20.5.2007 | 02:05
Nýja idolið mitt ... Goran Bregovic
Fór á eina skemmtilegustu tónleika lífs míns í Laugardalshöllinni í kvöld. Hvílík gleði og hvílík tragík ... svona balknesk popp-passía ... Man ekki eftir viðlíka stemmningu í Lúðrasveit Barnaskóla Akraness þótt við hefðum svipuð hljóðfæri. Vantaði kannski Goran Bregovic.
http://radioblogclub.com/open/92343/goran/goran_bregovic_sex
http://radioblogclub.com/open/80985/goran/Goran%20Bregovic%20-%20Cocek
Sat með vinkonu minni á fremsta bekk í aftari hlutanum í salnum í Laugardalshöllinni. Frábær staður. Þetta var þriggja tíma konsert og ekkert hlé. Ákvað að láta ekki fara í taugarnar á mér endalaust ráp í fólki allan tímann. Sumir þurftu sinn bjór. Ekki leið sú mínúta að ekki væru c.a. fimm manns á rápinu. Sumar konurnar tipluðu á tánum til að heyrðist minna í þeim en óskandi hefði verið að þær háværu hefðu að minnsta kosti gengið í takt við tónlistina.
Í lokin þegar allir voru staðnir upp ákváðum við vinkona mín að fara fremst þar sem hópur Serba og Króata voru í miklu stuði. Við slógumst í hópinn og dönsuðum með þeim ... ég sem hef ekki dansað síðan Luftguitar hljómaði í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir nokkuð mörgum árum.
Ég á tvær vinkonur sem hafa hlustað grimmt á þessa tónlist í mörg ár ... skil ekki hvers vegna ég hef ekki smitast! Nú verður bætt úr því. Best að byrja á því að horfa á myndina Underground, hún er víst fyndin og skemmtileg ... en tónlistin í henni er eftir Goran, nýja idolið mitt.
Bætti við einu lagi enn sem Andrés benti mér á ... það er æði:
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 1529854
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég var þar lika. Stor upplifun að vera í stemningi sem einkennir suður Slavar. Enda hef ég uppgotvað það í bernsku því eingin furða að einmitt núna spila ég Ederlezi aftur rétt eins og oft áður.
Andrés.si, 20.5.2007 kl. 02:41
Gott að þú skemmtir þér. Hefði viljað verða vittni að því að sjá þig dansa í trylltri sveiflu. GN
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 02:43
Þetta er að minu mati lagið kvöldsins.
http://radioblogclub.com/open/90224/ederlezi/Goran%20Bregovic%20-%20Ederlezi%20-%20Le%20Temps%20des%20Gitans
Andrés.si, 20.5.2007 kl. 02:50
Þetta er dásamleg tónlist. Í algjöru uppáhaldi núna og eflaust lengi enn! Komið á listann!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 02:50
Takk, Andrés!!! Ég á eftir að kaupa einhverja geisladiska með Goran og hljómsveit. Þetta lag sem þú bendir á er ÆÐI!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 02:52
Það var til sölu á tónlekum. Hef ekki séð það á markaðnum hérlendis áður. Fyrirgefðu fyrir svo asnalega langan link.
Andrés.si, 20.5.2007 kl. 02:55
Ekkert að fyrirgefa ... ég er búin að hlusta á þetta lag svona 15 sinnum ... get ómögulega farið að sofa. Takk kærlega fyrir að benda mér á það.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 03:12
Ég fan hér þetta. Reyndar mjög gömul lög þegar Goran Bregovic hefur verið miklu yngri. En það lífir með fólkinu en í dag.
http://www.flyupload.com/?fid=3256750
http://www.flyupload.com/?fid=6074379Andrés.si, 20.5.2007 kl. 03:15
Kann ekki nóg á dánlód og svoleiðis til að geta hlustað á þessi tvö. Fæ bara upp síðu sem býður upp á að dánlóda. En núna er Ederlezi uppáhaldslagið mitt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 03:19
Uh það er slæm. þú mátt hafa samband. katedrala@katedrala.si
Andrés.si, 20.5.2007 kl. 03:23
Gaman að það var gaman!
Er fólk virkilega að rápa á tónleikum???
www.zordis.com, 20.5.2007 kl. 07:11
Gaman að uppgötva nýja músikk. Sjálf er ég ekki viss um að ég finni mig í þessu eftir að hafa hlustað á brot.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2007 kl. 11:51
Ohh hvað þú átt gott að hafa komist á þessa tónleika. Þegar þú ert búin að lesa þessa færslu mína ferðu mjög líklega (eða allavega vonandi) og nærð þér í Underground á næstu vídeóleigu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 15:57
Ofsalega gaman að komast að einhverju svona eftir á, eða hitt þó heldur
Og ég sem féll fyrir tónlistinni í Svartur köttur hvítur köttur, var hún ekki eftir Bregovic? Ég þarf að fara að þjálfa fattskynið, þetta er ekki hægt.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.5.2007 kl. 18:59
Ég hef verið mjög hrifin af Goran Bregovic síðan ég sá Underground, og já, það er FRÁBÆR mynd. Flestar Kusturica myndirnar eru það.
Margrét Birna, nei, tónlistin í Black Cat, White Cat er ekki eftir Bregovic, heldur Nelle Karajlic og félaga. Kusturica spilar sjálfur á bassa í þeirri hljómsveit og þeir komu til Íslands og spiluðu í Laugardalshöll í ágúst 1999. Sigur Rós hitaði upp fyrir þá, rétt áður en þeir slógu sjálfir í gegn. Tónlistin er hins vegar mjög svipuðu - svona baltískt sígunadjamm.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2007 kl. 19:34
Mér finnst ég hafa misst af svo miklu í svo mörg ár ... en auðvitað gaman að finna nýja tónlist til að elska
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 20:05
Satt að segja hef ég fengið nokkuð vegin ahrif af Júgó tónlíst aftur. Reyndar það kemur af og til aftur og aftur. Einkeni og afleiðingar af svona hlustun eru oftast en ekki koma af ínnrí kraft. Sem sagt. Engin furða að það gerist töluvert í lífinu mínu á undaförnu.
http://media.putfile.com/Merlin---Jel--sarajevo-gdje-je-nekad-bilo-uzivo
http://media.putfile.com/Oliver-Dragojevic---Vjeruj-u-ljubav
Andrés.si, 21.5.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.