Blessuð birtan ... eða þannig

20. maí kl. 23.20 Að það skuli vera svona bjart þegar klukkan er farin að ganga tólf á miðnætti.

Vegna blessaðrar birtunnar láðist mér að skella í þvottavél nógu snemma kvölds ... en ég hangsa bara eitthvað fram eftir til að geta skellt í þurrkara. Annars kemst ég ekki í vinnuna á morgun. Það er svona að hafa ekki gaman af því að fara í búðir.

Annars byrja ég í sumarfríi á miðvikudaginn. Þá er aldrei að vita hvað gerist. Skvísubúðir, here I come! Kannski. Það liggur meira á því að kaupa diska með Gorani mínum.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En er ekki merkilega þungbúið hjá þér í Himnaríki?  Hér hvorki meira né minna sjóaði fyrr í kvöld.  Bý fyrir ofan snjólínu sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Goran hefur greinilega heillað þig upp úr skónum !! Þarf að prófa að hlusta á hann og sjá hvort hann hefur sömu áhrif á mig

Svava S. Steinars, 21.5.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, það hefur sko verið þungbúið í dag, þess vegna fannst mér svo merkilegt að geta myndað yfir sjóinn ... vá, hann er svo flottur núna kl. 00.13 ... eflaust samt ekki myndatökuhæfur. Snjóaði hjá þér? Vá, hvað það hafa drepist margir geitungar í dag, æ, æ!  Það kom nú slydda og haglél hérna en bráðnaði samt eiginlega strax. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Svava, sérstaklega er þetta Ederlezi-lag (neðst í færslunni) skemmtilegt af þeim sem ég fann. Þú þarft að spila það hátt! Og dansa. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: www.zordis.com

Goran .... best ad spóla nidur og setja taekid í botn og taka morgunaefingarnar! Krúttlega rómantísk mynd, vaeri til í ad leida einhvern uppdúdud í norpara á midnaeturgöngu!

www.zordis.com, 21.5.2007 kl. 07:10

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sumarfrí í kuldanum??? Brrrr......

Flott mynd ætla að sýna vinum mínum sem trúa ekki sögum um langar bjartar nætur á islandi. Segi sko!!! Sannað!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 08:24

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Voðalega ferðu snemma í sumarfrí. Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.5.2007 kl. 09:43

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst svo gott að taka megnið af sumarfríinu snemma, hef gert þetta í mörg ár. Líka til að hjálpa Hildu systur með að opna elsku Ævintýralandið í byrjun sumars. Það er alltaf svo mikið að gera í skráningu síðustu dagana í maí, allir að skrá börnin á síðustu stundu. Rosa fjör  Svo tek ég restina fyrri hlutann í ágúst, svona í kringum afmælið mitt alla vega. Allir bloggvinir mínir ættu að vita allt um það núna. Ekki séns að ég nenni að vera hógvær og skæla í koddann minn ef einhver gleymir afmælinu, ég minni bara á það miskunnarlaust. Ef einhver gleymir að koma þá veit ég að viðkomandi hatar mig ... og er það ekki bara fínt? Heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 391
  • Frá upphafi: 1525922

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband