18.5.2007 | 19:51
Beðið eftir geispum ...
Einfalt yfirsofelsi olli þessu dularfulla strætóleysi í morgun. Ég hélt að hið sama hefði gerst núna seinnipartinn þegar ég beið eftir leið 15 við sjoppuna sem eitt sinn gekk undir nafninu Essó við Vesturlandsveg. Svo birtist þessi elska og við náðum í Mosó örfáum mínútum áður en leið 27 fór á Skagann kl. 18.30. Las Tvíburana á leiðinni og er nú alveg að verða búin með hana.
Kaffileysi ríkir í himnaríki og var til nákvæmlega nógu mikið af baunum í einn bolla. Þar sem bæjarferð er á áætlun á morgun mun þetta ekki eyðileggja helgina, onei. Svo held ég reyndar að það fáist góðar kaffibaunir í sjoppunni hérna rétt hjá.
Nú er spennandi að vita eftir svefndaginn mikla í gær ... hvenær hefjast geisparnir? Ekki það að nokkuð sé við að vera í kvöld ... sjónvarpsdagskráin viðbjóður, held ég, en góðar bækur í bunkum. Kaffileysið gæti orsakað ótímabæran svefn á föstudagskvöldi.
Svo langar mig ógurlega að horfa á Babel á DVD, skilst að það sé góð mynd, svona í anda Crash.
Er ekki bara stemmning fyrir nýrri stjórn? Mörg góð loforð sem ég ætla að haka við jafnóðum og þau verða efnd! Ef Gutti verður ráðherra eru hæg heimatökin fyrir Skagamenn að hnippa í hann. Hefði samt alveg verið til í að sjá VG í stjórn. Geta þeir ekki bara verið memm líka? Þá myndi langstærsta stjórn ever sitja. Kannski heimsmet?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 7
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 1525976
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 190
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Who is Gutti? Someone I know???? Sexy SOB?? Hætt að spyrja. Það er ekki nógu gaman að sofna of snemma um helgar að mínu mati. Um að gera að drolla smá og njóta þess að það er frídagur að morgni. Keyptu þér meira kaffi!
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 20:28
Gutti er hann kallaður ... Guðbjartur Hannesson. Kenndi mér í viku þegar ég var í 12 ára bekk hér á Skaganum. Vinsæll hér á Skaga.
Stefni að því að drolla soldið ... horfa á flottar skvettur við sandinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 20:47
Ég legg það í þínar færu hendur að fylgjast með kosningaloforðum.
Ragnheiður , 18.5.2007 kl. 22:00
Slæmt að eiga bara kaffi í einn bolla en köld eru kvennaráð! He he he ..... guðmundur við vorum sennilega ungabörn á þessum árum! Eða ung börn öllu heldur!
www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 22:09
Gutti er bjartasta von Vestlendinga
Guðrún Vala Elísdóttir, 18.5.2007 kl. 22:54
Þetta verður ágætisstjórn, skulum við vona. Spurning núna hverjir verða ráðherra heilbrigðismála og félagsmála. Hitt er pís of keik.... Á hverja veðjið þið?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:14
ég segi að heilbrigðismálaráðherra komi úr sjálfstæðisflokk og félagsmála úr samfylkingu....
....hins vegar er ég spennt að vita hver verður ráðherra landbúnaðar
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 23:23
Sammála, þetta eru mikilvægustu embættin! Það er ómögulegt að segja til um hver hreppir hnossið ... það fyrrnefnda er yfirleitt ávísun á óvinsældir, nema eitthvað almennilegt sé gert fyrir fólk. Kannski Gutti?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:24
Einhvers staðar las ég að Sjálfstæðismenn forðuðust alltaf heilbrigðisráðuneytið, það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi. Sá þig ekki Hrönnslan mín, þú varst ekki komin þegar ég svaraði Guðnýju Önnu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:33
Kaffileysi ! Ussussuss, verður að passa upp á svona hluti, þarft að geta hellt upp á ef leynilegir aðdáendur dúkka upp á svölunum. Og já, er viss um að Samfylkingin situr uppi með heilbrigðisráðuneytið. Það er ráðuneytið sem enginn vill og síst sjálfstæðismenn, því allir hafa litið illa út í þessu hlutverki.
Svava S. Steinars, 18.5.2007 kl. 23:36
Mér þætti gaman að sjá Sjálfstæðismenn taka heilbrigðisráðuneytið til tilbreytingar. Þeir hafa hingað til getað yppt öxlum og kennt Framsóknarmönnum um allt klúðrið. Það er krafa flestra sem ég þekki að þar verði tekið til hendinni, og ekkert múður takk!
Vilborg Valgarðsdóttir, 19.5.2007 kl. 00:16
Þú ert landsfræg smekkmanneskja á kaffi svo að nú langar mig að vita hvað er það albesta kaffi sem þú færð?
Ég er að fara til Kanarí eftir nokkra daga og ætla sko að taka með mér eitthvað gott kaffi. Það er búið að opna þessa fínu búð frá Kaffitár í áningarsalnum í Leifsstöð svo að nú þarf maður ekki að láta sig hafa eitthvað soðið sull á barnum heldur fær maður sér bara alvöru nammigott kaffi meðan maður bíður eftir flugi.
Ég á baunavél og nota mikið Expresso roma frá Te og Kaffi í hana. Finnst það gott. Mér finnst líka Cuba Lífrænt frá Te og Kaffi gott. Kaupi líka oft Morgundögg og Kvöldroða frá kaffitár.
Ég er búin að kaupa mér tvíburana og ætla að taka hana með mér til Kanarí. Ég er líka að hugsa um að taka með mér Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur. Hefurðu lesið hana?
Guð hvað ég hlakka til :)
Sigga (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:26
Kerfið þolir ekki meiri sparnað ... frekar má svelta mig um önnur Hvalfjarðargöng í 20 ár ... sem ég vona að verði gert. Ég fer um þau tvisvar á dag, fjóra daga vikunnar, og lendi aldrei í mikilli umferð. Þótt það komi nú toppar af og til á sumrin. Þegar ég fór á heilsugæslustöðina um daginn og borgaði minn 700 kall voru ung hjón við hliðina á mér og tíminn þeirra kostaði 18.000! Ef þetta heitir að efla kostnaðarvitund fóks þá heiti ég Jón!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2007 kl. 00:27
Sigga, pigga. Ég hef lengi vel verið alveg sjúk í Krakatá, espressókaffi frá Kaffitári en síðast keypti ég mér nýjustu espressóblönduna þeirra sem ég man aldrei hvað heitir. Hún er ansi góð. Ég á líka nokkrar uppáhaldstegundir frá Te og kaffi, m.a. Mokka Sídamo en hef ekki prófað hana í vélina mína, bara í pressukönnuna. Finnst Morgundöggin allt í lagi en helst til of mild fyrir mig. Í erfidrykkju eftir pabba var boðið upp á Krakatá í venjulegri uppáhellingu. Gömlu frænkurnar sögu ekki Ég samhryggist, heldur gripu um handlegginn á mér og spurðu græðgislega: Hvaða guðdómlega kaffi er þetta? Hehehhe! Fæ mér alltaf latte á flugstöðinni, bara ekki sjóðandi heitt, heldur vel heitt (150°F). Hvenær ferðu til Kanarí?
Las Tryggðapant fyrir jólin og fannst hún virkilega skemmtileg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2007 kl. 00:43
Takk fyrir þetta.
Ég fer til Kanarí á sunnudaginn.....Gvuð það er ekki á morgun heldur hinn...................
Hef aldrei prófað Krakatá en kaupi það næst. En þessi nýjasta sem þú manst ekki hvað heitir...getur það verið Marabá eða eitthvað svoleiðis?
En í sambandi við erfidrykkjuna...HAHAHAHA
Eru erfidrykkjur ekki annars hugsaðar til að hressa uppá mannskapinn eftir jarðarförina? Mér sýnist þér nú bara hafa tekist dável upp 
Sigga (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 01:06
Kæra frænka: bendi á að fyrsta kosningaloforðið er fallið= ISG lofaði að reyna fyrst að mynda vinstri stjórn en var á þeim tíma byrjuð að gæla við Geir. Ég lagði það á mig að horfa á flesta þessa rabbþætti við frambjóðendur (er enn að reyna að ná úr mér aulahrollinum), í öllum þessum þáttum sagði ISG þegar hún var spurð um stjórnarmynstur: Fyrst vinstri svo hægri. Kannski er hún eins og ég á bágt með að muna hvað er vinstri og hvað er hægri. Ég er með hægri vinstri lesblindu. Það hafa ekki farið fram alvarlega tilraunir til að ná saman vinstristjórn, varla hægt að meta stöðuna út frá fjölmiðlafári. Nær væri bara að setjast niður saman og tala saman á trúnó... er ekki alveg nógu hress með þetta leikrit og óheiðarleikan hjá bæði samfó og sjalló. Fyrsta og jafnframt lang mikilvægasta loforðið er fallið hjá Samfylkingunni og það þykir mér miður.
Kaffi: hafið þið prófað hið guðdómlega celebes/selebes kaffi frá Indónesíu: það er sterkt en mjúkt, ilmar ævintýrum og sætleika í jarðneskri dýrð... lol, betra frá kaffitári en te og kaffi, veit ekki af hverju.
Birgitta Jónsdóttir, 19.5.2007 kl. 08:25
Babel er mjög góð mynd - láttu mig endilega vita hvað þér finnst um hana!
Bestu kveðjur að norðan,
Doddi
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:29
Ó Birgitta, ég var búin að gleyma Selebes! Það er æði! Langt síðan ég hef smakkað það. Það er ögn bragðmeira frá Kaffitári.
Hahhaha, nú ertu búin að útskýra fyrir mér hvers vegna það er verið að ráðast af svo mikilli grimd á Steingrím J, að hann hafi eyðilagt möguleika vinstri stjórnar! Hahahha, nú kemur þetta allt heim og saman! Held, elsku frænka, að þú sért mun betri en ég í að fylgjast með!
Horfi á Babel, Doddi, líklega seint í kvöld eða á morgun. Læt yður veta ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.