég var greinilega í stórhættu í morgun án þess að vita það og var bjargað af innanbæjarvagninum á síðustu sekúndunni ... hvar ætli stolnu farþegarnir séu? Heyri fyrir mér hrópin í strætótalstöðinni í morgun: Leið 27, aukabíll kallar, Leið 27, ertu kominn til Reykjavíkur? Leið 27, hvar ertu? ... það bíður alltaf aukastrætó nr. 6 eftir farþegunum því að ekki dugir að demba 60-70 manns af Skaga og Kjalarnesi inn í sárasaklaust leiðakerfið þegar mest er að gera. Því fáum við aukabíl. Sá hefur þurft að bíða í morgun, bíður kannski enn?  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 10:34

5 Smámynd: Saumakonan

Fyrirsögn Moggans:    HVAR er skagastrætó???? Brottnuminn af geimverum???   Fylgist með æsispennandi framhaldi.......

Saumakonan, 18.5.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þau lentu í x-vídd - skilja ekkert í því af hverju þau eru ekki sýnileg - því þau sjá okkur....

dadadadaaaaaaaa -

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 10:54

7 Smámynd: bara Maja...

Nagandi spenna... ps sá þig í Fréttablaðinu og hentist út með appelsdínubörk (samt kisuelskari)

bara Maja..., 18.5.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: www.zordis.com

Æsispenna á Skaganum

www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 16:49

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðrún stakk upp á sítrónuberki, held að það sé jafnvel enn snjallara, alla vega súrara! Já, það er sko alltaf spenna hérna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 1525989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband